Fréttablaðið - 10.11.2012, Side 32

Fréttablaðið - 10.11.2012, Side 32
10. nóvember 2012 LAUGARDAGUR32 Nauðsynlegt er að huga að umhverfisvænni stefnu í fataiðnaði er niðurstaða skýrslu sem fjallar um vegferð vefnaðarvöru í þremur löndum, Danmörku, Finnlandi og Svíþjóð. UMHVERFISVÆNNI FRAMTÍÐ Silki, bómull og umhverfisvæn bómull eru efniviður í fatalínu H&M Conscious sem sýnd var á tískusýningu í Helsinki á dögunum þar sem norrænir hönnuðir sem hafa sjálfbærni og umhverfisvæna hönnun að leiðarljósi sýndu verk sín. MYND/NORDEN.ORG ● Helmingur af vefnaðarvöru sem neytendur kaupa endar sem rusl. Í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi er 145.000 tonnum af efnum hent á ári samkvæmt nýrri skýrslu sem gefin var út af Norræna ráðherraráðinu nýverið. Mest af þeim úrgangi er urðað. Á heima- síðu Sorpu kemur fram að árlega eru um þúsundir tonna af fötum og klæðum urðaðar hérlendis. ● Sífellt meira er keypt af ýmiss konar vefnaðarvöru, þar með talið fatnaði. Í Svíþjóð jókst framboðið um 40% á milli áranna 2000 og 2009. ● Hefðbundið er að gefa notuð föt til góðgerðarsamtaka sem finna fyrir þau not. Viðskipti með þau hafa hins vegar aukist, föt ganga kaupum og sölum á netinu, en upplýsingar um hversu umsvifa- mikil þau eru liggja ekki fyrir. ● Í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi hefur gengið illa að endurnýta efni í þeim tilgangi að búa eitthvað annað til úr þeim. Einungis 13% efna Finnlandi eru endurnýtt með þessum hætti, en nán- ast ekkert í Danmörku og Svíþjóð. Mikill kostnaður hefur staðið þessari endurvinnslu fyrir þrifum. ■ MIKIÐ AF EFNUM Á HAUGANA N orrænir fatahönnuðir tóku höndum saman fyrir nokkrum árum og stofnuðu Nor- rænu tísku samtökin, Nordic Fashion Association (NFA). Eitt megin- verkefni samtakanna hefur verið að nota samtakamátt landanna til þess að kynna norræna hönnun á alþjóð- legum vettvangi. Þar hefur áhersla verið lögð á umhverfisvæna tísku. Stefnan fékk byr undir báða vængi á nýafstöðnu þingi Norðurlandaráðs þar sem lögð var fram tillaga um nýja norræna tísku. Í henni felst að lögð verður áhersla á endurvinnslu fatnaðar og vefnaðarvöru, Norður- landaríkin vinni að því í samein- ingu að kynna norræna tísku og endurmenntun fyrir hönnuði og þá sem starfa við tísku verði stórefld. Í tillögu nefndar ráðsins kemur fram lýsing á gildum norrænnar tísku sem sögð eru vera: „Siðferði, lýðræði, einfaldleiki og hreinleiki,“ og því bætt við að aukin vitund um umhverfið eigi vel heima undir merkjum norrænnar tísku. „Með því að þróa þær hefðir og aðferð- ir sem fyrir eru á Norðurlöndum verða til tækifæri fyrir ný við- skiptamódel,“ var haft eftir Evu Kruuse, talsmanni NFA á tísku- sýningu sem haldin var í Helsinki í aðdraganda þings Norðurlanda- ráðs. Á sýningunni voru sýndar flíkur frá norrænum hönnuðum unnum úr efnum sem ekki eru komin í framleiðslu, umhverfisvæn föt og flíkur sem þegar má sjá í versl- unum. „Með því að taka forystu í þróun sjálfbærs tískuiðnaðar hafa Norðurlöndin tækifæri til að styrkja stöðu sína og skapa sér- sérstöðu í alþjóðlegri samkeppni,“ sagði Eva Kruuse við tækifærið. Stefna á umhverfis- vænni tísku Fatahönnuðir á Norðurlöndum hafa tekið höndum saman og hvetja til umhverfisvænni sjónarmiða við framleiðslu á fötum og endurnýt- ingu á efnum. Sigríður Björg Tómasdóttir kynnti sér hvað felst í nýrri norrænni tísku. NORÐURLÖND: Ný norræn tíska Það er ekki bara á sviði tísku sem Norðurlandabúar hafa tekið höndum saman til að leggja áherslu á sérstöðu sína og hlúa að arfleifð sinni. Verk- efnið Nýr norrænn matur sem hleypt var af stokkunum árið 2004 hefur vakið athygli en það snerist um að koma norrænni matargerð á kortið og hvetja matreiðslumenn og íbúa Norðurlandaríkjanna til þess að nota hráefni úr heimabyggð. Í stefnuyfir- lýsingu verkefnisins segir meðal annars að ný norræn matargerðarlist eigi að:einkennast af hreinleika, ferskleika, einfaldleika og heiðarleika, hún eiga að efla fjölbreytni norrænna afurða og úrval framleiðenda og breiða út þekk- ingu á menningarumhverfi matarins, efla velferð dýra og sjálfbæra þróun í hafi, á ræktuðu landi og í óbyggðum og sameina sjálfsþurftarbúskap og vöruskipti á hágæða afurðum milli svæða í þessum heimshluta. Velgengni verkefnisins um Nýjan norrænan mat er innblástur slagorðsins um Nýja norræna tísku. En orðalagið er víðar notað um þessar mundir. Sýning um nýjan arkitektúr á Norðurlöndum sem sett var upp á danska listasafninu Louisiana í sumar bar einfaldlega heitið Nýr norrænn arkitektúr. Hefur norrænn arkitektúr samtímans sérstöðu og hvernig endurspeglar hann sjálfsmynd norrænna þjóða? var spurningin sem velt var upp á sýningunni sem hlaut afbragðs dóma gagnrýnanda. Þar gaf að líta myndir af nýjum byggingum, líkön og hugleiðingar um samtíma- arkitektúr. „Undanfarin ár hefur verið mikill fókus á hið norræna í matargerð. Öllum heiminum hefur verið bent á að það er eitthvað sérstakt á seyði hér. Það sama á við um arkitektúrinn. Það er eitthvað sérstakt við það hvernig við hugsum byggingar og bæjarrými. Það er bara ekki svo einfalt í hverju hin norræna sérstaða liggur… “ sagði gagnrýnandi danska dagblaðsins Politiken sem hrósaði sýningunni í hástert og var um leið afar feginn því að það tækist að setja saman sýningu sem legði áherslu á hið sameiginlega, samspil umhverfis og bygginga og metnað í byggingum sem ætlaðar eru almenningi, án þess að fallið væri í pytt þjóðernisrómantíkur. ■ MATUR, ARKITEKTÚR OG SVO TÍSKA ...
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.