Fréttablaðið - 10.11.2012, Side 16

Fréttablaðið - 10.11.2012, Side 16
16 10. nóvember 2012 LAUGARDAGUR Kynslóðin frá 30 til 45 ára á höfuðborgarsvæðinu – plús eða mínus örfá ár – er sjálf- hverfasta kynslóðin á Íslandi. Hún talar ekki um neitt annað en sjálfa sig. Þetta er kynslóðin sem sjálf sagði sig bera langt af öllum jafnöldrum sínum á Norðurlönd- unum. Þetta er kynslóðin sem hélt sig geta kennt öðrum þjóðum hvernig reka ætti banka. Þetta er kynslóðin sem ól af sér útrásar- víkingana, sem sögðust bera íslenska víkingablóðið í æðunum og „keyptu“ ýmis þekktustu vöru- merki Norður-Evrópu, vínræktar- héruð í Suður-Evrópu og turna í Macao, notaði gullduft sem útálát á steikurnar í Róm og ferðaðist um í einkaþotum og lystisnekkj- um – allt í skuld. Þetta er kyn- slóðin af hverri sextán þúsund einstaklingar voru komnir á van- skilaskrá fyrir hrun því þeir lifðu langt um efni fram. Þetta er kyn- slóðin sem tók lán í öðrum gjald- miðlum en hún hafði tekjur sínar í þrátt fyrir ítrekaðar viðvaranir og komst ekki að þeirri niðurstöðu að það væri ólöglegt fyrr en hún fór að tapa á því. Þetta er kyn- slóðin sem segir að fall íslensku krónunnar sé „forsendubrestur“ – þó íslenska krónan hafi fátt annað gert alla sína hundstíð en að falla. Þetta er kynslóðin sem krefst þess að hagur almennings verði bættur á kostnað almennings (les: minn hagur bættur á kostnað annarra). Þetta er kynslóðin sem sér ekkert annað en sjálfa sig. Þetta er kyn- slóðin sem ræður umfjölluninni í íslenskum fjölmiðlum. Þessi kynslóð sér ekkert frétt- næmt í því að hópur gamalmenna hafi tapað aleigu sinni við að reyna að tryggja sér verndarskjól í ellinni með viðskiptum sínum við Eir. Það telur þessi kynslóð varla fréttnæmt – enda varðar það ekki hana. Þessi kynslóð telur það vart umræðuvert þó gamlir menn og konur hafi tapað aleigu sinni fyrir þær sakir að láta til- leiðast fyrir eindregin tilmæli einstaklinga þessarar sömu kyn- slóðar til þess að setja ævisparn- að sinn í áhættusjóði ævintýra- manna af sjálfhverfu kynslóðinni, sem síðan töpuðu hverri einustu krónu af ævitekjum gamla fólks- ins – nema þeim sem þeir komu undan í skattaskjól fyrir sjálfa sig. Þessi sjálfhverfa kynslóð sér ekki heldur neitt umræðu- vert í því, þó íbúar allra Raufar- hafna þessa lands gangi slyppir og snauðir frá hús eignum sínum sem í mörgum tilvikum kost- uðu þá miklu meira fé að byggja vegna hás flutnings kostnaðar aðfanga en sjálfhverfu kynslóð- ina á höfuðborgar svæðinu. Nei – það að krónan haldi áfram að falla eins og hún hefur svika- laust gert alla sína hundstíð kall- ar þessi kynslóð „forsendubrest“ en að undirstaða atvinnu í sjávar- plássunum fyrir austan, norðan og vestan sé flutt burt frá fólki vegna eiginhagsmuna örfárra manna telur sjálfhverfa kynslóðin ekki umræðuvert – hvað þá heldur „forsendubrest“. „Forsendubrest“ sjálfhverfu kynslóðarinnar er skylt að bæta – það er krafan – en stórfellt eigna- tap fólksins við sjávarsíðuna eftir að kvótinn var burtu seldur eða eignahrun gamla fólksins fyrir tilverknað hinna útrásarglöðu ein- staklinga sjálfhverfu kynslóðar- innar – um það er ástæðulaust að ræða. Það tekur því ekki. Þvert á móti er rétt að senda reikninga sjálfhverfu kynslóðarinnar þessu fólki til greiðslu. „Hvað ætlar þú að gera fyrir mig?“ Þetta er sú spurning, sem sjálfhverfa kynslóðin spyr nú alla frambjóðendur til komandi alþingiskosninga. Í mínum huga eru þetta einfaldlega atkvæði á uppboði. Skyldi gamla fólkið á Eir spyrja slíkra spurninga – nú eða íbúar Raufarhafna þessa lands? Nei – ég á ekki von á því. Sjálf- hverfa kynslóðin á sviðið. Sjálfhverfa kynslóðin á sviðið Undanfarið hefur einelti verið mikið í umræðunni, hvaða leiðir gegn einelti eru færar og hvert hlutverk okkar allra í sam- félaginu er í því að sporna við þessari samfélagsvá. Á vegum Reykjavíkurborgar eru starfræktar tvær unglinga- smiðjur, Tröð sem staðsett er í Breiðholti og Stígur sem er í mið- bænum. Smiðjurnar eru fyrir félagslega einangraða unglinga, sem eru vinafáir eða vina lausir og hafa margir hverjir upplifað einelti. Þessir unglingar koma oft inn með lélega sjálfsmynd, kvíða og erfiða reynslu á bakinu sem aftrar þeim frá því að njóta þess að vera í jafningjahópi, vera samþykktir af öðrum og eiga eðlilegt líf. Alls nýta 32 ungling- ar úrræðið í báðum unglinga- smiðjunum sem þjónusta alla Reykjavíkurborg. Þangað koma unglingar á aldrinum 13-16 ára og hver hópur fyrir sig mætir í fjölbreytt og markvisst kvöld- starf tvisvar í viku allan vetur- inn. Í smiðjunum er unnið með ein- staklingum í hópastarfi, þar sem félagshæfni, samskipti og sam- vinna er efld auk þess sem unnið er að því að bæta sjálfsmynd þeirra og byggja upp virðingu og traust innan hópsins. Þar stunda þau ýmsar tómstundir s.s. klifur, útivist og keilu og njóta samhliða því samvista hvert við annað. Starfsfólkið leggur mikinn metn- að í að hverjum og einum líði sem best í unglingasmiðjunum. Flestir sem þangað koma eiga það sammerkt að líða ekki nógu vel og er einelti oft stór ástæða þess. Að sjá einstakling fara að bera sig betur, vera með sýni- lega meira sjálfstraust og örugg- ari í samskiptum er afrakstur starfsins okkar. Auk þess dreg- ur það úr félagslegri einangr- un og eykur líkur á virkri þátt- töku unglinganna í samfélaginu í framtíðinni. Margir hverjir upp- lifa í fyrsta sinn í langan tíma jákvæð samskipti við jafnaldra og fá tækifæri til að stækka þæg- indaramma sinn og upplifa traust jafnaldra í öruggum félagahóp. Það er okkar einlæg ósk að við sem samfélag tökum höndum saman og segjum nei við einelti, þar sem hvert og eitt okkar er meðvitað um skaðsemi þess og áhrif á líf einstaklingsins. Það er réttur allra að eiga jafnan aðgang að samfélaginu og upplifa sig sem hluta af því. Því skorum við á foreldra og aðra sem starfa með ungu fólki að hlúa að því, ræða við það og eiga traust og jákvæð samskipti með það að markmiði að sýna gott fordæmi og um leið efla það samfélag sem við búum í. Áhugasömum er bent á að frekari upplýsingar um ung- lingasmiðjurnar er að finna á vef Reykjavíkurborgar, undir Þjón- ustumiðstöð Breiðholts. Unglingasmiðjur Fjármál Sighvatur Björgvinsson fv. ráðherra Samfélagsmál Heiða Ösp Kristjánsdóttir Belinda Karlsdóttir forstöðumenn unglingasmiðja Reykjavíkurborgar „Hvað ætlar þú að gera fyrir mig?“ Þetta er sú spurning, sem sjálfhverfa kynslóðin spyr nú alla frambjóðendur til komandi alþingis- kosninga. Í mínum huga eru þetta einfaldlega atkvæði á uppboði. Skyldi gamla fólkið á Eir spyrja slíkra spurn- inga – nú eða íbúar Raufarhafna þessa lands? Vöruúrvalið í 10-11 er frábært og þar finnurðu að sjálfsögðu uppáhalds Sómasamlokuna þína! Ljómandi góðar Sóma- samlokur! Fljótlegt og þægilegt
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.