Fréttablaðið - 10.11.2012, Side 28

Fréttablaðið - 10.11.2012, Side 28
10. nóvember 2012 LAUGARDAGUR28 Skammt um liðið en samt svo langt Yfirlitsritið Ísland í aldanna rás 2001-2010 eftir Björn Þór Sigbjörnsson og Bergstein Sigurðsson er væntanlegt frá Forlaginu á næstunni. Þótt áratugarins sé líklegast helst minnst fyrir útrásina, uppganginn sem tengdist henni og alls- herjarhrun gerðist margt fleira á þessum árum. Fréttablaðið fékk að glugga í ritið og rifjar upp örfáa bautasteina tíðarandans frá ofanverðum áratugnum. Bloggheimar byrja að loga Sú var tíðin að samfélagsþátttaka og sjálfstjáning á netinu var ekki hluti af daglegu lífi meirihluta Íslendinga en á því varð breyting á fyrsta áratug aldarinnar þegar bloggið komi til skjalanna. Bloggs- ins var fyrst getið í á prenti á Íslandi í Morgunblaðinu í ágúst 2001 þegar blaðamaður ræddi við fjóra af þeim „tugum Íslendinga“ sem fengust við þessa nýstárlegu iðju, að blogga eða skrifa „vef- leiðara“ eins og það var líka kallað. Framhaldið þekkjum við. Áður en langt um leið voru þúsundir manna farnar að deila hugðarefn- um sínum á aragrúa bloggsíðna. Markaðsöflin reyndu vitaskuld að gera sér mat úr nýjabruminu. Fyrstir voru líklega bókaútgefend- ur. Fyrir jólin 2002 kom út bókin Vaknað í Brussel eftir bloggar- ann Elísabetu Ólafsdóttur – Betu rokk – sem útgefandinn auglýsti sem „fyrstu bloggbókina“ (þótt bókin væri að mestu byggð á tölvu- pósti). Bókin fékk blendnar viðtökur; margir kunnu ekki að meta slangurskotinn og óformlegan stílinn, sem ritstjóri bókarinnar kallaði „[f]yrsta afsprengi nýrr- ar textavitundar sem er að fæðast á blogg- síðunum á netinu“. Talsverð umræða um svonefndar bloggbók- menntir spunnust í kjölfarið um „blogg- bókmenntir“. Nektardansinn kveður Nektardansstaðir höfðu aldrei verið fleiri á Íslandi en í upphafi 21. aldar. Alls voru sjö strippstaðir á landinu vorið 2002, þar af fjórir í Reykjavík. Í maí 2002 bannaði borgarstjórn einkadans á nektardans stöðum borgarinnar með breytingu á lögreglusamþykkt. Ástæðan var að sögn borgar- stjórnar „sterkar vísbendingar“ um að vændi þrif- ist í skjóli einkadansins. Þrír af fjórum nektar- dansstöðum lögðu upp laupana í framhaldinu, allir nema Óðal við Austurstræti. Ásgeir Þór Davíðsson lokaði stað sínum Maxim‘s í Reykjavík og flutti starfsemina á Goldfinger í Kópavogi. Tekist var á um lögmæti bannsins fyrir dómstólum, sem úrskurðuðu á endanum borgaryfirvöldum í vil. Krúttin fæðast Hugtakið „krúttkynslóðin“ birtist fyrst í desemberhefti Mannlífs 2002. Hugtakið vísaði til menningarkima sem þá hafði sprottið fram og „minnir dálítið á Stubbana“ en þeir sem honum tilheyrðu áttu það flestir sameig- inlegt að fást við listsköpun eða að vinna í plötubúð- um eða á kaffihúsum. Hið dæmigerða krútt var inn- hverft náttúru barn sem talaði með barnslegri röddu, gekk helst í notuðum, snjáðum fötum, gjarnan með lopa- húfu, reykti vafðar sígarettur, hlustaði á tónlist sem var fallega einlæg og framúrstefnuleg og hélt til á Sirkus og Kaffibarnum þar sem allir voru „öðruvísi“. Helstu fulltrúar krúttanna voru hljómsveitir á borð við Sigur Rós og Múm. Tvíefldir femínistar Aukinn kraftur hljóp í kvenfrelsisbaráttuna í byrjun áratugar- ins, til dæmis með stofnun Femínistafélags Íslands í mars 2003. Félagið, sem hafði það að markmiði að „beita handafli“ til að knýja á um jafnrétti kynjanna á öllum sviðum, tók strax til óspilltra mál- anna og stóð fyrir viðburðum til að vekja athygli á málum á borð við kynbundið ofbeldi, vændi, launamun kynjanna, staðalímyndir, klámvæðingu og aðrar birtingarmyndir kynjamisréttis. Femínistar áttu (og eiga) sér ófáa gagnrýnendur, sem fannst þeir draga upp of dökka mynd af hlutskipti kvenna og vilja ganga of langt til að rétta hlut þeirra. Fá umræðuefni voru reyndar jafn líkleg til að vekja heiftúðlegar deilur á netinu og femínismi, sem sumir töldu einmitt til marks um að boðskapur femínista hefði hitt í mark og komið við kaunin á feðraveldinu. Áratugur krimmans Hin nýtilkomna íslenska glæpasaga var sú bókmenntategund sem bar höfuð og herðar yfir aðrar á áratugn- um sem leið, að minnsta kosti hvað vinsældir áhrærði. Íslenska glæpa- sagnabylgjan hófst um miðjan 10. áratuginn með Arnald Indriðason í fararbroddi. Vatnaskil urðu árið 2000 þegar Mýrin, fjórða bók hans, sló í gegn og seldist í fimm þúsund eintökum. Eftir það varð ekki aftur snúið, vinsældir Arnaldar stigmögn- uðust ár frá ári og brátt voru stak- ar bækur hans farnar að seljast í yfir 20 þúsund eintökum. Velgengni Arnaldar var ekki bundin við Ísland; árið 2001 fékk hann Gullrýtinginn, ein virtustu glæpasagnaverðlaun Bretlandseyja, og árið eftir Gler- lykilinn, norrænu glæpasagnaverð- launin. Fleiri krimmahöfundar létu að sér kveða og náðu nokkrum vin- sældum, til dæmis Árni Þórarins- son, Yrsa Sigurðardóttir og Ævar Örn Jósepsson. Sumum fagur kerum þótti að vísu nóg um uppgang og vægi glæpasögunnar á bókamark- aði og töldu slíkt „léttmeti“ vera á kostnað „alvöru bókmennta“. Aðrir blésu á það og sögðu ófá bókmennta- form fela í sér jafn beitta samfélags- rýni og glæpasöguna, sem væri kær- komin viðbót við bókaflóruna. Stjörnuleitin að Kalla Raunveruleikaþættir þóttu það heitasta í erlendri dag- skrárgerð í upphafi nýrrar aldar, þar sem þættir á borð við þrautakónginn Survivor og hæfileikakeppn- ina American Idol áttu sviðið. Þættirnir nutu mikilla vinsælda hér á landi. Árið 2003 tók Stöð 2 þá síðar- nefndu og lagði upp í leit að besta söngvara landsins í þættinum Idol stjörnuleit. Úrslitaþátturinn var hald- inn í Vetrargarðinum í Smáralind í janúar 2004. Þar sigraði Karl Bjarni Guðmundsson, 28 ára sjómaður úr Grindavík, með miklum yfirburðum. Velgengni hans í tónlistarbransanum reyndist þó endaslepp. Kalli Bjarni hafði áður glímt við vímuefnavanda og féll aftur í viðjar fíknarinnar. Hann hlaut tveggja ára fangelsisdóm fyrir tilraun til kókaínsmygls árið 2007. Lopapeysan slær í gegn Þótt ullin hafi haldið á þjóðinni hita um aldir alda var nokkuð um liðið síðan íslenska lopapeysan þótti beinlínis móðins. Á því varð breyting veturinn 2004 til 2005 þegar lopapeysan sló í gegn, einkum hjá ungu fólki. Þennan vetur stórjókst bæði sala á tilbúnum lopa- peysum sem og lopa, sem fólk prjónaði sjálft úr. Vinsælastar voru renndar peysur, með eða án hettu, hvítar í grunninn og með eða án bekkjar. Vinsældir lopapeysunnar fóru síst rénandi, með tilkomu fyrirtækja á borð við Farmers Market fór vegur hennar þvert á móti vaxandi og verðlagið sömuleiðis hækkandi. Smáralind opnuð Klukkan tíu mínútur yfir tíu að morgni 10. október 2001 hleyptu tvö börn úr Kópavogi, Smári Páll Svavarsson úr Smárahverfi og Linda Margrét Gunnarsdóttir úr Linda- hverfi, straumi á Smáralind, stærstu versl- unarmiðstöð landsins. Um 70 verslanir og þjónustufyrirtæki voru þar til húsa og þakti gólfflöturinn um 63 þúsund fermetra en alls kostaði framkvæmdin um tíu milljarða króna. Ytri hönnun hússins vakti nokkra athygli og kátínu gárunganna, sem þótti byggingin minna einna helst á risavaxinn getnaðarlim og sá brandari rataði meðal annars í áramótaskaupið það ár. Ljóst var af ræðuhöldum við opnun Smáralindar að menn gerðu sér glæstar vonir um framtíð Smáralindar og þýðingu hennar fyrir land og þjóð. „Frá og með þessum degi verður Smáralind yfirbyggður miðbær Íslands, spegill þjóðarinnar þar sem hún getur kom- ist í snertingu við sjálfa sig,“ sagði Pálmi Kristinsson, framkvæmdastjóri Smáralind- ar. Um þýðingu Smáralindar sem þjóðar- spegils skal ósagt látið, en að frátöldum árunum 2002, 2006 og 2007 var verslunar- miðstöðin rekin með tapi út áratuginn.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.