Fréttablaðið - 10.11.2012, Síða 10

Fréttablaðið - 10.11.2012, Síða 10
10. nóvember 2012 LAUGARDAGUR10 Félagsfundur verður haldinn þriðjudaginn 13. nóvember næstkomandi, kl. 17.00 á Stórhöfða 31, gengið inn Grafarvogsmeginn. MATVÍS félagar Hvað er klukkan þarna? e. Tsai Ming-Liang (2001) Nýr konfúsíanismi og umboð himinsins Oddi 101, þriðjudaginn 13. nóv. kl. 17 Pólitískir leiðtogar Kína hafa lagt aukna áherslu á endurmat konfúsísku hefðarinnar að undanförnu. Hvernig endurspeglast konfúsíska hugtakið „umboð himinsins“ (tianming) í stjórnmálum Kína nútímans? Bart Dessein er prófessor í kínverskum fræðum við Háskólann í Ghent. Erindið verður flutt á ensku. Konfúsíusarstofnunin Norðurljós kynnir fyrirlestur Bart Dessein Kvikmynd vikunnar: Gimli 102, mánudaginn 12. nóv. kl. 12:00-13:20 Námskeið í reikningsskilum IFRS 101 21. nóv. 16.500 kr. Nýir staðlar og breytingar 23. nóv. 16.500 kr. á stöðlum (IFRS Update) Fjármálagerningar – 27. nóv. 16.500 kr. helstu reglur IFRS Framsetning reikningsskila 29. nóv. 12.000 kr. samkvæmt IFRS Ársreikningalög 5. des. 16.500 kr. Hlutdeildaraðferð og 14. des. 16.500 kr. samstæðureikningsskil Námskeið í endurskoðun Fagleg dómgreind og 16. nóv. 16.500 kr. matsliðir í reikningsskilum Endurskoðun 101 20./22. nóv. 30.000 kr. (tveggja daga námskeið) Innra eftirlit og sviksemi 11. des. 16.500 kr. Kennarar eru sérfræðingar KPMG í reiknings skil um og endur skoðun. Námskeiðsgögn á ensku fylgja og veita námskeiðin löggiltum endur skoð end um endur mennt unar einingar hjá FLE. Skráning og allar nánari upplýsingar um einstök námskeið er að finna á kpmg.is Námskeið í reiknings skilum og endur skoðun Röð nám skeiða um alþjóðlega reikn ings skila staðla, lög nr. 3/2006 um ársreikninga og um endur skoð un. Námskeiðin eru öllum opin. kpmg.is Skattahækkanir milli 2008 og 2013* Bensíngjald Tóbaksgjald Erfðafjárskattur Veiðigjöld Kolefnisgjald og orkuskattur Bankaskattur og fjársýslusk. Vörugjöld á tiltekin matvæli Virðisaukaskattur Tryggingagjald Auðlegðarskattur Fjármagnstekjuskattur Tekjuskattur hlutafélaga Afnám sjómannaafsláttar Tekjuskattur einstaklinga 0,0 5,0 10,0 15,0 20,0 25,0 * Á verðlagi 2013 í milljörðum króna – þá má geta þess að olíu- gjald hefur lækkað um 1,1 milljarð. EFNAHAGSMÁL Samtök atvinnulífs- ins (SA) leggja til að skattar verði á næstu árum lækkaðir um sem nemur 2,5% af landsframleiðslu. Telja samtökin að þær breyting- ar sem gerðar hafa verið á skatt- kerfinu frá bankahruni hafi verið skaðlegar bæði skattstofnum og efnahagslífinu og að tímabært sé að vinda ofan af þeim. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu SA sem nefnist Skattstofnar atvinnu- lífsins – ræktun eða rányrkja? Skýrslan var kynnt á fundi í Hörpu í gær. „Skattamál eru eitt helst áhyggjuefni félagsmanna í Sam- tökum atvinnulífsins. Sífelldar breytingar á sköttum koma illa við fyrirtækin og kalla stöðugt fram viðbrögð,“ sagði Vilmundur Jósefsson, formaður SA, á fund- inum í gær og bætti við: „Ólíkt því sem stjórnvöld virðast trúa þá breyta skattar hegðun þeirra sem þá greiða. Skattstofnar breytast því og geta rýrnað ef óskynsamlega er að þeim stað- ið eða ef skattahækkanir verða óhóflegar.“ Fram kemur í skýrslu SA að skattar hafi frá árinu 2008 hækk- að um 87 milljarða króna á verð- lagi ársins 2013. Samsvarar það 4,5% af landsframleiðslu eða um 270 þúsundum króna á hvern landsmann á ársgrundvelli. Þá er í skýrslunni sett fram gagnrýni á ríkisstjórnina fyrir að hafa ekki virt samninga við atvinnulífið og forðast að hafa samráð við það vegna skattbreytinga. Í skýrslunni eru einnig kynnt- ar tillögur um breytingar á skatt- kerfinu. Telja SA tillögurnar til þess fallnar að bæta samkeppnis- hæfni atvinnulífsins og örva fjár- festingar, atvinnusköpun og þar með hagvöxt. Leggur SA til að skattar verði á næstu árum lækkaðir um 47 milljarða króna. Vonast SA þó Skattar lækki til að örva efnahagslífið Samtök atvinnulífsins kynntu í gær nýja skýrslu um skattamál. Telja samtökin að skattahækkanir síðustu ára hafi valdið efnahagslífinu skaða og leggja til að skattar verði á næstu árum lækkaðir um sem nemur 2,5% af landsframleiðslu. HEIMILD: SA Helstu tillögur Samtaka atvinnulífsins um breytingar á skattkerfinu eru eftirfarandi en alls leggur SA til að skattar verði lækkaðir um sem nemur 2,5% af landsframleiðslu á næstu árum: ■ Atvinnutryggingagjald lækki árið 2013 úr 2,45% í 1,7% og tryggingagjald í heild úr 7,79% í 7,04%. Lækkun tryggingagjalds haldi áfram eftir það eins og minnkandi atvinnuleysi gefur tilefni til. ■ Sú hækkun veiðigjalds sem Alþingi samþykkti í vor verði afnumin. ■ Tekjuskattur fyrirtækja verði lækkaður úr 20% í 15% eins og hann var til ársins 2009. ■ Fjármagnstekjuskattur verði lækkaður í áföngum úr 20% og aftur í 10%. ■ Vörugjöld verði afnumin með öllu og stimpilgjöld í áföngum. ■ Fallið frá flutningi gistiþjónustu úr lægra virðisaukaskattsþrepi í hærra þrepið. Þá verði lægra þrepið hækkað í áföngum næstu árin til að fjár- magna lækkun á hærra þrepinu og á vörugjöldum. ■ Skattaafsláttur vegna hlutabréfakaupa í nýsköpunarfyrirtækjum verði tekinn upp á ný. Tillögur Samtaka atvinnulífsins eftir því að verði tillögunum framfylgt stuðli þær að örari hagvexti og hafi þar með jákvæð áhrif á skattstofna. Þá vill SA mæta tekjutapi ríkissjóðs með endurbótum á vissum skatt- stofnum. magnusl@frettabladid.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.