Fréttablaðið - 04.02.2012, Blaðsíða 2
4. febrúar 2012 LAUGARDAGUR2
Hilmar, voru þeir í A-ha upp-
teknir?
„Það er verið að ræða við þá fyrir
norsku útgáfuna.“
Suður-kóreska stjarnan Haha hefur verið
fengin til að syngja sérstakt kynningarlag
um kvikmyndina Hetjur Valhallar: Þór
fyrir frumsýninguna þar í landi. Hilmar
Sigurðsson er framkvæmdastjóri CAOZ,
sem framleiðir myndina.
LÖGREGLUMÁL Rúmlega tvítugur
maður var í gær úr skurðaður í
gæslu varðhald til 10. febrúar,
grunaður um að hafa veitt manni
um fertugt lífs hættu lega áverka
með hníf í Kópa vogi í fyrrinótt.
Lögregla var kvödd að fjölbýlis-
húsi í Engihjalla á fjórða tímanum
aðfara nótt föstudags eftir að
tilkynning barst um alvar lega
líkams árás.
Þegar hún kom á staðinn fann
hún blóðugan mann, sem var með
stungusár bæði á síðu og kvið.
Skammt hjá var grunaður árásar-
maður ásamt konu á svipuðu reki og
voru þau bæði handtekin.
Lagt var hald á tvo hnífa, annan
innandyra og hinn í bíl í grennd-
inni. Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins rannsakar lögreglan
þjófnað á bílnum í tengslum við
málið.
Maðurinn særðist illa af at-
lögunni en var úr lífshættu um
hádegisbil í gær. Honum var þó
haldið undir eftirliti lækna á gjör-
gæsludeild Landspítalans.
Konunni var sleppt úr haldi að
loknum yfirheyrslum en maðurinn
var færður fyrir dómara í Héraðs-
dómi Reykjaness á fimmta tímanum
og úrskurðaður í gæsluvarðhald.
Hann, líkt og konan, hafa komið við
sögu lögreglu vegna fíkniefnabrota.
Þá mun lögregla sömuleiðis kannast
við brotaþolann. - sh
Talinn hafa veitt manni um fertugt lífshættulega áverka í Engihjalla:
Í gæsluvarðhald vegna hnífsstungu
LEIDDUR FYRIR DÓMARA Lögregla lagði fram kröfu um gæsluvarðhald á hendur
meintum árásarmanni í gær í þágu rannsóknar málsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
NÁTTÚRA Uglur hafa hópast saman
og haldið til í Laugardalnum í
Reykjavík frá því um miðjan
janúar. Bæði hafa sést branduglur
og eyruglur, en suma daga hafa
margir fuglar af þessari sérstöku
tegund hópast saman á litlu svæði.
Hannes Þór Hafsteinsson,
náttúrufræðingur og starfs maður
Borgar garða, hefur um árabil
fylgst með fugla lífinu í dalnum,
með fram vinnu sinni. Hann hefur
aldrei séð neitt þessu líkt, enda
virðist um einstakt fyrir brigði að
ræða. „Við urðum fyrst varir við
uglurnar um miðjan janúar. Mest
höfum við séð átján uglur saman;
fimmtán eyruglur, tvær brand uglur
og síðan eina sem við náðum ekki
að greina,“ segir Hannes.
Uglurnar hafa fangað athygli
fugla áhugamanna sem vilja fylgjast
með þessum fallegu fuglum.
Hannes segir að síðan í
október hafi sést 40 eyruglur, en
samkvæmt hans upplýsingum
ber mjög mikið á þessari tegund í
Norður-Evrópu um þessar mundir.
„Ég hef starfað lengi í Laugar-
dalnum, síðan 2004, og hef aldrei
áður séð eyruglur hérna. Þetta er
eitthvað mjög sérstakt.“ - shá
Eyruglur og branduglur draga að fuglaáhugamenn og ljósmyndara:
Uglur hópast saman í Laugardal
BRANDUGLA Í LAUGARDALNUM
Undanfarið hafa sést fjölmargar uglur í
dalnum. MYND/STEFÁN FREYR MARGRÉTARSON
KÓPAVOGUR Fulltrúar Sjálf stæðis-
flokks, Lista Kópavogsbúa og
Framsóknarflokks, ætla að halda
áfram viðræðum um myndun nýs
meirihluta í bæjarstjórn Kópa-
vogs. Formlega var ákveðið í
fyrradag að hefja slíkar viðræður
og var fundað
um málið í
gær.„Ég veit
ekki með aðra
en mér finnst
ganga vel,“
sagði Ómar
Stefánsson, odd-
viti framsókn-
armanna í gær-
kvöld. Ómar
kvaðst vonast til
að viðræðunum lyki um helgina.
Ekki náðist í hina oddvitana
tvo, þau Ármann Kr. Ólafsson úr
Sjálfstæðisflokki og Rannveigu
Ásgeirsdóttur, bæjarfulltrúa Lista
Kópavogsbúa. - gar
Bæjarfulltrúar í Kópavogi:
Nýr meirihluti
á umræðustigi
ÓMAR
STEFÁNSSON
DANMÖRK Vindmyllur geta verið
hættulegar fuglum á flugi ef
marka má nýja rannsókn sem
gerð var í Þýskalandi.
Á vef dönsku fuglafræðisam-
takanna segir að hver vindmylla
á landi drepi um fjóra fugla á
ári, samkvæmt tíu ára rannsókn-
um í þýska ríkinu Brandenburg.
Þar sem þrjú þúsund
vindmyllur eru í Brandenburg
einu saman má því gera ráð fyrir
að 12.530 fuglar drepist þar á
ári.
Margar þeirra fuglategunda
sem eru í hættu vegna þessa
eru í útrýmingarhættu, en þar á
meðal eru ernir og svölugleður
sem átta sig ekki á hættunni sem
felst í því að fljúga milli myl-
luspaðanna. - þj
Ný rannsókn á fugladauða:
Myllur drepa
þúsundir fugla
DAUÐAGILDRA Hver vindmylla á landi
drepur fjóra fugla á ári. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
GRUNARFJÖRÐUR „Ef bréfberar
fást ekki til starfa er það vís-
bending um að launakjör séu
ekki viðunandi,“ segir bæjarráð
Grundarfjarðar sem mótmælir
harðlega óviðunandi póstútburði
í bænum. Borið hafi á að póstur
hafi ekki verið borinn út og það
skýrt með skorti á bréfberum.
Íslandspóstur geti ekki borið
því fyrir sig að fólk fáist ekki til
starfa því í Grundarfirði sé fólk í
atvinnuleit.
„Íslandspóstur getur ekki hag-
rætt í rekstri sínum með því að
bjóða laun sem eru ekki sam-
keppnisfær og dregið með þeim
hætti úr tíðni póstdreifingar,“
segir bæjarráð og krefst þess að
fyrirtækið sinni póstdreifingu í
samræmi við lög og reglugerð.
- gar
Hnökrar á pósti í Grundarfirði:
Fá ekki fólk til
að bera út bréf
STJÓRNMÁL Níu þingmenn á
Alþingi lögðu fram frumvarp í
gær um skattaívilnanir til þeirra
sem spara vegna húsnæðis-
öflunar. Frumvarpið er hugsað
til viðbótar öðrum opinberum
úrræðum sem auðvelda eiga
fólki að eignast húsnæði, til
dæmis vaxtabótakerfi og Íbú-
ðalánasjóði. Eygló Harðardóttir
úr Framsóknarflokki er fyrsti
flutnings maður frumvarpsins, en
að því standa þingmenn úr Fram-
sóknarflokki, Samfylkingu og VG
auk óháðra þingmanna. - jhh
Þingmannafrumvarp á Alþingi:
Spari fyrir íbúð
og fái frádrátt
Marijúana í Herjólfi
Fíkniefnahundurinn Luna fann 150 til
200 grömm af marijúana í farangurs-
geymslu bíls sem ökuréttindalaus
maður kom með til Vestmannaeyja í
Herjólfi gær. Maðurinn, sem er 22 ára
og var undir áhrifum fíkniefna, sagði
marijúanað til eigin nota.
LÖGREGLUFRÉTTIR
SPURNING DAGSINS
ÞINGMENN VG
HALDA OPNA FUNDI VÍÐSVEGAR
UM LANDIÐ Á NÆSTU DÖGUM
Laugardagur 4. febrúar
Hafnarfjörður, kl. 13
í Strandgötu 11
Kópavogur, kl. 13
í Kragakaffi Hamraborg
Reykjavík, kl. 16
í Iðnó
Mánudagur 6. febrúar
Húsavík, kl. 12
á Sölku
Ísafjörður, kl. 20
í Edinborgarhúsinu
Þriðjudagur 7. febrúar
Vestmannaeyjar, kl. 20
í Alþýðuhúsinu
Miðvikudagur 8. febrúar
Hornafjörður, kl. 12
í Nýheimum
Egilsstaðir, kl. 20
á Hótel Héraði
Komdu og taktu þátt í lifandi
stjórnmálaum ræðu með þingmönnum
Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. www.vg.is
SAMGÖNGUR „Umferðarmenningin
hefur breyst mjög mikið, og til hins
betra,“ segir Dagbjartur Sigur-
brandsson, sem um þessar mundir
lætur af störfum hjá Reykjavíkur-
borg eftir að hafa stýrt umferðar-
ljósum borgarinnar í 41 ár.
Þegar Dagbjartur hóf störf voru
umferðarljós á 16 gatnamótum í
Reykjavík. Sama ár tók hann þátt
í að gangsetja fyrstu hnappastýrðu
gangbrautarljósin, á Bústaða-
vegi við Grímsbæ. Rúmum fjöru-
tíu árum síðar eru umferðarljós
á 118 gatnamótum og 33 hnappa-
stýrð ljós, auk þess sem í kerfinu
hafa verið innleiddar margvíslegar
tækninýjungar. Þar á meðal hraða-
og umferðarljósamyndavélar.
Myndavélarnar segir Dagbjartur
einmitt hafa leikið lykilhlutverk í
að bæta umferðarmenninguna.
„Menn fá núna fjóra punkta í
ökuferilsskrá fyrir hvert brot. Svo
tökum við líka myndir af þeim
sem aka of hratt í gegn á grænu
ljósi,“ segir hann. „Ég hef oft verið
kallaður fyrir dóm í málum sem
þessum,“ segir hann og bætir við
að eftir að hann fékk í einu máli
tíma til að útskýra tæknina á bak
við myndatökuna fyrir dómaranum
hafi ekki tapast mál þar sem
hraða- eða ljósamynd sé notuð sem
sönnunargagn. Aðhaldið hafi því
leikið lykilhlutverk í að fá ökumenn
til að bæta aksturslag sitt.
Núna segir Dagbjartur þýsku
hraðamyndavélarnar sem í notkun
eru að verða úreltar. „Það er orðið
erfitt að fá í þær filmur. Við erum
því að leggja út í stafræna tækni.“
Nýjar myndavélar segir hann
ýmist tengdar miðlægu kerfi með
ljósleiðara eða 3G net.
Annars segist Dagbjartur ekki
DAGBJARTUR Í LJÓSASKIPTUM Ingi Ú. Magnússon gatnamálastjóri réð Dagbjart
Sigurbrandsson til starfa árið 1971 og setti sem skilyrði að hann mætti ekki hætta
fljótlega eftir ráðningu. Við það hefur Dagbjartur staðið. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Hefur stýrt umferðar-
ljósunum í yfir 40 ár
Dagbjartur Sigurbrandsson lætur brátt af störfum eftir að hafa stýrt umferðar-
ljósunum í Reykjavík í 41 ár. Hann segir umferðarmenningu betri nú en í
byrjun áttunda áratugarins. Nær ekki að skila nýrri miðlægri stýringu ljósa.
Dagbjartur Sigurbrandsson, verkefnastjóri miðlægrar stýringar umferðarljósa,
er fæddur í Reykjavík árið 1946. Hann er giftur Guðfinnu Kjartansdóttur.
Þau eiga þrjú uppkomin börn og sex barnabörn. Hann hefur frá æsku
stundað íþróttir og hugar vel að heilsunni, hefur til að mynda hvorki reykt
né drukkið. „Ég vann hjá tollinum í Gullfossi í gamla daga, 14 ára gamall,“
segir Dagbjartur, þá yngstur til að fá ráðningu þar, „og ég lofaði einum yfir-
tollverði sem ég hjálpaði að smakka það alls ekki. Við það stóð ég.“ Í þá
daga segir Dagbjartur kerfið hafa verið þannig að hann hafi fengið sama toll
og aðrir, ginflösku, viskíflösku, 24 flöskur af bjór og tvö karton af sígarettum.
„Margir vildu kaupa og borguðu litla stráknum mikinn pening fyrir.“
Hefur verið reglumaður alla tíð
sjá eftir öðru nú við lok starfsins
en að hafa ekki fengið að sjá fyrir
endann á mið lægu stýri kerfi ljósa
sem nú hafi verið inn leitt til hálfs.
„Við ætluðum að vera búin að þessu
fyrir 2010 en hrunið setti strik í
þann reikning.“ Hann segist hins
vegar skilja sáttur við, enda búinn
að vera alveg nógu lengi að. Nú sé
kominn tími til að sinna hugðar-
efnum og fjölskyldunni, svo sem
barna börnunum sex. olikr@frettabladid.is