Fréttablaðið - 04.02.2012, Blaðsíða 102

Fréttablaðið - 04.02.2012, Blaðsíða 102
4. febrúar 2012 LAUGARDAGUR70 PERSÓNAN „Lífið hérna er bara yndislegt,“ segir plötusnúðurinn og hár- greiðslumaðurinn Jón Atli Helga- son. „Það eru mínus 22 gráður og núll vindur, alveg fullkomnar aðstæður.“ Undanfarna viku hefur hann dvalið á skíða hóteli við rætur jökulsins Stubaier í Týrol í Austur- ríki ásamt átta félögum sínum. Meðal þeirra eru plötu snúðarnir Margeir Ingólfs son og Hjalti Casanova, Högni Egils son úr Hjaltalín og GusGus og þeir Daníel Ágúst og Stephan Stephensen, einnig úr GusGus. „Þetta er æðislegt hótel. Það er alveg við ræturnar á jöklinum og maður getur alveg rennt sér inn á hótelið.“ Um árshátíð viðburða fyrir- tækisins Jóns Jónssonar er að ræða og er þetta fimmta árið í röð sem þeir dvelja á þessu sama hóteli. „Það er alltaf að bætast í hópinn. Við byrjuðum á þessu ég, Stebbi, Margeir og Hjalti en síðan hafa nokkrir stokkið á vagninn.“ Í Týrol hafa þeir leikið sér á snjóbrettum og skíðum á milli þess sem þeir slaka á í nuddi. „Við erum búnir að taka frá nuddarann frá klukkan 17 til 19 á hótelinu þannig að þegar við komum úr brekkunni erum við með hann bara fyrir okkur. Aðrir gestir eru ekki mjög ánægðir en svona er þetta bara þegar maður er orðinn VIP-gestur og er að heimsækja hótelið fimmta árið í röð,“ segir Jón Atli hress. Tveir skíðamenn eru í hópnum, þar á meðal Daníel Ágúst sem er með glæsilegan stíl að mati Jóns Atla. „Hann er mjög flottur. Hann er líka alltaf upp strílaður í fjallinu, í vesti og skyrtu undir gallanum. Hann er mjög áferðar- fallegur í fjallinu.“ Strákarnir fjármagna ferðina með spilamennsku á nokkrum klúbbum. Áður en þeir flugu til Austurríkis spiluðu þeir í Svíþjóð og í Berlín og lokagiggið verður í borginni Innsbruck í Týrol í kvöld. Eftir það er förinni heitið heim á leið eftir tíu daga ævintýraferð. Hafið þið ekkert verið að spila á hótelinu ykkar? „Nei, en við kíktum aðeins á klúbbinn á hótelinu í gær [fyrrakvöld]. Þetta er skemmti- legur klúbbur en við erum í rauninni að njóta þess að vera ekki að spila á meðan við erum hérna. Við hlustum bara á týrólska teknóið sem er í boði.“ freyr@frettabladid.is JÓN ATLI HELGASON: DANÍEL ÁGÚST ER ÁFERÐARFALLEGUR Í FJALLINU Hlusta á týrólskt teknó á skíðahóteli í Austurríki GAMAN Í AUSTURRÍKI Plötusnúðurinn Margeir vígalegur í brekkunni á Stubaier-jöklinum. Hann, Jón Atli, Daníel Ágúst, Högni Egilsson og félagar hafa skemmt sér vel í Austurríki að undan- förnu. „Ég er svo mikið kamelljón og þetta verður bara ævintýri sem ég hlakka til að upplifa,“ segir Pattra Sriyanonge, tískubloggari og leikkona, sem er þessa dagana í óða önn að undirbúa flutning frá Gautaborg til smábæjarins Randers í Danmörku. Ástæðan fyrir flutningum Pöttru er sú að unnusti hennar, Theódór Elmar Bjarnason knattpyrnukappi, var á dögunum keyptur yfir til fótboltaliðs Randers frá IFK Gautaborg. Þau hafa búið þar frá árinu 2009 og hefur tískublogg Pöttru, pattrascloset.blogspot.com, verið vinsælt en þar deilir hún tískuáhuga sínum og daglegu lífi í Svíþjóð. Hún viðurkennir að hún felli eflaust nokkur tár þegar þau kveðja Svíþjóð í bili. „Það er mjög erfitt að kveðja Gautaborg enda skrýtið að flytja þaðan í smábæ á Jótlandi. Það fylgja þessu hins vegar margir kostir og er mjög jákvætt fyrir okkur bæði,“ segir Pattra sem hefur fengið ábendingar um leiklistar- skóla í Århus. „Ég ætla að skoða það betur og það væri snilld ef ég fengi tækifæri til að feta mig áfram á þeirri braut. Ég ætla líka að halda áfram að blogga á meðan fólk nennir að lesa.“ Þegar Fréttablaðið náði tali af Pöttru voru þau Theódór Elmar að keyra frá Randers til Gautaborgar til að pakka saman dótinu sínu. Hún segir þau vera búin að fá einbýlishús til afnota á besta stað í bænum. „Þetta er æðislegt hús sem mig hefði ekki grunað að ég mundi búa í fyrir 25 ára aldur. Það besta er að við búum alveg við hliðina á golfvelli og þar hlakka ég til að rifja upp Tiger Woods-taktana, ég er nefnilega ekki svo slæm í golfi þó ég segi sjálf frá.“ - áp Pattra rifjar upp golftaktana í Danmörku FÁ DRAUMAEINBÝLISHÚSIÐ Pattra Sriyanonge hlakkar til að koma sér fyrir í draumaeinbýlishúsinu sínu í Randers í Danmörku ásamt unnusta sínum Theódóri Elmar Bjarnasyni, knattspyrnukappa. „Það var rosalega gaman að gera þetta,“ segir Kastljósskonan Margrét Erla Maack. Hún klæddi sig upp sem ung- frú Svínka þegar hún sá Prúðu- leikarana í bíó fyrir skömmu. Með henni í för var vinur hennar sem var í gervi bjarnarins Fossa. Fleiri vinir þeirra ætluðu að koma með í búningum en heltust úr lestinni. „Þegar það kom í ljós að Prúðu- leikara myndin væri að koma urðum við bæði mjög spennt. Þá sögðum við meira í gríni en alvöru að við skyldum fara í búningum á myndina,“ segir Margrét Erla, sem fékk misjöfn viðbrögð þegar hún mætti í bíóið sem Svínka með gervinef á andlitinu. „Það voru krakkar í bíóinu sem fannst þetta ógeðslega fyndið en fullorðna fólkið átti mjög erfitt með þetta,“ segir hún. „Aðaltilgangurinn með þessu var að gleðja sjálfa mig en líka að gleðja einhverja aðra í leiðinni en fólk horfði á mig eins og ég væri skrítin.“ Margrét Erla hefur alla tíð verið mikill aðdáandi Prúðuleikaranna. „Já, þetta gengur í erfðir. Mamma og pabbi eru miklir Prúðuleikara- aðdáendur og þau fóru alltaf sérstaklega í heimsókn til ömmu og afa því þau áttu litasjónvarp,“ segir hún og hlær. Henni fannst myndin virkilega góð. „Hún stóð fyllilega undir væntingum. Það hefði verið leiðinlegt að vera í búningi ef myndin hefði verið léleg.“ Margrét hefur áður klætt sig upp ásamt vinum sínum fyrir bíó- sýningar, eða fyrir King´s Speech þar sem hún var klædd eins og hefðarfrú og fyrir Star Wars. „Þetta er ógeðslega gaman. Þetta gerir meira úr venjulegri bíó- ferð. Það er orðið svo dýrt í bíó að maður verður að búa til aðeins meiri athöfn í kringum þetta.“ - fb Umdeild sem ungfrú Svínka SEM SVÍNKA Margrét Erla í gervi Svínku á Prúðuleikaramyndinni. Hún fékk misjöfn viðbrögð við uppátækinu. Arnar Pétursson Aldur: 24 ára. Starf: Er að læra húsgagnasmíði, vinnur á Sushi- barnum og er gítar- leikari í Mammút. Foreldrar: Sigurlaug Lövdahl, starfsmaður Háskóla Íslands, og Pétur Jónasson, klassískur gítar- leikari. Hjúskaparstaða: Í sambandi. Búseta: Býr í miðbænum. Stjörnumerki: Steingeit. Arnar Pétursson hyggst vinna bug á meltingarsjúkdómi með hráfæði. Hvaða Spirulina ert þú að taka? Árangur fer eftir gæðum Lífrænt fjölvitamín fyrir allan aldur Spirulina inniheldur mikið af blaðgrænu og glyccogen. Blaðgræna eykur súrefnisflutning í blóðinu. Ef Spirulina er tekið inn fyrir æfingar eða annað álag gefur það aukið þrek, úthald og einbeitingu. Dregur úr pirringi, sleni og sætindaþörf, truflar ekki svefn. Góð vörn gegn kvefi og flensu Hreinsar líkamann af eiturefnum og geislun úr matvælum. Gæðastaðall ISO9001, ISO1401. 13 vítamín og 16 steinefni · 18 aminósýrur · Blaðgræna · Omega GLA fitusýrur · SOD eitt öflugasta andoxunarensím líkamans Eingöngu lífræn næringarefni tryggja betri upptöku og nýtingu í líkamanum. Fæst í apótekum, heilsubúðum, Krónunni, Hagkaup og Fríhöfninni Næring, orka og einbeiting Árangur strax! www.celsus.is Krassandi ævintýraleikrit í leikstjórn Sigga Sigurjóns MIÐASALA Á NETINU: LEIKFELAG.IS NETFANG: MIDASALA@LEIKFELAG.IS MIÐASÖLUSÍMI: 4 600 200 TRYGGÐU ÞÉR MIÐA STRAX FRAMLEITT AF LEIKFÉLAGI AKUREYRAR Í SAMSTARFI VIÐ BORGARLEIKHÚSIÐ Lau 4/2 kl.16 nýr sýningartími Lau 4/2 kl.19 UPPSELT Sun 5/2 kl.19 örfá sæti laus Fim 9/2 kl.19 UPPSELT Fös 10/2 kl.19 örfá sæti laus Lau 11/2 kl.16 nýr sýningartími Lau 11/2 kl.19 UPPSELT Sun 12/2 kl.19 örfá sæti laus Fim 16/2 kl.19 Fös 17/2 kl.19 UPPSELT Lau 18/2 kl.16 UPPSELT Lau 18/2 kl.19 örfá sæti laus Fim 23/2 kl.19 UPPSELT Fös 24/2 kl.19 örfá sæti laus Lau 25/2 kl.19 örfá sæti laus
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.