Fréttablaðið - 04.02.2012, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 04.02.2012, Blaðsíða 24
24 4. febrúar 2012 LAUGARDAGUR Alþjóðlegur dagur baráttu gegn krabbameinum er í dag, 4. febrúar, haldinn ár hvert sam- kvæmt ákvörðun Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunarinnar. Sú ákvörðun er ekki að ástæðulausu því krabba- mein er eitt algengasta dánar- meinið í veröldinni og hefur verið áætlað að á árunum 2005-2015 felli það um 84 milljónir manna í valinn. Sameinuðu þjóðirnar beina sjón- um í vaxandi mæli að svokölluðum ósmitnæmum sjúkdómum sem vax- andi heilsufarsvanda vegna þess hve mjög þeir eru í sókn og herja á þjóðir heims eins og faraldur. Reykingar og önnur tóbaksnotkun á ríkan þátt í útbreiðslu þessara sjúk- dóma en helstir þeirra eru hjarta- og æðasjúkdómar, lungna- og öndunarfærasjúkdómar og krabba- mein. Á fundi Sameinuðu þjóðanna síðastliðið haust var samþykkt yfir- lýsing um aðgerðir í baráttunni gegn langvinnum sjúkdómum sem felur í sér mikilvæga áminningu, aðvörun og leiðbeiningar til þjóða heims um að berjast gegn þessu risavaxna vandamáli. Árangursríkar forvarnir Við eigum mörg vopn í baráttunni gegn krabbameinum og eigum að beita þeim öllum á markvissan hátt, því sókn er besta vörnin. For- varnir skipta miklu máli sem sést gleggst á því hvað dregið hefur úr nýgengi lungnakrabbameins og dánartíðni lækkað samhliða hröðu undanhaldi reykinga. Lungna- krabbamein er annað algengasta krabbameinið hér á landi, bæði hjá konum og körlum en talið er að um 90% lungnakrabbameina megi rekja til reykinga. Staðreyndirnar sýna svo ekki verður um villst að lungnakrabba- mein hefur sterk tengsl við lífs- hætti fólks og einfaldasta og skil- virkasta vörnin gegn því er að nota ekki tóbak. Sortuæxli er annað krabbamein sem hefur sterk tengsl við lífs stíl og sótti mjög á þegar ljósa bekkja- notkun varð snar þáttur í lífi margra lands manna á síðustu ára- tugum liðinnar aldar. Árið 2004 var ráðist í átakið Hættan er ljós en þá voru sortu æxli al gengasta krabba- meinið hjá ungum konum og næst- algengast hjá ungum karlmönnum. Fræðsla og aukin vitund fólks um skaðsemi ljósabekkja hefur skilað árangri og eins má geta þess að árið 2010 var lagt bann við notkun þeirra fyrir börn yngri en 18 ára. Nýjustu tölur úr Krabbameinsskrá sýna að verulega hefur dregið úr nýgengi sortuæxlis og er það rakið til minni notkunar ljósabekkja og ábyrgari hegðunar fólks í sólinni. Bólusetning gegn leghálskrabbameini Síðastliðið haust hófust bólu- setningar stúlkna gegn HPV veirunni sem getur valdið leg- háls krabba meini og verða 12 ára stúlkur fram vegis bólu settar árlega. Talið er að með almennri bólu setningu megi koma í veg fyrir um 60-70% leg háls krabba meins og um 40% alvar legra forstigs- breytinga þess. Ávinningurinn er mikill þótt hann komi ekki strax í ljós þar sem leg háls krabba mein myndast um 20-30 árum eftir HPV sýkingu. Því er mikilvægt að konur fylgi áfram þeim til mælum sem nú eru í gildi um krabba- meins leit og mæti til skoðunar hjá Leitar stöð Krabba meins félags Íslands sem konur eru boðaðar í reglulega. Þar fer einnig fram skimun fyrir brjósta krabba meini sem er ekki síður mikil vægur þáttur þjónustunnar sem Krabba- meinsfélagið veitir og konur eru hvattar til að nýta sér. Framfarir í krabbameinslækningum Almennt gildir um krabbamein að því fyrr sem meinið finnst þeim mun betri eru batahorfur fólks. Miklar framfarir hafa orðið í krabbameinslækningum á liðnum árum og áratugum og sífellt vinnast nýir sigrar á því sviði. Hér á landi stöndum við vel að vígi, árangur í krabbameinslækningum er almennt mjög góður í samanburði við aðrar þjóðir, þökk sé traustu heilbrigðiskerfi og framúrskarandi fagfólki sem vinnur störf sín af metnaði og einbeittum vilja til þess að gera sífellt betur. Í liðinni viku urðu þau tíma mót á Land spítala að þar var fram- kvæmd í fyrsta skipti hér á landi aðgerð vegna með ferðar við blöðru- háls kirtils krabbameini með svo- kallaðri innri geislun. Hingað til hefur þurft að senda sjúklinga til Svíþjóðar í slíka með ferð og það er því afar kær komið að nú sé hægt að sinna þeim hópi sjúklinga sem í hlut eiga hér heima. Alþjóðlegur samanburður Nýjasta skýrsla OECD um heilbrigðismál, OECD Health at a Glance, sýnir að Ísland stendur á flestum sviðum vel í samanburði við þau 34 lönd sem aðild eiga að stofnuninni. Þetta á ekki síst við um forvarnir og meðferð vegna krabbameina þar sem við erum í fremstu röð. Við getum verið stolt af þeim árangri en þurfum áfram að vaka á verðinum og gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að sporna við útbreiðslu krabbameina með því að sækja fram ótrauð. Við eigum mörg vopn í baráttunni gegn krabbameinum og eigum að beita þeim öllum á markvissan hátt, því sókn er besta vörnin. Forvarnir skipta miklu máli... Spornum við útbreiðslu krabbameina Heilbrigðismál Guðbjartur Hannesson velferðarráðherra AF NETINU Ósnortin náttúra Ég hef áður margsagt frá því hvernig ferðaþjónustan í Lapplandi hefur markaðssett Lappland þannig að þangað, í lengri ferð en til Íslands, koma fleiri að vetrarlagi en allt árið til Íslands, til að upplifa kulda, þögn, myrkur og ósnortna náttúru. Þetta virðast vera þyrnar í augum margra, svo sem þess manns sem skrifar jafnvel greinar í tvö dagblöð á sama deginum til að boða það að það þurfi virkjanir sem eyða kulda, rjúfa þögn, kveikja rafljós og eyðileggja ósnortna náttúru til þess að fá ferðamenn til Íslands. http://omarragnarsson.blog.is Ómar Ragnarsson Glæframenn borgi glæfra Rökrétt afgreiðsla ábyrgða á rekstraröryggi banka er, að þeir myndi með sér ábyrgðarsjóð. Leggi í hann hluta af veltu sinni. Eftir því sem sjóðurinn stækkar eykst geta hans til að fjármagna nýtt óðagot og bankahrun. Ekkert náttúrulögmál segir að ríkið eigi neitt að koma þar að máli. Af hverju ættu skattgreiðendur að borga tap af bönkum, en bankaeigendur að hirða gróða? Við höfum fengið upp í kok af slíkri hagfræði. Fjárglæframenn eiga sjálfir að borga sína glæfra. Ríkisrekstur á tapi er bara enn ein birtingarmynd þess pilsfalda- kapítalisma, sem peningavaldið hefur löngum troðið upp á þjóðina. http://jonas.is/ Jónas Kristjánsson -kr.900.verðlækkun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.