Fréttablaðið - 04.02.2012, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 04.02.2012, Blaðsíða 18
4. febrúar 2012 LAUGARDAGUR18 Alvarlegar athugasemdir eru gerðar við fjár festingar lífeyrissjóðanna, eftirlit með þeim og lagaumhverfi í aðdraganda bankahrunsins í skýrslu úttektarnefndar líf- eyrissjóðanna. Segja má að meginniðurstöðum úttektarnefndarinnar megi skipta í þrennt. Í fyrsta lagi gerir nefndin athugasemdir við lagaumhverfi lífeyrissjóðanna og þær breytingar sem gerðar voru á því áratuginn fyrir fall íslensku bankanna. Í öðru lagi gagnrýnir nefndin það eftirlit sem var með rekstri og fjárfestingum sjóðanna. Bæði var innra eftirliti þeirra og eftirliti Fjármálaeftirl itsins (F M E) ábótavant. Þá gagnrýnir nefndin fjárfestingar sjóðanna, innri reglur og starfshætti þeirra. Geta má þess að margir þeirra sem úttektarnefndin ræddi við sögðu líf- eyrissjóðina hafa verið fórnarlömb aðstæðna og stjórnenda bankanna. Um þetta sagði Hrafn Bragason, formaður nefndarinnar, á blaða- mannafundi í gær: „Margt má færa því til styrktar en stjórnir sumra sjóðanna voru að minnsta kosti óþægilega leiðitamar. Þá bætti hann við að menn mættu ekki týna sér í sjálfsréttlætingu, nú þegar þrjú ár væru liðin frá hruni, heldur ættu þeir að læra af mistökunum. Þá ber að taka fram að nefndin leggur áherslu á að lífeyrissjóðirnir 32 á Íslandi eru af ólíkum toga. Mik- ilvægt sé því að hafa hugfast að þeir höguðu sér á ólíkan hátt í aðdrag- anda hrunsins. Eftirliti mjög ábótavant Úttektarnefndin gerir fjölda athugasemda við lagaumhverfi líf- eyrissjóðanna fyrir fall bankanna. Raunar gengur nefndin svo langt að leggja til að ráðist verði í heildar- endurskoðun á lögum um lífeyris- sjóði í kjölfar úttektarinnar. Í þessu samhengi er meðal annars fjallað um fjárfestingar heimildir sjóðanna. Á áratugnum fyrir hrun voru þær heimildir rýmkaðar að ýmsu leyti án nægjanlegrar aðgát- ar, að mati nefndarinnar. Sem dæmi má nefna að hámarkshlutfalli fjár- festingar sjóðanna í hlutabréfum var í áföngum breytt úr 35% í 60% án þess að þess væri gætt að aukn- ingin miðaðist ekki öll við innlend hlutabréf. Þá telur nefndin að vik- mörk takmarkana á fjárfestingum í eignaflokkum hafi verið furðu rúm. Eftirliti með starfsemi og fjárfestingum lífeyris sjóðanna virðist hafa verið mjög ábótavant árin fyrir hrun. Í skýrslunni segir að endurskoðendur þeirra virðist almennt ekki hafa talið það í verkahring sínum að fylgjast með aðferðum þeirra við mat né gæðum fjár festinga. Telur nefndin einsýnt að slíkt eftirlit hefði þó verið á færi endurskoðendanna. Misbrestur virðist einnig hafa verið á eftirliti FME en að jafn- aði sinntu tveir til þrír starfsmenn eftir liti með lífeyrissjóðunum. Virðist það fyrst og fremst hafa falist í því að taka á móti skýrslum frá öðrum eftirlitsaðilum og sjóð- unum sjálfum. Erfitt sé hins vegar að sjá að eftirlit hafi verið með ein- stökum fjárfestingum, skil málum þeirra verðbréfa sem sjóðirnir fjárfestu í eða heildarfjárfestingu í samstæðum eða tengdum aðilum. Vafasamir starfsferlar Í skýrslu nefndarinnar er að finna ítarlega umfjöllun um starfsferla innan lífeyrissjóðanna og mat þeirra á eigin fjárfestingum. Við þessa innri starfsemi eru gerðar ýmiss konar athugasemdir. Þannig virðast litlar kröfur hafa verið gerðar um rökstuðning fyrir fjárfestingum. Raunar virðist sjaldan hafa verið vikið að gæðum fjárfestinga eða nauðsyn rök- stuðnings áður en ákveðið var að ráðast í kaup. Oft virðist það hafa verið talin nægjanleg rök fyrir fjár- festingum að þær rúmuðust innan stefnu sjóðsins. Nefndin telur auk þess að líf- eyris sjóðirnir hafi ekki verið nægjan lega meðvitaðir um þá hættu sem gat stafað af of mikl- um fjárfestingum í samstæðum og tengdum fyrirtækjum. Þeim til varnar hafi fjármálafyrirtækin þó haldið stöðu sinni og tengdra fyrir- tækja að vissu leyti leyndri á árun- um fyrir hrun. Loks bendir nefndin á að einungis fáeinir lífeyrissjóðir höfðu sett sér siðareglur fyrir banka- hrunið. Því voru engar formlegar reglur til staðar um samskipti við aðila á fjármagnsmarkaði, þar með talið varðandi boðsferðir og gjafir. Á þessu hefur þó víðast hvar verið ráðin bót eftir hrun og siðareglur nú í gildi hjá flestum sjóðum. Ámælisverðar fjárfestingar Mikil umfjöllun er í skýrslunni um fjárfestingar lífeyrissjóðanna í ákveðnum eignaflokkum og fyrir- tækjum. Nefna má að nefndin telur suma lífeyrissjóði hafa farið mjög óvarlega í kaupum á gjaldmiðla- vörnum. Þannig hafi sumir sjóð- anna til að mynda veðjað á að gengi krónunnar myndi styrkjast þegar liði á árið 2008. Þá telur nefndin að það hafi verið ámælisvert af sjóðunum að kaupa skuldabréf, í þeim mæli sem þeir gerðu, með veikum skilmálum um rekstrarforsendur fyrir tækjanna sem gáfu út bréfin. Þannig voru sjóðirnir algjörlega varnar lausir gagnvart eignaflutningi út úr útgáfufélögunum. Nefndin gagnrýnir einnig kaup sjóðanna á eingreiðslubréfum (eða kúlubréf). Bendir hún á að fjöldi slíkra bréfa í eigu lífeyris- sjóðanna hafi orðið verðlaus við fall bankanna án þess að ein króna höfuðstóls hafi fengist greidd. Í því samhengi varar nefndin við því að ákvarðanir um fjárfestingar séu teknar í trausti þess að um sé að ræða fjármálagerninga „sem allir kaupa.” Loks telur nefndin að lífeyris- sjóðirnir hafi í of miklum mæli hætt sér út í óhefðbundnar fjár- festingar svo sem sérstakar tegundir skuldabréfa. Meðal slíkra fjárfestinga má nefna kaup á svonefndum lánshæfum skulda- bréfum en það eru skuldabréf þar sem greiðslur eru tengdar skulda- tryggingarálagi undirliggjandi fyrirtækis. Nefndin segir slíka fjárfestingu fela í sér veðmál um hvernig ákveðnum fyrirtækjum muni reiða af utan við skuldbind- inguna sjálfa. Hæpið sé að lífeyris- sjóðir eigi yfirhöfuð að fjárfesta í fjármálagerningum sem þessum. Að sama skapi gagnrýnir nefndin kaup á svokölluðum víkjandi lang- tímalánum sem íslensku bankarnir gáfu út í nokkrum mæli fyrir hrun. Slík lán víkja fyrir öllum skuld- bindingum öðrum en hlutabréfum en hafa mun óvirkari eftirmarkað en hlutabréf og því getur reynst erfitt að losna við þau. magnusl@frettabladid.is NÝ SKÝRSLA UM STARFSEMI LÍFEYRISSJÓÐANNA Í AÐDRAGANDA HRUNSINS Kennari námskeiðsins, Sigurður Jónsson, lærði ljósmyndun í School Of Visual Arts í New York og öðlaðist meistararéttindi í ljósmyndun árið 1989. Hann hefur haldið námskeið í stafrænni myndvinnslu fyrir ljósmyndarafélag Íslands, Listaháskóla Íslands, Margmiðlunarskólann, Iðnskólann í Reykjavík og í 6 ár hjá NTV. FYRIR HVERJA? Námskeiðið er ætlað þeim sem vinna við grafík og stafræna myndvinnslu og vilja ná dýpri þekkingu og skilningi á nær óendan- legum möguleikum þessa flotta verkfæris. Námið er undirbúningur fyrir alþjóðlegt próf sem gefur gráðuna: Adobe Certified Expert. INNTÖKUSKILYRÐI Þeir sem ætla í þetta nám þurfa að hafa einhverja reynslu í Photoshop og undir- stöðuþekkingu á Windows umhverfinu. Einnig þarf góða enskukunnáttu þar sem flest námsgögn eru á ensku.KENNSLUTILHÖGUN Mánudaga og miðvikudaga 18-22. byrjar 20. feb. og lýkur 21. mar. NÝI TÖLVU- OG VIÐSKIPTASKÓLINN – VIÐURKENNDUR EINKASKÓLI Á FRAMHALDSSKÓLASTIGI PHOTOSHOP EXPERT - ALVÖRU PHOTOSHOP NÁMSKEIÐ - PHOTOSHOP EXPERT Við hjá NTV leyfum okkur að fullyrða að þetta sé eina námskeiðið sem uppfylli kröfur þeirra sem einhverja reynslu hafa í Photoshop. Námskeiðið er yfirgripsmikið þar sem mikið er lagt upp úr þeim þætti sem snýr að eftirvinnslu s.s. litgreiningu, prófílum, upptöku aðgerða, skipulag, meðferð RAW skráa, og öllum þeim aðgerðum sem áður fyrr voru fram- kvæmdar í myrkrakompu. Margt aflaga hjá lífeyrissjóðunum Úttektarnefndin kynnir í skýrslu sinni ýmsar tillögur að breyttu laga- og starfsumhverfi sjóðanna. Meðal þeirra eru: ■ Endurskoða þarf lífeyrissjóðalögin og -kerfið í heild sinni, ekki síst með tilliti til fjárfestingarheimilda og áhættu. ■ Stjórnarmenn í lífeyrissjóðum ættu að hámarki að sitja í tólf ár. Þá ættu þeir að þurfa að upplýsa um öll verðbréfaviðskipti sín. Loks ættu einn eða fleiri stjórnarmenn að vera kosnir beinni kosningu á ársfundi sjóðanna. Óeðlilegt er að eigendur sjóðanna eigi almennt ekki fulltrúa í stjórnum og hafi ekki aðkomu að því hverjir sitji þar. ■ Koma ætti á fót starfi regluvarðar innan lífeyrissjóðanna. Sá fylgdist með verðbréfaeign og -viðskiptum starfsmanna og stjórnarmanna sjóðanna. ■ Lífeyrissjóðirnir ættu að sjá til þess að samdar yrðu fyrir sig nokkrar grunngerðir skilmála og gátlista um hvað standa þurfi í skilmálum skuldabréfa sem sjóðirnir hyggjast kaupa. Helstu tillögur úttektarnefndarinnar ÚTTEKTARNEFND LÍFEYRISSJÓÐANNA Hrafn Bragason, Héðinn Eyjólfsson og Guðmundur Heiðar Frímannsson kynntu í gær skýrslu sína um fjárfestingarstefnu, ákvarðanatöku og lagalegt umhverfi lífeyrissjóðanna í aðdraganda bankahrunsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.