Fréttablaðið - 10.11.2012, Síða 21

Fréttablaðið - 10.11.2012, Síða 21
LAUGARDAGUR 10. nóvember 2012 21 Ég heiti Joanna og ég er pólsk. Ég flutti til Íslands fyrir níu árum. Þegar ég kom hingað þurfti ég fyrst að læra íslensku og setja mig inn í íslenskt samfélag. Ég þurfti að afla mér upplýsinga um réttindi mín sem innflytjandi. Hvar, hve- nær og hvernig átti ég að nálgast slíkar upplýsingar? Það var oft erf- itt því ég talaði litla íslensku og ég vissi ekki hvert ég átti að leita. Oft mátti ég ganga á milli stofnana og fara erindisleysu því ég vissi ekki hvar þjónustuna var að finna. Þetta þekkja flestir sem hafa tekið sig upp og flust á milli landa. Fólk sem flytur til Reykjavíkur á að geta sótt allar upplýsingar á einn stað, hvort sem það kemur frá Pól- landi eða Dalvík. Góð upplýsinga- gjöf er frumforsenda þess að nýjum íbúum finnist þeir vera öruggir og vilji setjast að í borginni. Reykjavík er í fararbroddi sveitarfélaga þegar kemur að þjónustu við innflytjend- ur og heldur m.a. úti pólskum og enskum þjónustuvef. Á mannrétt- indaskrifstofu Reykjavíkurborgar er líka unnið mikilvægt starf í þjón- ustu við innflytjendur. En alltaf má bæta þjónustuna og þá þarf að taka tillit til þeirra sem nota hana því þeir vita best hvað má gera betur. Á Fjölmenningarþingi Reykja- víkur borgar sem nú er haldið í annað sinn er yfirskriftin „Tölum saman!“ Þingið er mikilvægur vett- vangur fyrir innflytjendur því þar gefst þeim tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri og ræða hvernig miðla megi betur upp- lýsingum til og á milli inn flytjenda. Enn fremur geta þingfulltrúar tekið þátt í að móta fjölmenningarstefnu til framtíðar og leggja sitt af mörk- um til að einfalda hlutina fyrir nýja íbúa og hjálpa þeim að aðlagast íslensku samfélagi. Mér finnst mikilvægt að við tölum saman, miðlum reynslu okkar og komum með ábendingar um það sem betur má fara. Þannig getum við hjálpast að og gert gagn í nýju samfélagi – öllum til hagsbóta. Tölum saman! Let‘s talk! Poroz- mawiajmy! Tölum saman! Let‘s talk! Porozmawiajmy! Málefni Hjúkrunarheimilis-ins Eirar hafa verið mikið til umfjöllunar síðustu daga. Í því sambandi ber að halda ákveðnum staðreyndum til haga. Í fyrsta lagi er rétt að undir- strika að rekstur Eirar er í dag tryggur, skilar jákvæðum niður- stöðum og vel að honum staðið. Í öðru lagi er sá vandi sem um hefur verið fjallað að undanförnu úr fortíðinni kominn á ábyrgð þeirra sem þá ráku heimilið. Á þeim málum hefur nú þegar verið tekið og gripið til viðeigandi ráð- stafana. Í þriðja lagi hefur Hjúkrunar- heimilið Eir verið að hluta til fjár- magnað með opinberum fjármun- um í gegnum framkvæmdasjóð aldraðra, með daggjöldum og með lánum frá Íbúðalánasjóði. Á fjár- lögum yfirstandandi árs er gert ráð fyrir útgjöldum til Eirar upp á u.þ.b. 1,5 milljarða króna. Fjárlaganefnd Alþingis ber skylda til að hafa eftirlit með fjár- málum ríkisins og mun sinna því hlutverki sínu varðandi málefni Eirar. Verst er þó sú staða sem fjöldi eldri borgara hefur verið settur í vegna fjárhagsstöðu Eirar. Þeir einstaklingar sem þar eiga í hlut eiga allan okkar stuðning. Það eru skýr skilaboð til þeirra frá fulltrú- um allra flokka í fjárlaganefnd, þvert á flokka, að þeirra hagsmunir verði tryggðir eins og mögulegt er að gera. Það er sömuleiðis nauðsyn- legt að undirstrika að séð verður til þess að Hjúkrunarheimilið Eir mun áfram hér eftir sem hingað til veita alla þá þjónustu sem veitt er í dag. Það er síðan brýnt að unnið verði hratt og vel að lausn fjár- hagsvanda Eirar í samstarfi allra hlutað eigandi aðila. Fjárlaganefnd Alþingis mun koma að þeirri vinnu eins og þörf er á hverju sinni. Staðreyndir um Eir Fjölmenning Joanna Marcinkowska innflytjandi Fjármál Björn Valur Gíslason formaður fjárlaganefndar Alþingis www.volkswagen.is Volkswagen Jetta Highline Komdu og reynsluaktu Volkswagen Jetta Fullkominn fjölskyldubíll Jetta Highline er ríkulega búinn staðalbúnaði á hagstæðu verði. Má þar meðal annars nefna 16” álfelgur, leðurklætt fjölrofa stýri, nálgunarvara í stuðurum, ESP stöðugleika- stýringu, þokuljós, hita í sætum, rafstýrða upphitaða spegla og margt fleira. Volkswagen Jetta Highline kostar aðeins frá 3.850.000 kr. Save the Children á Íslandi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.