Fréttablaðið - 04.02.2012, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 04.02.2012, Blaðsíða 38
heimili&hönnun2 NÝTT UNDIR SÓLINNI ● Forsíðumynd: Valgarður Gíslason tók mynd af Guð- rúnu Dís Emilsdóttur og dóttur hennar Aðalheiði Helgu á heimili þeirra í Kópavogi Útgáfufélag: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, s. 512 5000 Ritstjórar: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is Auglýsingar: Ívar Örn Hansen s. 512 5429 Útlitshönnuður: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is. heimili& hönnun  SÉRBLAÐ FRÉTTABLAÐSINS UM HÍBÝLI  febrúar 2012 Vekja athygli í Bandaríkjunum Arkitektahjónin Erla Dögg og Tryggvi hjá Minarc í Los Angeles hafa sett á markað umhverfisvæn og sjálfbær einingahús. SÍÐA 6 ÉG ER KERTASJÚK segir Guðrún Dís Emilsdóttir, Gunna Dís, dagskrárgerðarkona á Rás 2. BLS. 4 Flott tækifæri Stórfyrirtækin iittala og Artek eru meðal þeirra sem leita fanga á Íslandi á kaupstefnunni Design- Match á HönnunarMars. SÍÐA 2 Verð frá 64.990 Ryksugu vélmenni ● SIGGA HEIMIS Í STOKKHÓLMI Sigríður Heimisdóttir eða Sigga Heimis, mun sýna á húsgagnasýningunni í Stokk- hólmi sem fram fer nú í byrjun febrúar. Hún mun meðal annars sýna skápa sem hugs- aðir eru fyrir skó og eru framleiddir af Stál- smiðjunni. Sigga notast við gamla stansa sem hún kynntist meðan hún vann í Ofnasmiðj- unni fyrir margt löngu. Skáparnir eru litlir og poppað- ir upp með því að blanda saman mismunandi litum. Hún mun einnig sýna kolla en setan á þeim er í formi fisks. Einnig mun hún útbúa skurðarbretti og fleiri hluti í þeim anda. Sigga hefur nýflutt vinnustofu sína út á Granda. Hún opnar hana í dag að Grandagarði 19 við hliðina á Steinunni fatahönnuði, í slagtogi við Önnu Maríu ljósmyndara. ● HÖNNUNARMARS Á NÆSTUNNI HönnunarMars verður haldinn í fjórða sinn dagana 22. til 25. mars næstkomandi. Nú hefur verið opnað fyrir skráningu en frestur til að skrá viðburði rennur út mið- vikudaginn 15. febrúar. At- hygli er vakin á því að skrán- ingar þeirra sem ekki eru í fag- félögum Hönnunarmiðstöðvar verða teknar sérstaklega fyrir í stjórn HönnunarMars, sem áskil- ur sér rétt að hafna skráningun- um uppfylli þær ekki kröfur um þátttöku. Nánari upplýsingar á www.honnunarmidstod.is. ● VEGGFÓÐUR Á HEIMSMÆLIKVARÐA Þýski hönnuðurinn Lars Contzen kemur víða við í hönnun. Hann hannar allt frá teppum til húsgagna. Frægastur eru hann þó fyrir veggfóðurhönnun sína en hann hefur notið mikillar velgengni á því sviði og selt yfir 20 milljón fermetra af veggfóðri um allan heim. Nánari upplýsingar er að finna á www.larscontzen.de. Hönnunarmiðstöð Íslands og Nor- ræna húsið standa að kaupstefn- unni DesignMatch á Hönnunar- Mars en þar fá íslenskir hönnuðir tækifæri til að kynna hönnun sína fyrir framleiðendum og endur- seljendum á Norðurlöndum. Tvö finnsk stórfyrirtæki hafa boðað komu sína í ár, Artek, sem meðal annars framleiðir og selur húsgögn Alvars Aalto og iittala. Þá bættust sænska fyrirtækið DesignHouse Stockholm og danska fyrirtækið One Collection nýlega við. Christel Vaenerberg, hönnunar- stjóri ittala, segir það geta verið stökkpall fyrir feril hönnuða að ná samningum við ittala. „Vörur iittala eru seldar um allan heim og fyrirtækið rekur einnig sínar eigin verslanir. Þeir sem ná samningum um að hanna inn í vörulínu fyrirtækisins geta búist við gríðarlegri kynningu,“ segir Christel. Hún ítrekar þó að að baki hverjum samningi sé langt ferli en fyrstu skrefin séu að skoða og ræða hugmyndir hönnuðarins. „Við þurfum að kynnast þanka- gangi hvors annars. Þess vegna er mikilvægt að hönnuðir hugsi af hverju, hvernig og fyrir hvern þeir eru að kynna hugmynd,“ bætir hún við. Hún segir fyrirkomulag kaup- stefnunnar nýtt fyrir sér. „Ég veit ekkert á hverju ég á von en það er gott. Það þýðir að allt er mögulegt. Mér finnst hugmyndin mjög áhugaverð. Ég hef ekki komið til Íslands áður og þekki í raun betur til íslenskrar tónlistar en til íslenskrar hönnunar en ég hlakka til að eiga áhugaverðar samræður við íslenska hönnuði.“ Greipur Gíslason, verkefnastjóri hjá Hönnunarmiðstöð, segir það gríðarlegan feng að fá svo leiðandi fyrirtæki í skandinavíska hönn- unarheiminum á kaupstefnuna. „Það eru jafn- vel fleiri fyrir- tæki að bætast við,“ segir hann en vill ekki gefa meira upp. Hann segir HönnunarMarsinn vera að festa sig í sessi sem ein af áhuga- verðustu hönnunarhátíðum á Norð- urlöndunum og horft sé til Íslands úr öllum áttum. „Hönnunarmiðstöðin og Hönn- unarMarsinn eru ný verkefni og fólk dáist að því hvað er að ger- ast hérna,“ segir Greipur. „Við erum meðal annars í sam- starfi við World Design Capital Helsinki í ár og að hluta til er það ástæða þess að þessi finnsku stórfyrir- tæki koma. Hönn- unarMarsinn er að skapa sér sérstöðu og það sem vekur mesta athygli er að grasrótin er með, allir með opið og stuð í miðborginni. Fyrirtækin geta því alveg eins gert viðskiptasam- bönd við hönnuði sem þeir sjá úti í bæ,” segir Greipur. Hann segir von á blaðamönnum frá Ítalíu, Sví- þjóð, Finnlandi og Bandaríkjun- um og einnig sé Hönnunarmiðstöð með bloggara og ljósmyndara sem senda efni út í heim. „Það er mikilvægt fyrir íslenskt hönnunar- samfélag að gera vel og taka þátt.“ - rat iittala leitar fanga hér ● Stórfyritækin iittala og Artek eru meðal þeirra sem munu leita fanga á Íslandi á kaupstefnunni DesignMatch á HönnunarMars í ár. Til mikils er að vinna fyrir íslenska hönnuði. Kastehelmi eftir Oiva Toikka, hannað fyrir iittala árið 1964. Vörur iittala eru Íslendingum að góðu kunnar. Ultima Thule glösin eftir Tapio Wirkkala njóta enn vinsælda en þau voru hönnuð árið 1968. Greipur Gíslason verkefnastjóri Hönnunarmiðstöðvar segir mikinn feng fyrir íslenskt hönnunarsamfélag að fá stórfyritæki eins og iittala og Artek á kaupstefnuna DesignMatch á HönnunarMars. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.