Fréttablaðið - 04.02.2012, Blaðsíða 50
4. febrúar 2012 LAUGARDAGUR6
SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700
www.hagvangur.is
Móttaka og símavarsla
Nánari upplýsingar:
Inga Steinunn Arnardóttir
inga@hagvangur.is
Umsóknarfrestur er til og
með 12. febrúar nk.
Umsóknir óskast fylltar út á
www.hagvangur.is.
Vörður leitar að öflugum einstaklingi til að vinna í hópi metnaðarfullra starfsmanna.
Starfið er í senn fjölbreytt og krefjandi.
Starfssvið:
• Móttaka viðskiptavina
• Símavarsla
• Móttaka og flokkun á pósti
• Innkaup á ritföngum
• Önnur tilfallandi verkefni
Hæfniskröfur:
• Grunnmenntun
• Reynsla af sambærilegu starfi
• Lipurð og hæfni í samskiptum
• Hlýlegt viðmót og þjónustulund
• Góð kunnátta í íslensku og ensku
Vörður tryggingar hf. er alhliða vátryggingafélag í meirihlutaeigu BankNordic. Félagið hefur vaxið hratt
á undanförnum árum og í dag starfa yfir 60 manns hjá félaginu. Vörður er áhugaverður vinnustaður fyrir
fólk sem vill taka þátt í frekari uppbyggingu og vexti félagsins á komandi árum. Allar nánari upplýsingar
um félagið má nálgast á www.vordur.is
SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700
www.hagvangur.is
Búseta á Austurlandi er skilyrði.
Upplýsingar veitir:
Rannveig J. Haraldsdóttir
rannveig@hagvangur.is
Umsóknarfrestur er til og
með 26. febrúar nk.
Umsóknir óskast fylltar út
á www.hagvangur.is.
Framkvæmdastjóri nýrrar stoð- og
þekkingarstofnunar á Austurlandi
Verkefnisstjórn um sameiningu stoðstofnana á Austurlandi óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra
frá og með 1. apríl til starfa í nýrri sjálfseignarstofnun. Leitað er að drífandi einstaklingi sem býr
yfir skipulagshæfileikum og hefur mikla samskiptahæfni. Um er að ræða afar fjölbreytt starf sem
byggir á samstarfi og samskiptum við sveitarfélög, þekkingarstofnanir, fyrirtæki, ríkisstofnanir,
ráðuneyti, alþingi og aðra þá sem til stofnunarinnar leita.
Starfssvið:
• Ábyrgð á rekstri og starfsemi
• Ábyrgð á framkvæmd fjárhagsáætlunar
• Fulltrúi stofnunar í umboði stjórnar
• Ráðgjöf við sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila
• Verkefnaþróun og tengslamyndun
Hæfniskröfur:
• Háskólamenntun sem nýtist í starfi
• Reynsla af rekstri, stjórnun og mannahaldi
• Góð samskiptahæfni og samningstækni
• Opin og skapandi hugsun
Sameinuð sjálfseignarstofnun er stofnuð á grunni Þekkingarnets Austurlands, Þróunarfélags
Austurlands, Markaðsstofu Austurlands og Menningarráðs Austurlands og annast daglegan rekstur
Sambands sveitarfélaga á Austurlandi. Stofnunin verður með fimm starfsstöðvar á Austurlandi og yfir
20 starfsmenn. Nánari upplýsingar á www.austur.is.
Tilgangur stofnunarinnar er að vinna að hagsmunamálum íbúa, sveitarfélaga, stofnana og fyrirtækja
á Austurlandi og veita samræmda og þverfaglega þjónustu tengda atvinnulífi, menntun og
menningu. Stofnunin verður í forsvari fyrir þróun atvinnulífs, samfélags, stjórnsýslu, háskólanáms,
símenntunar, rannsókna, þekkingar- og menningarstarfs á Austurlandi.
islandsstofa.is
Borgartún 35 | 105 Reykjavík
Veitir Ísland þér innblástur?
Við leitum að tveimur verkefnisstjórum.
Íslandsstofa óskar eftir að ráða tvo verkefnisstjóra sem hafa brennandi áhuga á markaðssókn og almanna-
tengslum og eru tilbúnir að takast á við fjölbreytt og krefjandi verkefni, s.s. Inspired by Iceland. Æskilegt er
að annar verkefnisstjórinn hafi innsýn í markaðssókn lista og skapandi greina.
Þekking og reynsla:
Háskólamenntun og að minnsta kosti þriggja
ára starfsreynsla.
Reynsla af verkefnisstjórn, almannatengslum og
markaðssetningu í alþjóðlegu umhverfi er skilyrði.
Mikil þekking á vefmálum og hagnýtingu
samfélagsmiðla.
Framúrskarandi samskipta- og skipulags-
hæfileikar.
Framúrskarandi færni í ensku – önnur
tungumál eru mikill kostur.
Hlutverk Íslandsstofu er að efla
ímynd og orðspor Íslands, styrkja
samkeppnisstöðu íslensks
atvinnulífs á erlendum mörkuðum
og laða erlenda ferðamenn og
fjárfestingu til landsins. Jafnframt
veitir Íslandsstofa fyrirtækjum
faglega aðstoð við sölu á vörum,
þjónustu og þekkingu erlendis
og styður við kynningu á íslenskri
menningu ytra.
Upplýsingar veitir:
Rannveig Haraldsdóttir, rannveig@hagvangur.is
Umsóknarfrestur er til og með 19. febrúar nk.
Umsóknir eru fylltar út á www.hagvangur.is