Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2001, Blaðsíða 181
Kyrming og vísindagreinar fyrirtækja og stofnana 179
Þann 20. desember var tekin í notkun ný 132 kV aðveitustöð á Fitjum, jafnframt því sem
lileypt var straumi á 132 kV línuna Hamranes-Fitjar. Þá var lokið viðbyggingu við
riðbreytistöðina á Keflavíkurflugvelli og strenglögn að henni frá aðveitustöðinni á Fitjum.
Við byggingu aðveitustöðvarinnar gjörbreyttist hlutverk aðveitustöðvarinnar í Bolafæti í
Njarðvík og voru gerðar umfangsmiklar brcytingar á henni. Lagðir voru strengir frá
radarstöð H-l til Sandgerðis (verki lauk 1992), frá Fitjum að Aðalgötu og lagður strengur til
Stafness í Miðneshreppi (nú Sandgerði).
Lokið var byggingu nýrrar birgða- og tækjageymslu, að Bakkastíg 22 í Njarðvík, en það
er 420 m2, tveggja hæða hús. Þann 22. maí var undirritaður samningur í ísrael um kaup á
fjórum Ormat-gufuhverflum til viðbótar þeim þremur, sem fyrir voru, en ekki lá þó fyrir
virkjunarleyfi vegna hverflanna.
Kosin var nefnd til að vinna að sameiningu Sjóefnavinnslunnar hf. við hitaveituna.
Fastráðnir starfsmenn voru í árslok orðnir 69.
1992
Stærsta verkefnið var uppsetning ljögurra Ormat-hverfla, alls 4,8 MW að aflgetu, og bygg-
ing stöðvarhúss.
Reist var niðurdælingarstöð og lagðar safnæðar til að safna saman öllu tiltæku niður-
dælingarvatni.
Þá var boruð könnunarhola í gufupúðann við holu 10, 140 m djúp og 75/8" í þvermál,
og steyptur holukjallari o.fl. fyrir vinnsluholu úr gufupúðanum.
Lagður var 36 kV jarðstrengur frá Svartsengi til Reykjaness, um 15 km leið.
Þann 7. október var, eftir allnokkra fundi, gengið frá samkomulagi við varnarliðið í
Norfolk um ný verðákvæði samningsins um sölu á hcitu vatni, en þau áttu að renna út í
át'slok. Með þessu samkomulagi náðust tveir mikilvægir áfangar, þ.e. varnarliðið viður-
kenndi í fyrsta skipti í reynd réttmætti þess að það greiddi hærra verð en almennir nolendur
og í fyrsta sinn tryggði varnarliðið viss, árleg lágmarkskaup þannig að starfsgrundvöllur
hitaveitunnar var mun traustari eftir en áður.
Þann 1. júlí lét Ingólfur Aðalsteinsson forstjóri af störfúm, en hann hafði þá starfað hjá
fyrirtækinu í tæplcga 17 ár, eða frá 1. september 1975. Við starfí hans tók Júlíus Jónsson sem
verið hafði framkvæmdastjóri fjármálasviðs og starfað hjá fyrirtækinu frá 1. októbcr 1982.
Aðstoðarforstjóri var ráðinn Albert Albertsson sem verið hafði framkvæmdastjóri
tæknisviðs, en hann hefúr starfað hjá fyrirtækinu frá 1. september 1977.
Fastráðnir starfsmenn í árslok voru 67, en með lausráðnum, senr unnu mestallt árið, voru
starfsmenn 79 talsins.