Fréttablaðið - 04.02.2012, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 4. febrúar 2012 11
STJÓRNSÝSLA Ögmundur Jónasson
innanríkisráðherra leggur til að
fyrirtæki á Keflavíkurflugvelli
borgi um fimm þúsund krónur
fyrir hverja bakgrunnsskoðun
starfsmanna sinna. Talið er að
fjöldi skoðana sé um 2.500 tals-
ins sem skili um 12,5 milljónum
króna á ársgrundvelli. Ráðherra
mælti fyrir gjaldtökunni, sem
felur í sér breytingu á lögum um
loftferðir, á ríkisstjórnarfundi í
gær.
Veruleg fjölgun hefur orðið á
útgáfu svokallaðra aðgangspassa
fyrir starfsmenn Keflavíkur-
flugvallar og áhafnir flugfélaga
vegna hertra reglna innan
EES. Til að fá slíkan passa þarf
lög reglan á Suðurnesjum að
kanna bak grunn við komandi
starfsmanns og hefur þessi mikla
fjölgun athugana það í för með sér
að lögreglan hefur ekki lengur
bolmagn til að sinna verkefninu
nema því fylgi fjármagn.
Samkvæmt upplýsingum frá
ráðuneytinu er því lagt til að
kostnaður greiðist af fyrir-
tækjum fyrir hverja bakgrunns-
skoðun.
Friðþór Eydal, talsmaður
Isavia, segir fyrirtækið fagna til-
lögunni í ljósi þess að það finnist
lausn á þeim töfum sem nú hafa
orðið við útgáfu passanna. „Þessa
vinnu þarf að manna og vinna
kostar peninga,“ segir hann. - sv
Innanríkisráðherra leggur til breytingar á lögum um bakgrunnsskoðanir starfsmanna:
Gæti skilað inn 12,5 milljónum á ári
LEIFSSTÖÐ Um 1.800 aðgangspassar voru gefnir út fyrir starfsfólk Keflavíkurflugvallar
á síðasta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
DÓMSMÁL Lögreglustjórinn á
Akur eyri hefur ákært tvo Ólafs-
firðinga, annan rétt tvítugan en
hinn tæplega fertugan, fyrir að
hafa í sam einingu stolið tveimur
bílum á Siglu firði 15. október
síðast liðinn og ekið þeim báðum
út af veginum.
Annar bíllinn valt út af
veginum norðan Siglufjarðar
en hinum var ekið út af við
Skeiðsfossvirkjun.
Mennirnir eru ákærðir fyrir
nytjastuld en sá yngri, sem ók
bílunum, er jafnframt ákærður
fyrir umferðarlagabrot enda
var hann undir áhrifum áfengis
og kannabisefna og auk þess
próflaus. - sh
Tveir ákærðir fyrir norðan:
Stálu tveimur
bílum og óku
báðum út af
SÚ NÝUPPGÖTVAÐA Keimlík þeirri
gamalkunnu. NORDICPHOTOS/AFP
SPÁNN Viðgerðir á málverki af
Monu Lisu, sem hefur árum
saman verið geymt á Prado-lista-
safninu í Madrid, leiddu í ljós að
það var málað á sama tíma og hið
fræga verk Leonardo da Vincis.
Áður var talið að málverkið
væri eftirgerð af verki da Vincis,
en nú þykir ljóst að nemandi
hans hafi málað mynd af sömu
fyrirsætu um leið og meistarinn
málaði sitt verk, og nemandinn
þá haft vinnubrögð da Vincis til
hliðsjónar.
Þessi nýuppgötvaða „tvíbura-
systir“ Monu Lisu verður fyrst
sýnd opinberlega í Prado-safninu
21. febrúar. Myndin verður síðan
til sýnis við hlið hins fræga verks
da Vincis í Louvre-safninu í París
frá 26. mars. - gb
Uppgötvun í Madrid:
Mona Lisa á
tvíburasystur
MENNTAMÁL Vaka bar sigurorð af
Röskvu í kosningum til Stúdenta-
ráðs Háskóla Íslands í vikunni.
Listi Vöku hlaut 2.499 atkvæði,
eða 55,86 prósent, og fimm menn
kjörna. Röskva fékk 1975 atkvæði,
eða 44,14 prósent, og fjóra menn
kjörna. Auð atkvæði voru 333, eða
6,93 prósent. 4807 kusu, eða 31,62
prósent stúdenta.
Í kosningum til háskólaráðs
fékk listi Vöku 2.056 atkvæði og
einn mann kjörinn. Röskva hlaut
1.763 atkvæði og sömuleiðis einn
mann kjörinn. Þar var kosninga-
þátttaka 27,4 prósent. Kosið var 1.
og 2. febrúar. - sh
Með hreinan meirihluta:
Vaka vann í HÍ
Lesið af mælum í snjó
Orkubú Vestfjarða biður orku-
notendur í Holtahverfi á Ísafirði að
sjá til þess að aðgengi sé tryggt að
orkumælum vegna aflesturs sem
stendur yfir þessa dagana. „Víða er
talsverður snjór fyrir kyndiklefum,“
segir á vef Orkubúsins og tiltekið að
orkunotendum beri að sjá til þess að
gott aðgengi sé að orkumælum.
ORKUMÁL
Palheiro golfvöllurinn í Madeira
Allar nánari upplýsingar á www. vita.is/golflif
Hotel Casa Valha do Palheiro
Golfvöllurinn Palheiro er gullfallegur 18 holu vel hirtur
völlur með dásamlegu útsýni yfir bæinn Funchal og
hafið.
Miðbær Funchal er aðeins í 10 mínútna akstursleið frá
hótelinu en þar er iðandi mannlíf og góðir veitingastaðir.
Hotel Casa Valha do Palheiro við völlinn er 5 stjarna
lúxushótel með rólegu og yfirveguðu andrúmslofti.
Veitingastaður hótelsins er þekktur fyrir einstaklega
góðan mat.
Verð frá 279.500 kr.*
á mann í tvíbýli. + 15.000 Vildarpunkta
Innifalið: Flug, flutningur á golfsetti, akstur, gisting í
10 nætur, morgunverður, 7 kvöldverðir, ótakmarkað
golf með golfkerru, skattar og íslensk fararstjórn.
*Verð án Vildarpunkta 289.500 kr.
Ótakmarkað golf í 10 daga.
Einstakt tækifæri sem enginn
kylfingur má missa af!
VITA er lífið
VITA | Suðurlandsbraut 2 | Sími 570 4444 | VITA.is
Beint leiguflug með Icelandair 10. - 20. apríl
Lúxus golfferð
til MADEIRA
SPÁNN
PORTÚGAL
MAROKKÓ
Kanaríeyjar
MADEIRA
ATL A N T S H A F