Fréttablaðið - 10.11.2012, Page 4

Fréttablaðið - 10.11.2012, Page 4
10. nóvember 2012 LAUGARDAGUR4 Kjörstjórn KFSV auglýsir eftir framboðum á framboðslista Framsóknarflokksins í suðvestur kjördæmi fyrir alþingiskosningar 2013. Þeir flokksmenn sem hafa hug á því að taka sæti á framboðslistum Framsóknarflokksins í kjördæminu fyrir alþingiskosningarnar 2013 skulu senda kjörnefnd skriflega kynningu þar sem frambjóðendur kynna sig og gera grein fyrir helstu baráttumálum auk þess að tilgreina hvaða sætum á lista sóst er eftir. Kynningunni skal fylgja ljósmynd. Sjá reglur á vef Framsóknar, www.framsokn.is Tilnefningar skulu sendar sem fyrst og fyrir kl. 12.00 þann 16. nóvember n.k. Mosfellsbær 9. nóvember 2012 Kjörstjórn KFSV Auglýsing vegna framboða í Suðvestur kjördæmi DÓMSTÓLAR Handknattleikssam- band Íslands (HSÍ) má skulda- jafna 12 milljóna kröfu á hendur þrotabúi Kaupþings banka vegna yfirdráttarskuldar við bankann. Samkvæmt úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur í gær telst krafa HSÍ almenn krafa og skuldajöfnun heimil. Slitastjórn Kaupþings viður- kenndi kröfu HSÍ að hluta, eða tvær milljónir af tólf. Tíu millj- ónir hafi hins vegar verið vilyrði fyrir gjöf og sem HSÍ gæti ekki krafist greiðslu á. Í dómsorði segir að með gjöf sé átt við einhliða örlætisgerning gefanda. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að Kaupþing hafi haft ávinning af samningi sem gerður var milli bankans og HSÍ árið 2006. Með honum hafi Kaupþingi getað tengt sig og starfsemi sína við HSÍ og íslenska landsliðið í handknattleik. - óká HSÍ hafði betur í málarekstri: Kaupþing hagn- aðist á samn- ingi við HSÍ BANDARÍKIN John Boehner, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Banda- ríkjaþings, segir að repúblikanar muni ekki lengur berjast gegn heilbrigðislöggjöfinni, sem Barack Obama fékk samþykkta á þingi. „Ég held að kosninga úrslitin hafi breytt þessu,“ segir Boehner, en útilokar þó ekki að repúblikanar reyni að ná fram breytingum á lögunum. Boehner segist einnig telja að repúblikanar reyni ekki lengur að koma í veg fyrir breytingar á innflytjendalöggjöf, sem Obama hefur reynt að ná í gegn. - gb Boehner boðar breytingar: Repúblikanar draga í land JOHN BOEHNER Leiðtogi repúblikana á þingi. NORDICPHOTOS/AFP VIÐSKIPTI Verslanakeðjan Iceland Foods Limited hefur keypt 37 pró- senta hluta í félaginu Ísland-Versl- un ehf. sem rekur matvörubúð í Kópavogi undir merkjum Iceland. Jóhannes Jónsson mun áfram eiga 63 prósent hlut í íslenska fyrirtæk- inu að því er segir í tilkynningu. Haft er eftir Malcolm Walker, aðaleiganda Iceland Foods, að hann sé afar ánægður með mikinn árangur Iceland á Íslandi. Ætlunin sé að stuðla að opnun minnst fjög- urra Iceland-verslana til viðbótar á Íslandi. Vísar Walker til langvar- andi vináttu sinnar við Jóhannes sem grunn að trú sinni á framtíð Iceland hérlendis. - gar Iceland kaupir á Íslandi: Minnst fjórar nýjar verslanir VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 20° 11° 11° 9° 12° 13° 8° 8° 24° 9° 18° 12° 24° 6° 13° 13° 7° Á MORGUN 3-12 m/s. MÁNUDAGUR 12-20 m/s SV-til, annars hægari. -3 -2 -1 -2 -7 0 0 -1 3 0 3 17 12 15 15 15 14 12 20 12 16 12 -2 -6 -5 -4 -3 4 4 2 -2 2 LÆGIR Í DAG Hvassviðri um allt land með morgn- inum í dag. Lægir að mestu síðdegis, síðast A-til. Snjó- koma N- og NA-til í dag en birtir til á morgun. Kólnar heldur í dag en hlýnar á mánudag þegar hann hvessir aftur, einkum SV- til. Úrkoma um allt land á mánudag. Snjólaug Ólafsdóttir veður- fréttamaður STJÓRNSÝSLA Rekstur hjúkrunar- heimilisins Eirar kann að kalla á lögreglurannsókn, að mati Björns Vals Gíslasonar, formanns fjárlaga- nefndar Alþingis. Hann hefur verið skipaður í samráðshóp sem mun fylgjast náið með samninga- viðræðum Eirar við kröfuhafa sína. Framkvæmdastjóri Eirar kom fyrir fjárlaganefndina í gær og skýrði stöðuna. Á fundinum var ákveðið að skipa samráðshópinn. Auk Björns sitja í honum full trúar velferðarráðuneytisins, sveitar- félaga og íbúa. „Þetta er tengslahópur sem á að halda upplýstum um gang mála á meðan reynt er að finna lausn á vandanum og hann mun þá væntan- lega, þegar sú lausn liggur fyrir, koma einhvern veginn að því á lokastigum til að verja sína hags- muni,“ segir Björn Valur, sem kveð- ur fremst á forgangslistanum að tryggja íbúum á heimilinu áfram- haldandi vist þar og umsamda þjón- ustu. „Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja hag þessa fólks til framtíðar,“ segir Björn Valur. „Það þýðir ekki að hvorki ríki eða einstaklingar tapi peningum á þessu. Það er fyrst og fremst hagur íbúanna að þeir fái að vera þarna áfram en það er ekki útséð með fjárhagslegu hliðina.“ Björn Valur segir fullt tilefni til að rannsaka gaumgæfilega hvernig félagið gat steypt sér í jafn hrika- legar skuldir og raun ber vitni og stefnt þannig fjárhag íbúa í hættu. „Ég lít þannig á að ef ég sel þér eitt- hvað og þú borgar fyrir það, en ég á það ekki, þá eru til ákveðin orð og hugtök yfir það. Það er það sem þarna hefur gerst.“ Er Björn Valur að segja að þetta séu svik? „Þetta lítur þannig út fyrir mér að þarna hafi verið stundaðar einhvers konar blekkingar, já,“svar- ar hann og kveður rannsóknar þörf. „Í kjölfarið ræðst hvert framhaldið verður, hvort það verður lögreglu- rannsókn eða eitthvað annað. En þarna var verið að selja eitthvað sem menn vissu að þeir áttu ekki. Það er augljóst þeim sem hafa skoð- að þetta. Það er hagur allra að þetta verði rannsakað, ekki síst þeirra sem búa þarna, og við munum veita þeim þann stuðning sem við teljum nauðsynlegan til þess, því að það þarf sömuleiðis að verja hag ríkis- ins og skattborgara.“ Ríkisendurskoðun segir í yfir- lýsingu í gær að samkvæmt lögum hafi hún átt að endurskoða reikn- inga vegna hjúkrunarþjónustu Eirar fyrir aldraða, enda borgi ríkið dag- gjöld fyrir þá þjónustu. „Endur- skoðunarumboðið tekur á hinn bóg- inn ekki til annarra þátta í starfsemi Eirar, svo sem umsýslu fasteigna. Engu máli skiptir þótt sú starf- semi sé á sömu kennitölu og rekstur hjúkrunarheimilisins,“ undirstrikar ríkisendurskoðun, sem kveðst ekki hafa gert athugsemdir við beiðnir Eirar um veðsetningar á árinu 2010 þar sem umræddar fjárfestingar hafi verið í þágu starfsemi Eirar eins og henni sé lýst í skipulagsskrá stofnunarinnar. - sh, gar Þingnefndarformaður telur brögð í tafli á Eir Menn voru að selja það sem þeir áttu ekki, segir formaður fjárlaganefndar um Eir og kallar á opinbera rannsókn. Ríkisendurskoðun segir aðeins hjúkrunar- þjónustu Eirar til endurskoðunar á sínu borði en ekki fasteignaumsýsluna. SKUGGI YFIR EIR Ekki víst að enginn tapi á Eir segir formaður fjárlaganefndar Alþingis. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Það er hagur allra að þetta verði rannsakað. BJÖRN VALUR GÍSLASON FORMAÐUR FJÁRLAGANEFNDAR ALÞINGIS FJÁRMÁL Skorað hefur verið á Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, að beita sér gegn því að nauðasamningar við kröfuhafa í þrotabú Kaupþings og Glitnis verði samþykktir. Fundað var með forsetanum í gær. Stærstu kröfuhafarnir í bú Kaup- þings og Glitnis eru vogunarsjóðir, sem keyptu kröfur í búin á slikk eftir fall bankanna, og vilja nú fá greitt úr búun- um allt laust fé, sem er yfir 700 millj- arðar, mest í erlendri mynt. Áhyggjur hóps fjármálafólks snúa öðru fremur að því að útgreiðsla á þessu fé grafi undan gjaldeyrisstöðu á viðkvæmum tímum, ekki síst þar sem opinberar skuldir Íslands, ríkis og sveitarfélaga, eru nú um 1.600 milljarðar króna. Til viðbótar komi síðan miklar skuldir fyrirtækja. Á næstu árum sé endurfjármögnunar- áhætta þjóðarbúsins mikil og aðgengi að erlendum gjaldeyri nauðsynlegt. Þá þykir einkennilegt að vogunarsjóðirnir geti fengið þessa peninga þrátt fyrir að hér séu gjaldeyrishöft. Í gærkvöldi var tilkynnt að ekki verði gengið frá nauðasamningum Glitnis í desember eins og stefnt var að. Þetta var gert í kjölfar ummæla seðlabanka- stjóra um nauðsynlegar forsendur þess að bankinn gefi samþykki fyrir nauða- samningum. Undanþágur sem ógna stöðugleika verða ekki samþykktar segir Seðlabanki, en hópur fólks hefur áhyggjur: Forsetinn beiti sér gegn nauðasamningum ÓLAFUR RAGNAR GRÍMSSON Í svari til Fréttablaðsins segir Seðlabankinn að engar undanþágur sem geti ógnað stöðugleika í gjald- eyrismálum, greiðslujafnaðar- málum eða fjármálastöðugleika verði veittar. Engar undanþágubeiðnir frá gjaldeyris höftunum hafa borist frá þrotabúunum, en þegar þær berast mun bankinn taka þann tíma sem þarf til þess að tryggja að gerð nauða- samnings sé í samræmi við markmið um stöðugleika í áðurgreindum mála- flokkum, segir bankinn. Ómögulegt sé að segja nákvæmlega hvaða tíma þessi vinna tekur. - mh / þjs / þeb Jólaskraut fyrir 35 milljónir Borgarráð Reykjavíkur hefur samþykkt 35 milljóna króna aukafjárveitingu til umhverfis- og skipulagssviðs vegna jólaskreytinga og viðburðahalds tengdu komandi jólahátíð. REYKJAVÍKURBORG Harma niðurstöðu réttarins Framkvæmdastjóri Sólheima harmar dóm Hæstaréttar, sem hefur komist að þeirri niðurstöðu að ríkið hafi mátt skerða fjárveitingu til Sólheima árið 2009. „Það er verulegt áhyggjuefni að velferðarráðuneytið og aðrir opinberir aðilar geti mismunað þjónustuveit- endum,“ segir Guðmundur Ármann framkvæmdastjóri. DÓMSMÁL GENGIÐ 09.11.2012 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 227,0773 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 128,39 129,01 204,77 205,77 163,24 164,16 21,883 22,011 22,372 22,504 19,074 19,186 1,6195 1,6289 196,05 197,21 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.