Tónlistin - 01.12.1945, Blaðsíða 50

Tónlistin - 01.12.1945, Blaðsíða 50
80 TÓNLISTIN lind henni til eflingar. Og síðast en ekki sízt á hin öfuggenga þróun síðustu áratuga mikla sök á því, að ljóð þau, er eitt sinn voru alþjóðareign sem óað- skiljanlegir förunautar íslenzkra alþýðu- laga, eru nú rykfallin og máð úr minni uppvaxandi landsins barna. Nú á tímum er mikið rætt um málvöndun. Eitt skel- eggasta vopnið í þeirri baráttu er iðkun ljóða, og langöruggasti samherji ljóðsins er lagið. En um leið og æskulýðurinn hættir að syngja, þagnar rödd þjóðar- innar, ljóð ættjarðarinnar rifjast ekki lengur upp, og tónar feðranna hætta að hræra hjarta vort. Rímnakveðskapurinn, tvísöngurinn og grallarasálmalögin veittu oss á sínum tíma þá næringu, sem hæfðu þroskastigi voru. Fræðslustefnan reyndi að bæta úr ýmsum ágöllum í sönglífi voru; árangurinn af þeim umbótavilja kom fyrst fram hjá Pétri Guðjohnsen og síðar i enn ríkara mæli hjá Jónasi Helgasyni, merkasta tónmenntaruppeldis- fræðingi íslendinga. Nemendur hans halda um hrið uppi merki söngsins með prýði, en að þeim brottnumdum stöðv- ast framsóknin. Stöðnunin bitnar fyrst og fremst á uppeldi yngstu kynslóð- anna, sem vegna ónógrar leiðbeiningar lokast öll innsýn i tónheima. Ólífræn tón- flutningstæki og gervihljóðfæri flæða inn í landið og eru knésett sem mergur máls- ins. Glymskrattinn tekur sér stöðu í há- vigi íslenzkrar tónmenntar og gerist jafn viðsjáll og hinn forni erfðafjandi söngvr- arans, „diabolus in musica“. I skjóli þessa sýnishorns vélmenningarinnar nær jazz- inn að skjóta rótum í íslenzkri mold. Úrsvalur gustur leikur nú um þjóðlíf vort og feykir þráðum örlaganna um ó- væntar leiðir, og nú reynir á það, hversu sterka löngun vér höfum til að verða nokkru ráðandi um úrslit þeirrar fram- vindu. Erlend áhrif, sem vér af gagn- rýnilausri nýfikni höfum látið streyma inn i landið, hafa reynzt æði misjöfn að gildi fyrir mótstöðukraft vorn og sið- ferðisþrek. Glysgirni og eftirhermusýki hafa gefið tóninn á alþjóðlega vísu, eftir að vandlega hefir verið brýnt fyrir al- menningi, að hér væri að finna lykilinn að hinu heilaga musteri menningarinn- ar. Hin léttskrýdda söngvagyðja stikar vill vegar í keppni eftir sýndarfullkomn- un og hylli áheyrenda. íslendingar þurfa að endurvekja hina sálíegrandi og mannbætandi heimilistón- list sína, sem þeir stunduðu af einlæg- um áhuga og brennandi söngþrá um og eftir síðustu aldamót. Söngalda verður að flæða yfir landið; og sá söngvakn- ingartími er ekki svo langt undan. Þjóð- in er vissulega reiðubúin til að leggja fram vilja sinn í þágu söngsins, svo mjög sem hún ann allri uppbyggilegri starfs- iðkun í tómstundum. Sá söngur verður borinn uppi af lifsþrunginni ást til ljóðs og lags, sem mettar allt andrúmsloft vort fögnuði og velsælu og bindur oss þar með traustari böndum við móðurmold- ina. Og þegar moldin er farin að hljóma undir fótum voruin og fjöllin taka undir glaðværan söng vorn, þá fyrst höfum vér grunnfest þær rætur, sem einar eru megnugar þess að flytja öllum greinum tónlistarlifsins óþrotlega og sívaxandi næringu. Hallgrvmur Hclgason, (Straumhvörf, 3. hefti 1. árg 1943). TÓNLISTIN Útgefandi: „Félag íslenzkra tónlistarmanna“. R i t s t j ó r i : Hallgrímur Helgason. Afgreiðsla: „EK“, Austurstræti 12. Símar 2800 og 4878. Utanáskrift ritsins: Pósthólf 121, Reykjavik. Prentað í Félagsprentsmiðjunni h.f.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.