Fréttablaðið - 04.02.2012, Blaðsíða 42
„Ég er að springa úr spenningi,“
segir hann. „Þetta verður ósvikin
fjölskylduskemmtun með stór-
kostlegum sjónhverfingum sem
hafa aldrei sést á Íslandi, þeirra
á meðal frægasta töfrabragð fyrr
og síðar,“ segir Einar Mikael og
mundar óhugnanlega sög sem
hann hyggst nota til að saga kven-
mannsbúk í fjóra búta.
„Það tekur á taugarnar ef hnífs-
blaðið fer ekki nógu hratt í gegn,
en þetta er teflonhúðað blað svo
sögunin ætti að taka fljótt af,“
útskýrir Einar Mikael, sem að
eigin sögn lifir fyrir töfrabrögð.
„Ég er Hogwarts-menntaður og
vinn nú að meistaragráðu í töfra-
fræðum við skólann,“ segir Einar
Mikael sem byrjaði þrettán ára að
fikta við töfrabrögð. „Það er erfitt
að losna undan galdrabakteríunni
ef hún bítur mann einu sinni. Ég
legg metnað í töfrabrögð á heims-
mælikvarða og þykir skemmtileg-
ast að koma áhorfendum á óvart.“
Einar Mikael segir töfrabrögð-
um best lýst sem tilfinningalegri
upplifun sem heilinn nær ekki
að tengja; þegar tíminn stöðvast
í nokkrar sekúndur og allt getur
gerst á meðan.
„Sjálfur trúi ég á galdra sem lítil
kraftaverk og get lofað að gestir
munu taka andköf af undrun vegna
upplifunar sinnar í kvöld.“
Einari til fulltingis eru meðal
annars sérræktaðar og sérþjálf-
aðar töfradúfur sem hann fékk
að velja sér við inngöngu í Hog-
warts-galdraskólann á milli
Oxford og Cambridge á Englandi.
„Víst var óraunverulegt að
stunda nám við Hogwarts. Áður
var skólinn ekki eins vinsæll og
nú eftir að myndirnar um Harry
Potter urðu til, en ég hefði viljað
sjá drenginn taka fleiri spila-
galdra. Harry stóð sig samt með
prýði, þótt bíómyndastússið hafi
tafið hann frá náminu,“ segir Einar
Mikael og er hvergi af baki dottinn
þegar kemur að góðgerðarmálum.
„Ég mun styrkja góð málefni
svo lengi sem þjóðin á um sárt
að binda og gera allt sem í mínu
valdi stendur til að bágstaddar
fjölskyldur geti lifað mannsæm-
andi lífi.“
Töfrasýning Einars Mikaels
hefst í Austurbæ klukkan 20.
Miðasala er við innganginn og á
midi.is. Sjá nánar á tofrabrogd.is.
thordis@frettabladid.is
Framhald af forsíðu
Einar Mikael með tvær af töfradúfunum sem hann fékk í Hogwarts. Á sýningunni í
kvöld ætlar hann meðal annars að saga kvenmannsbúk í fjóra parta.
Barnabókasetur – rannsóknasetur
um barnabókmenntir og lestur barna
verður stofnað við Háskólann á Akur-
eyri í dag en af því tilefni verður hald-
inn stofnfundur í Amtsbókasafninu
klukkan 12.
Viljayfirlýsing um stofnun Barnabóka-
setursins var undirrituð í HA á degi
íslenskrar tungu 16. nóvember síðast-
liðinn en þörfin fyrir barnabókaset-
ur sem einblínir á bóklestur og lestr-
armenningu barna hefur lengi verið
ljós. Ótal rannsóknir hafa sýnt minnk-
andi áhuga íslenskra barna og ung-
linga á bóklestri. „Áhugi barna á lestri
hefur víðar dregist saman en hér-
lendis en íslensk börn eru hins vegar
undir meðaltali og standa sig í kjöl-
farið verr í lesskilningi en börn í þeim
löndum sem við oftast berum okkur
saman við. Stofnendur setursins telja
mikilvægt að stunda rannsóknir á
þessu sviði. Þeir telja tímabært að
nýta þær rannsóknir sem gerðar hafa
verið til að fræða fólk og snúa vörn
í sókn,“ segir í tilkynningu. Markmið
setursins eru meðal annars að stunda
rannsóknir og fræðslu um barna-
bókmenntir og lestur á Íslandi og að
miðla þekkingu og upplýsingum um
barnabókmenntir
Að Barnabókasetrinu standa, auk
háskólans, Amtsbókasafnið og Minja-
safnið á Akureyri. Þá á Rithöfunda-
samband Íslands, Samtök barna- og
unglingabókahöfunda, IBBY, Félag
fagfólks á skólasöfnum og fleiri aðild
að setrinu. Samhliða stofnfundin-
um í dag opnar Katrín Jakobsdóttir,
mennta og menningarmálaráðherra,
sýninguna „Yndislestur æsku minnar“
sem er fyrsta verkefni setursins. Þar
sýnir þekkt fólk eftirlætisbarnabókina
sína og lýsir því hvers vegna hún er
minnisstæð.
Barnabókasetur
stofnað á Akureyri
Ótal rannsóknir hafa sýnt minnkandi
áhuga barna og unglinga á bókalestri.
Þótt gaman sé að lyfta sér upp í helgarfríinu er gott
að hafa hugfast að börnum þykir oft langbest að vera
heima um helgar, í rólegheitum og kærkomnum friði
frá stífri dagskrá hvunndagsins.
Hefur flú starfa› vi›
pípulagnir og vilt
ljúka námi í greininni?
th
or
ri@
12
og
3.
is
4
26
.0
40
fiá gæti raunfærnimat veri› fyrir flig
Raunfærnimat í pípulögnum mi›ar a› flví a› meta flekkingu og
færni sem vi›komandi b‡r yfir inn í skólakerfi›. A› loknu
raunfærnimati er markmi›i› a› flátttakendur fari í skóla og ljúki
sveinsprófi.
Inntökuskilyr›i í raunfærnimat eru 5 ára starfsaldur í greininni
og 25 ára lífaldur.
Áhugasömum er bent á a› hafa samband vi› I‹UNA fræ›slusetur
í síma 590-6400.
Nánari uppl‡singar er a› finna á: www.idan/radgjof.is.
Einnig er hægt a› senda tölvupóst á netfangi› radgjof@idan.is
Veri› er a› vinna samskonar verkefni í húsasmí›i, blikksmí›i,
rennismí›i, stálsmí›i og vélvirkjun.
Allur fatnaður á 2.990 kr.
Skart á 40% afslætti.
• Mikið úrval af peysum
• Fatnaður, mikið á eldri konur stærðir
small-3xl.
• Klútar, slæður 500-1000 kr.
• Hárskraut, buddur og ýmislegt
smádót
• Leggings 1990 kr.
• 1500 kr. slá
Laugardaginn 4. febrúar
milli kl 13-17
Lyngháls 10.
v/hliðina á Heiðrúnu ÁTVR.
(þýsk-íslenska húsinu)
LAGERBOMA
Tösku og hanskabúðin Skólavörðustíg 7 101 Reykjavík Sími 551 5814 www.th.is
AFSLÁTTUR AF ÖLLUM FERÐATÖSKUM Á 2 HJÓLUM
20%
FERÐATÖSKUDAGAR
í 3 daga
frá fimmtudegi
til laugardags
Sölufulltrúar:
Jóna María
jmh@365.is 512 5473
Brynja Dan
brynjadan@365.is 512 5465
Snorri
snorris@365.is 512 5457