Fréttablaðið - 04.02.2012, Blaðsíða 32
4. febrúar 2012 LAUGARDAGUR32
...og flokkaðu það svo
Dragðu úr söfnun á rusli...
LÍF Í SÁTT OG SAMLYNDI VIÐ UMHVERFIÐ
1. 2. 3.
4. 5. 6.
Kauptu minna af óþarfa
Besta leiðin til þess að minnka hjá
sér ruslið er að kaupa minna af því.
Verslaðu inn af meðvitund. Það getur
hjálpað til við að hemja neysluna að
muna að þú gengur á auðlindir jarðar í
hvert sinn sem þú kaupir vöru.
7.
10. 11.
8. 9.
Bæði Íslenska gámafélagið og Gámaþjónustan bjóða
endurvinnslutunnur sem einfalda alla heimaflokkun til
muna. Mörg sveitarfélög hafa gert samninga við þau, en
ekki öll og gengið er misjafnlega langt í flokkuninni. Því
er afar misjafnt hversu langt á veg heimilin í landinu eru
komin í flokkun. Leiðbeiningarnar hér að ofanverðu miðast
við að endurvinnslutunnur séu ekki til staðar á heimilinu.
Veldu fjölnota
Hættu að nota einnota hluti á
borð við plast- eða pappaglös og
-diska, eldhúsþurrkur og plast-
og álfilmur. Taktu taupoka með
þér þegar þú ferð út í búð í
stað þess að kaupa plastpoka í
hvert sinn.
Vertu nýtinn
Nýttu það hráefni sem
þú kaupir betur. Komdu
til dæmis grænmeti sem er
að verða lélegt í frystinn og
notaðu það síðar í súpur eða
pottrétti. Notaðu glerkrukkur utan af sultum og
öðru sem geymsluílát í stað þess að henda þeim.
Spáðu í umbúðirnar
Umbúðir eru um 30 prósent af
heimilissorpi. Kauptu frekar stærri
pakkningar en minni og sniðgakktu
vörur með óþarflega umfangsmiklar
umbúðir. Þegar vörum er þannig
pakkað getur þú hvort sem er verið
viss um að vera að greiða fyrir
umbúðir á kostnað gæða.
Hafnaðu fjölpósti
Límdu límmiða á lúguna þína sem
sýnir að þú kærir þig ekki um fjöl-
póst og afpantaðu reikningsyfirlit
á pappír frá bankanum. Þú getur
nálgast allar þessar upplýsingar á
netinu.
Gefðu dótið þitt
Úrgangur eins er annars fjársjóður.
Settu gömul föt í söfnunargáma
Rauða krossins. Láttu húsgögn sem
þú ætlar að skipta út renna til Góða
hirðisins og láttu reyna á bland.
is ef þú vilt selja eitthvað sem þú
getur ekki ímyndað þér að neinn
vilji kaupa.
UMHVERFISVÆNIR LÍFSHÆTTIR:
Flokkun sorps
Þ
að er mér mjög eðli-
legt að flokka og mér
finnst það í rauninni
siðferðislega rétt
að gera það. Rusl-
ið hverfur ekki um
leið og það er farið í tunnuna,
það gufar ekki upp,“ segir Katrín
Georgsdóttir, umhverfis fræðingur
og mastersnemi í umhverfis- og
auðlindafræði. Á hennar heimili
er mestallt heimilis sorp flokkað
og þykir það lítið tiltökumál. „Við
erum langt frá því að vera fana-
tískir flokkarar. Ég nenni ekki
að standa í flóknum flokkunar-
aðgerðum, svo ég reyni frekar
að velja einfaldar umbúðir. Við
gerum þetta eins og allir meðal-
jónar gætu gert, hugsunarlaust og
án mikillar fyrirhafnar.“
Framtíðin verður grænni
Fjölskyldan flokka allt mögu legt,
svo sem pappír, plast af ýmsu
tagi, dósir og flöskur, gler krukkur
og niður suðu dósir. Þá fara þau
reglulega í gegnum fata skápana
sína og fara með föt sem þau eru
hætt að nota í söfnunargám á
vegum Rauða krossins, en þá er
að finna á öllum endurvinnslu-
stöðvum Sorpu. Ruslið sem þau
eru búin að flokka fara þau svo
með í Sorpu á tveggja til þriggja
vikna fresti.
Katrín sér fyrir sér að í
framtíðinni verði fólki umbunað
fyrir að flokka. „Það er ástæða
fyrir því að það eru tvö flokkunar-
fyrirtæki í landinu. Það er af
því rusl er verðmæti og þau fá
peninga fyrir þau.“
Foreldrar Katrínar eru öflugir
flokkarar svo hún er vön því að
hugsa á umhverfis vænum nótum.
Það var hins vegar eftir skipti-
nema dvöl í Hollandi, þegar hún
var sautján ára, sem hún fór að
hugsa um grænu málin fyrir
alvöru. „Þarna bjó ég hjá venju-
legu fólk, sem var með safn haug
og hænur úti í garði hjá sér og
fóru mikið um á hjólum. Í Hollandi
er allt flokkað, það eru ekki bara
furðu fuglar sem gera það.“
Sorphirða er neysla
Katrín bendir líka á að ef fleiri
myndu flokka þyrfti ekki að losa
sorptunnurnar eins oft, með til-
heyrandi kostnaði fyrir samfé-
lagið. „Í rauninni er sorphirða
neysla. Það sorglega er að þeir
sem eru fátækastir eru um leið
umhverfisvænastir, því þeir nýta
hráefni betur og kaupa minna.
Þeir þurfa svo að taka þátt í að
urða allt draslið frá hinum ríkari
sem henda mestu.“
ÞRIGGJA VIKNA BIRGÐIR Katrín Georgsdóttir og dætur hennar, þær Regína og
Mathilda, voru einmitt á leiðinni í Sorpu með birðir síðustu þriggja vikna
þegar ljósmyndarinn heimsótti þær á dögunum.
Siðferðisleg skylda að flokka
Umhverfisverkfræðingurinn Katrín Georgsdóttir hefur haft umhverfisvernd að leiðarljósi frá því á unglingsárum. Hún sagði
Hólmfríði Helgu Sigurðardóttir frá því hvernig hægt er að vera umhverfisvænn og flokka sorp, hugsunarlaust og án fyrirhafnar.
„Að urða óflokkað rusl er jafn fárán-
legt og að urða peninga. Sorp er
vara sem við sækjum til fólks og
seljum áfram. Þannig að fólk er
beinlínis að henda peningum ef
það flokkar ekki,“ segir Jón Þórir
Franzson, framkvæmdastjóri Íslenska
gámafélagsins, annars þeirra tveggja
fyrirtækja sem býður margvíslega
þjónustu á sviði flokkunar á sorpi.
Á annan tug sveitarfélaga kaupir
þjónustu af Íslenska gámafélaginu,
sem þýðir að íbúar þeirra flokka sitt
rusl, ýmist í tvo eða þrjá úrgangs-
flokka. Jón segir að 90 prósent íbúa
þeirra sveitarfélaga séu ánægð með
að fá tækifæri til að flokka, sam-
kvæmt athugunum fyrirtækisins.
Þar sem flokkað er í þrjá flokka
fer 66 prósent heimilissorpsins í
endurvinnslu. Þar sem flokkarnir
eru tveir er endurvinnsluhlutfallið á
milli 20 og 30 prósent. Í maí hefja
Kópavogur og Mosfellsbær flokkun,
þar sem öllum íbúum sveitar-
félaganna verður gert að flokka í tvo
flokka, almennt sorp annars vegar og
pappír og pappa hins vegar. „Þetta er
frábært skref. Þó skrefið sé ekki tekið
til fulls,“ segir Jón.
Í Reykjavík er enn ekki flokkað að
frumkvæði sveitarfélagsins. Þó er þar
talsverður hópur fólks sem gerir það
að sjálfsdáðum. Jón segir að gróft
áætlað borgi 6 til 8 þúsund heimili
á höfuðborgarsvæðinu fyrir endur-
vinnslutunnu af einhverju tagi, ýmist
frá Íslenska gámafélaginu, Gámaþjón-
ustunni eða sveitarfélaginu sjálfu.
Jón segir landsbyggðina bera
höfuð og herðar yfir höfuðborgar-
svæðið þegar kemur að sorphirðu.
Honum virðist íbúar landsbyggðar-
innar jafnframt hafa ólíkt hugarfar
til flokkunar en höfuðborgarbúa.
„Maður finnur að umhverfisvitundin
er meiri á landsbyggðinni. Kannski
er það nándin við sveitina sem gerir
það að verkum,“ segir hann. Hann
vonar að sveitarfélög höfðborgar-
svæðisins fari að frumkvæði lands-
byggðarinnar og skikki íbúa til flokk-
unar, enda sé það í þeirra valdi. „Ég
er löngu búinn að komast að því að
fólk sem flokkar er stolt af sjálfu sér
fyrir það. Pólitíkin er hrædd um að
þetta sé íþyngjandi fyrir fólk og það
vilji ekki taka þátt í þessu. En því er
öfugt farið. Fólk fagnar tækifærinu.“
6 TIL 8 ÞÚSUND HEIMILI BORGA FYRIR AÐ FLOKKA
Í FLOKKUNARSTÖÐINNI Jón Þórir
Franzson, framkvæmdastjóri Íslensku
gámaþjónustunnar, segir fólk henda
peningum með því að flokka ekki.
Pappír
Pappír sem fer í endurvinnslu er
sendur til Svíþjóðar, þar sem hann er
endurunninn í margvíslegar afurðir. Pappír
má skila í bláa grenndargáma, sem er að
finna í nálægð við flestöll heimili, eða á
um 80 stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Í
þá fara dagblöð, tímarit, auglýsingapóstur,
prentpappír, hreinar og tómar umbúðir
úr sléttum pappa, fernur, morgunkornspakkar,
eggjabakkar og pakkningar utan af matvælum.
Plastumbúðir
Plastumbúðir eru ýmist nýttar til
orkuvinnslu eða til endurnýtingar, bæði
hérlendis og erlendis. Plastumbúðir á
borð við sjampóbrúsa, tómatsósuflöskur,
plastpoka, ílát undan mjólkurdrykkjum,
jógúrtdósir og ílát undan hreinsiefnum
má skila í grænu grenndargámana
sem er að finna á 80 stöðum dreift um
höfuðborgarsvæðið.
Lífrænar matarleifar
Lífrænn úrgangur er 30 til 35
prósent af öllu heimilissorpi. Hægt
er að leigja tunnu undir hann, bæði
hjá Íslenska gámafélaginu og Gámaþjónustunni. Þeir
sem hafa aðstöðu til geta hins vegar komið sér upp
safnkassa utan dyra en þeir eru einfaldari í notkun en
margir halda. Í vel einangruðum safnkassa helst hitastig
nægilega hátt til þess að úrgangurinn breytist hratt og vel
í moltu, sem svo má nota sem jarðvegsbæti í garða og í
blómapotta.
Glerkrukkur, álpappír, kertavax...
Nú ertu næstum því fullkominn flokkari. En hvað
með glerkrukkurnar sem hrannast upp?
Eða lokin af þeim? Allan álpappírinn? Og
hvað gerir maður við kertavax? Allir þessir
hlutir og fjölmargir fleiri eiga sinn vísa
stað á endurvinnslustöðvum. Best er að
tileinka einum til tveimur dögum í mánuði
í Sorpuferð og dunda sér við að sortera í gáma. Þú
endar með að þurfa að fara út með almenna sorpið
einu sinni í viku í það mesta.
Drykkjarumbúðir
Fjórtán krónur fást fyrir
hverja plastflösku, glerflösku
eða áldós sem skilað er
til endurvinnslustöðva.
Skilagjaldskyldar drykkjar-
umbúðir, fyrir utan vínflöskur,
eru þær sem hafa innihaldið
vatn, með eða án kolsýru, eða vatnsblönduð efni til
drykkjar. Endurvinnslan selur úr landi um 700 tonn
af áli á ári og 1.800 tonn af plasti. Glerið er notað til
landfyllingar og við undirbyggingu vega ásamt fleiru.