Fréttablaðið - 10.11.2012, Síða 8

Fréttablaðið - 10.11.2012, Síða 8
10. nóvember 2012 LAUGARDAGUR8 HVER GLEYPIR MÚS ANNAN HVERN SUNNUDAG? RANDALÍN OG MUNDI EFTIR ÞÓRDÍSI GÍSLADÓTTUR Er leyfilegt að rífa skemmtilegar bækur? Hvernig kemst maður í kynni við dáleiðanda? Þessi bráðfyndna og fjöruga saga er fyrsta barnabók verðlaunahöfundarins Þórdísar Gísladóttur. Þórarinn M. Baldursson myndskreytti. 1. SÆTI!METSÖLULISTI EYMUNDSSONBARNA-OG UNGLINGABÆKUR31.10.-06.11.12 Þriggja kvölda námskeið um Evrópumál út frá sjónarhóli Íslands. Fyrir alla sem hafa áhuga á Evrópumálum og þjóðmálum almennt. Engrar sérþekkingar er krafist. Staðnámskeið hefst 14. nóvember – skráningarfrestur til 6. nóvember Fjarnámskeið hefst 26. nóvember – skráningarfrestur til 16. nóvember Námskeiðsgjald aðeins 3000 krónur Nánari upplýsingar og skráning á endurmenntun.is eða í síma 525 4444 Ísland og Evrópa: Samband á tímamótum UPPLÝSINGATÆKNI „Android er í sömu stöðu og Windows var í hér áður fyrr,“ segir Rik Ferguson, yfir- maður þróunar, rannsókna og sam- skipta hjá tölvuöryggisfyrirtækinu TrendMicro í Evrópu. Þessi staða geri stýrikerfið, sem er það vinsæl- asta í heimi fyrir snjallsíma, spjald- tölvur og margvísleg önnur tæki, að helsta skotmarki tölvuglæpamanna. „Þeir sömu og áður stóðu fyrir árásum á tölvur sjá nú hagnaðar- von í að herja á snjallsíma. Hér eru engir aukvisar á ferð,“ segir Fergu- son, sem hélt erindi á „föstudags- hugvekju“ Advania í gærmorgun. Óværan er svo af ýmsum toga. Sum forrit láta símann hringja eða senda skilaboð sem svo er rukkað hátt gjald fyrir, önnur stela gögn- um og svo eru forrit sem láta sím- ann „smella“ á auglýsingatengla þar sem eigendur þeirra fá greitt fyrir hvern smell. Á ráðstefnunni sýndi Fergu- son líka hvernig fjarstýra mátti Android-farsíma sýktum af óværu og fylgjast með símtölum og SMS- sendingum, auk þess að láta hann taka upp það sem gerðist í kringum hann, allt án þess að notandinn yrði þess var. Helstu vörnina segir Ferguson að halda vöku sinni. Símar sýkist helst af óværu sem laumað er með öðrum hugbúnaði eða leikjum. Þá átti sig margir ekki á því að símar geti sýkst af því einu að smella á flýti- vísun í tölvupósti eða SMS-skila- boðum. Þeir sem óttast sérstaklega að vera skotmörk óvandaðra tölvu- glæpamanna ættu svo líka að velja símtæki með öruggara stýrikerfi en Android, segir Ferguson. Tölvu- ógnir fyrir farsíma séu hins vegar veruleiki sem bregðast verði við. olikr@frettabladid.is Android í skotlínunni Tölvuglæpamenn, sem áður einbeittu sér að því að brjótast inn í tölvur, herja í auknum mæli á snjallsíma og smátölvur. Android er útbreiddasta stýrikerfið og þar af leiðandi helsta skotmarkið. Snjallsímanotendur þurfa að halda vöku sinni. Til að forðast snjallsímaóværu segir Rik Ferguson gott muna eftirfarandi: 1. Ekki sækja forrit frá öðrum en viðurkenndum hugbúnaðarveitum, t.d. Google App Store eða Amazon. 2. Grafist ávallt fyrir um búnaðinn áður en honum er hlaðið niður, orðspor framleiðandans og hvað aðrir notendur segja. 3. Lesið mjög vandlega lista yfir það sem hugbúnaðurinn vill fá heimild til að gera í símanum. Gullnu snjallsímareglurnar HJÁ ADVANIA Rik Ferguson hjá TrendMicro er í hljóm- sveit og æfir karate. Þá hefur hann ráðlagt ESB um netöryggi og unnið fyrir Interpol. SÝRLAND, AP „Það er engin borgara- styrjöld hjá okkur,“ segir Bashar al Assad Sýrlandsforseti í viðtali við rússneska sjónvarpsstöð. Hann segir stjórnarherinn eingöngu eiga í stríði við hryðjuverkamenn sem njóti stuðnings frá útlöndum. „Þetta er ný tegund af stríði,“ segir hann og heldur því fram að ýmist Sýrlendingar eða útlend- ingar stundi hryðjuverk í Sýrlandi fyrir hönd annarra landa. Til þess að ljúka stríðinu þurfi ekki annað en að önnur lönd hætti að senda uppreisnarmönnunum vopn: „Ég fullyrði að við getum klárað allt á nokkrum vikum.“ Leiðtogar Vesturlanda, Araba- bandalagsins og fleiri landa víða um heim hafa fordæmt hernað stjórnar Assads gegn uppreisnar- mönnum, og jafnframt lýst yfir mismiklum stuðningi við uppreisn- ina. Uppreisnarmenn skiptast hins vegar í ólíka hópa sem hafa átt í margvíslegum deilum innbyrðis. Leiðtogar helstu hópanna sitja hins vegar á fundi í Katar þar sem þeir reyna að koma sér saman um nán- ara samstarf. Átökin í landinu hafa kostað 36 þúsund manns lífið. Nokkur hundr- uð þúsunda hafa flúið land, flestir til Tyrklands, Jórdaníu, Egypta- lands, Íraks og Líbanon. - gb Assad forseti segir enga borgarastyrjöld í Sýrlandi: Sér bara hryðjuverk YFIRGEFUR ÍBÚÐ SÍNA Kona í Aleppo ber hluti úr íbúð sinni, sem eyðilagðist í loftárásum fyrr í vikunni. NORDICPHOTOS/AFP
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.