Fréttablaðið - 04.02.2012, Blaðsíða 6
4. febrúar 2012 LAUGARDAGUR6
Vest fjarða prófasts dæmi, eða 84
prósent, en lægst í Reykja víkur-
prófasts dæmi eystra, eða 52
prósent. Vægi karla og kvenna á
kjör skrá er jafnast í Austur lands-
prófasts dæmi, 52 prósent karla
á móti 48 prósentum kvenna,
en kynja munurinn er mestur
í Kjalar ness prófasts dæmi, 66
prósent karla á móti 34 prósentum
kvenna.
Nokkur gagn rýni hefur
verið uppi varðandi mis mikið
vægi sóknar nefnda í biskups-
kosningum, en landið er skil greint
sem eitt kjör dæmi. Til að bregðast
við þessu voru fyrr nefndar
breytingar gerðar á reglum um
kjör gengi en í stærstu sóknunum
hefur vara formönnum sóknar-
nefndanna einnig verið veittur
atkvæðisréttur. sunna@frettabladid.is
Fjöldi kjörgengra
einstaklinga fyrir
næstu biskups-
kosningar
492
FRÉTTASKÝRING:
Hverjir geta kosið nýjan biskup?
Mikill meirihluti þeirra sem
mega kjósa til biskups eru ekki
vígðir þjónar kirkjunnar, eða
63 prósent. Á kjörskrá eru 492
einstaklingar, þar af 58 prósent
karlar.
Á Kirkjuþingi síðasta haust var
reglum um biskupskjör breytt svo
vægi leikmanna yrði meira og
fleiri kæmu að kjörinu en áður.
Pétur Björgvin Þorsteinsson,
Evrópufræðingur og djákni í
Glerárkirkju á Akureyri, skoðaði
þá einstaklinga sem eru á kjör-
skrá fyrir biskupskjör þetta árið
og greindi þá eftir kyni, búsetu
og stöðu innan kirkjunnar. Hann
birti niðurstöðurnar á heimasíðu
sinni á miðvikudag.
Þar greinir Pétur Björgvin
frá því að 37 prósent ein-
staklinga á kjör skrá eru vígðir
þjónar kirkjunnar eða guð fræði-
kennarar. Meiri hlutinn, eða 63
prósent, eru svo kallaðir leik menn;
sóknar nefndar formenn á landinu
öllu, auk vara sóknar nefndar-
formanna á höfuð borgar svæðinu.
Á síðasta ári voru um 65 pró-
sent starfandi presta yfir fimm-
tugt. Fimm prósent presta eru á
aldrinum 25 til 34 ára.
Pétur greindi líka kjörgenga
einstaklinga í hverju prófasts-
dæmi fyrir sig, sem eru níu á
landinu öllu, fyrir kosningarnar í
haust. Í ljós kom að mikill munur
er á milli prófastsdæma eftir því
hversu hátt hlutfall kjósenda eru
leikmenn eða vígðir þjónar.
Hlutfall leikmanna er hæst í
Meirihluti kjósenda
úr hópi leikmanna
Leikmenn eru í meirihluta þeirra sem kjósa biskup. Reglum um kjörgengi var
breytt á síðasta kirkjuþingi. Austurlandsprófastsdæmi er með jafnasta hlutfall
karla og kvenna á landinu. Flestir starfandi prestar eru komnir yfir fimmtugt.
PRESTASTEFNA Í DÓMKIRKJUNNI Karl Sigurbjörnsson hefur gegnt embætti biskups Íslands í 13 ár. Nú hefur setutími biskups
verið takmarkaður við 12 ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Sex hafa nú þegar gefið kost á sér til biskups. Þau eru:
Agnes M. Sigurðardóttir, sóknarprestur í Bolungarvík, Kristján Valur
Ingólfsson, vígslubiskup í Skálholti, Sigríður Guðmarsdóttir, sóknarprestur í
Grafarholtsprestakalli, Sigurður Árni Þórðarson, prestur í Neskirkju, Þórhallur
Heimisson, sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkju, og Þórir Jökull Þorsteinsson,
prestur.
Framboðsfrestur er til 29. febrúar 2012.
Vilja verða biskup
1. Biskup Íslands, vígslubiskupar og þjónandi prestar þjóðkirkjunnar. Einnig
þeir prestar kirkjunnar sem settir eru til þjónustu í eitt ár eða meira.
2. Prestvígðir menn í föstu starfi innan þjóðkirkjunnar.
3. Þjónandi djáknar í föstu starfi innan þjóðkirkjunnar.
4. Kjörnir fulltrúar á kirkjuþingi og í kirkjuráði.
5. Formenn allra sóknarnefnda sem og varaformenn sóknarnefnda í Kjalar-
nessprófastsdæmi og Reykjavíkurprófastsdæmum eystra og vestra.
6. Þeir guðfræðingar sem eru kennarar í föstu starfi við guðfræði- og
trúarbragðafræðideild Háskóla Íslands.
Kjósandi verður að vera skráður í þjóðkirkjuna við framlagningu kjörskrár.
Kjörgengur til embættis biskups Íslands og vígslubiskups er hver
guðfræðikandídat, sem fullnægir skilyrðum til þess að vera skipaður prestur
í þjóðkirkjunni. HEIMILD: ÞJÓÐKIRKJAN
Hverjir geta kosið biskup?
NÝI TÖLVU- OG VIÐSKIPTASKÓLINN – VIÐURKENNDUR EINKASKÓLI Á FRAMHALDSSKÓLASTIGI
Upplýsingar og skráning: 544 4500 / www.ntv.is
Grafísk hönnun
VERTU ÞÍN EIGIN
AUGLÝSINGA-
STOFA!
MENNTUN Foreldrar barna í Hamra-
skóla í Grafarvogi eru ósáttir við
flutning unglingadeildar skólans
yfir í Foldaskóla. Harðorð ályktun
var send út eftir fjölmennan fund
í skólanum á miðvikudag þar var
sameiningunni er hafnað og farið
fram á að fallið verði frá henni.
Til stendur að unglinga deildir
Hamraskóla og Húsa skóla færist
yfir í Folda skóla frá og með næsta
hausti. Stýri hópur var skipaður
til að sinna sam einingunni og
verkefnum sem snúa að breytingum
í skóla starfi. Full trúar for eldra frá
Hamra skóla og Húsa skóla hafa nú
sagt sig úr hópnum. Magnea Lena
Björns dóttir, for maður foreldra-
félags Húsa skóla, til kynnti úr sögn
sína á miðviku dag. Hún segist ekki
trúa á sam eininguna lengur. Elín
Hjálms dóttir, for maður foreldra-
félags Hamra skóla, hafði sagt sig
úr hópnum í síðustu viku vegna
óánægju með fram gang mála.
„Nú, þegar einungis fjórir
mánuðir eru eftir af yfirstandandi
skólaári, blasa enn við foreldrum
fjölmargir óvissuþættir,“ segir í
ályktuninni. Engin sannfærandi
rök hafi verið færð fyrir
sameiningunni. - þeb
Foreldrar í Hamra- og Bryggjuhverfi í Grafarvogi ósáttir við breytingar á skólum:
Sjá engin rök fyrir sameiningu
HAMRASKÓLI Unglingadeild skólans
á að færast yfir í Foldaskóla frá næsta
hausti, en foreldrar eru margir mjög
ósáttir við það. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
FÉLAGSMÁL Starfsmenn félagsmið-
stöðvarinnar Eldingar í Garði
vilja ekki vera einir á vakt á opn-
unartíma. Þetta kom fram á fundi
æskulýðsnefndar í Garði.
„Getur þetta haft alvarlegar
afleiðingar ef ásakanir kæmu
fram um eitthvað misjafnt eða
slys verður á staðnum. Einnig ef
eitthvað kæmi fyrir starfsmann-
inn sjálfan. Nefndin er sammála
að þetta þurfi að skoða nánar og
færa til betri vegar,“ segir æsku-
lýðsnefndin og vísar ábending-
unni til bæjaryfirvalda. - gar
Óttast ásakanir ef slys verður:
Starfi ekki einir
í félagsmiðstöð
Hefur þú litað á þér hárið?
JÁ 58,5
NEI 41,5
SPURNING DAGSINS Í DAG
Átt þú sparnað í ríkisskulda-
bréfum?
Segðu þína skoðun á visir.is
KJÖRKASSINN