Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.11.2012, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 10.11.2012, Qupperneq 26
10. nóvember 2012 LAUGARDAGUR26 Enn eru þúsundir heimila og fyrirtækja án rafmagns í New York, hálfri annarri viku eftir að fellibylurinn Sandy skall á. Starfsmenn rafveitunnar stefna að því að um helgina verði búið að koma rafmagni til allra á ný eftir hamfarirnar. Í New Jersey eru 250 þúsund heimili og fyrirtæki enn án rafmagns og nærri 200 þúsund á Long Island. Alls urðu meira en 5,5 milljónir heimila og fyrirtækja rafmagnslaus, þar af meira en milljón í New York. Yfir hundrað heimili urðu eldi að bráð og allar almenningssamgöngur lömuðust í borginni. Eldsneytisskortur hefur verið viðvarandi með löngum biðröðum við elds- neytisstöðvar, og hafa borgaryfirvöld í New York nú gripið til þess ráðs að takmarka eldsneytissölu, viku eftir að gripið var til sams konar skömmtunar- aðgerða í New Jersey. Hamfarirnar kostuðu meira en hundrað manns lífið, þar af að minnsta kosti 48 manns í New York. Þ etta er nú allt að kom- ast í þokkalega norm- alt horf, allavega hér á Manhattan,“ segir Erla Skúladóttir, íbúi í New York, spurð hvernig ástandið sé í borginni tíu dögum eftir að fárviðrið Sandy gekk þar yfir. „Hlutar af Staten Island, Queens og New Jersey eru þó enn án rafmagns og hita sem er náttúrulega alveg hræðilegt, sér- staklega eftir að lægð númer tvö gekk hér yfir í fyrradag með snjókomu og kulda. Snjórinn er sem betur fer mikið til farinn og svo á að hlýna um helgina þannig að þetta fer von- andi skánandi.“ Erla segir enn mikið starf unnið til að hjálpa þeim sem misstu heimili sín í storminum og brunanum í Queens, en það sem aðallega hrjái New York-búa þessa stundina sé bensínskortur. „Nú er svo komið að bensín er skammt- að þannig að fólk sem á bíla með númerum sem enda á oddatölum má bara kaupa bensín á oddatölu- dögum og sama gildir um eigendur bíla með númer sem enda á jafnri tölu, þeir fá bensín á dögum með jafnri tölu. Víða er orðið bensín- laust og sumar bensínstöðvar geta ekki pumpað vegna rafmagnsleys- is og hafa ekki getað síðan Sandy gekk yfir.“ Í hverju felst hjálparstarfið helst? „Það eru sjálfboðaliðar sem senda út boð og gangast fyrir söfn- un á fötum, mat og öðrum nauð- synjum fyrir þá sem misstu allt í storminum. Margar kirkjur hafa veitt húsnæði fyrir sjálfboðalið- ana til að flokka það sem safnast og koma því á rétta staði og eins eru safnaðarheimili og skólar notuð til að veita þeim húsaskjól sem þurfa.“ Erla segir þó töluverðan misbrest á því að upplýsingaflæðið sé nóg til að fólk viti hvert það geti snúið sér ef það vill rétta fram hjálpar- hönd. „Ég eyddi til dæmis allri síð- ustu helgi í að koma fötum og ýmsu smáræði sem mér fannst mest þörf fyrir til skila. Það var mjög erfitt að finna staðina þar sem tekið var á móti framlögum, sem mér finnst mjög skrítið á þessum tímum sam- félagsmiðlanna. En það tókst þó að lokum.“ Erla býr í vesturhluta Manhatt- an og segir þann borgarhluta nán- ast hafa sloppið við afleiðingar óveðurs ins. „Vesturhliðin, fyrir ofan 14. stræti, slapp eiginlega alveg. Við höfðum rafmagn, internet og sjón- varp allan tímann þannig að Sandy hafði ekki bein áhrif á okkar dag- lega líf. Við reyndum bara að hjálpa eins og við gátum og höfðum opið fyrir fólk sem átti ekki í nein hús að venda. Baðherbergið okkar var til dæmis opið fyrir gesti og gangandi sem þurftu að fara í sturtu og höfðu ekkert vatn. Auðvitað reynir maður að hjálpa eins mikið og maður getur. Ég er búin að búa hérna í 22 ár en hef aldrei upplifað svona veður. Maður heyrir oft um flóð þegar mikil óveður ganga yfir, sérstaklega í New Jersey, en ég hef aldrei séð svona ástand á Manhattan.“ Erla segir mikinn samhug meðal borgarbúa, allir séu boðnir og búnir að hjálpa, en þó sé aðeins farið að bera á því að fólk sé orðið pirrað á ástandinu. „Það er að byrja smá ólga, núna þegar mesta sjokkið er liðið hjá. Það blossar upp reiði og fólk spyr af hverju þessi fái hjálp en ekki það, af hverju öll Manhatt- an sé komin með rafmagn en ekki úthverfin og svo framvegis. En það er samt fyrst og fremst sam- hugurinn sem ríkir og nú er aftur að koma helgi þannig að nú brett- ir maður upp ermarnar og reynir að finna út hvar mest þörf er fyrir hjálp. Ég ætla að taka vel á því og fara og hjálpa til við að rýma hús og svoleiðis. Það allra minnsta sem maður getur gert er að gefa nokkra klukkutíma af lífi sínu þegar fólk þarf á hjálp að halda.“ Samhugur hjá íbúum New York Erla Skúladóttir hefur búið í New York í 22 ár en aldrei upplifað ástand eins og það sem fárviðrið Sandy olli þar í lok október. Hún sagði Friðriku Benónýsdóttur frá ástandinu í borginni, hjálpar- starfinu og samhuginum sem ríkir hjá íbúunum. EKKI Í FENEYJUM Neðarlega á Manhattan. Í fjarska er Woolworth-byggingin, sem var fyrsti skýjakljúfur sem byggður var á Manhattan. MANHATTAN Það flæddi inn í bílageymslur borgarbúa. MYNDIR/ERLA SKÚLADÓTTIR HJÁLPARHENDUR Allir reyndu að hjálpast að og gefa þeim að borða sem ekki höfðu tök á að búa til mat sjálfir sökum rafmagnsleysis. FRÍTT RAFMAGN Þetta var algeng sjón. Versl- anir buðu vegfarendum að nota rafmagn. FLÓÐ Neðri hluti Manhattan varð fyrir mestum skaða í þeim borgarhluta. QUEENS Staten Island, New Jersey og Queens urðu verst úti í fárviðrinu. ALLT Í GRÆNUM SJÓ Lower East Side. ERLA SKÚLADÓTTIR ■ LANGVINN ÁHRIF N O R D IC PH O TO S/G ETTY
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.