Fréttablaðið - 10.11.2012, Síða 44

Fréttablaðið - 10.11.2012, Síða 44
FÓLK|HELGIN vantar upp á að fjölmiðlafólk hafi verkfærin í lagi, kunni að byggja upp texta, noti íslenskuna betur og kynni sér þau daglegu lögmál sem gilda á fjölmiðlum.“ STRÁKASTELPA AÐ NORÐAN Í tímans rás hefur Sigrún gegnt mörgum áhrifastöðum, meðal annars sem rektor Norræna blaða- mannaháskólans í Árósum og yfirmaður upplýsingaskrifstofu Norrænu ráðherranefndarinnar og Norðurlandaráðs. „Mér finnst gaman að standa mig. Ég er strákastelpa og næst- elst í systkinahópnum. Ég fékk að veiða og vera í flokki með eldri bróður mínum í fótbolta á meðan hinar stelpurnar fengu það ekki. Þegar ég flutti alein til Árósa seldi ég hús mitt og bíla og kvaddi syni mína. Það þótti mér rosalega erfitt og sat á tröppunum grenjandi yfir því hversu ægilegur vitleysingur ég væri að hafa ákveðið þetta. Ég og minn maður löbbuðum líka yfir England og þegar ég hafði misst þrjár táneglur og var algjörlega ör- magna lagðist ég í rúmið grenjandi af uppgjöf. Daginn eftir sagðist ég ekki geta sagt sonum mínum að ég hefði gefist upp. Ég held að sá strengur hjálpi mér. Ég á líka óskaplega flottar ömmustelpur sem ég vil að sjái í mér góða fyrir- mynd.“ ELSKAR AÐ VERA AMMA Sigrún á tvo syni og brátt níu barnabörn. „Ég elska að vera amma. Ég er af kynslóð kvenna sem reyndu að sanna sig með því að vera mæður ungbarna og útivinnandi á sama tíma. Mér fannst eðlilegt að fá sex vikur í fæðingarorlof með eldri syninum og tíu daga með þeim yngri. Það segir sína sögu. Nú finnst mér ég bæta þeim og sjálfri mér það upp og reyni að vera eins oft og ég get með barnabörnunum.“ Sigrún var ritstjóri Íslendings þegar hún ól yngri son sinn. „Það var einyrkjavinna og því kláraði ég jólablaðið, fæddi soninn 15. desember og mætti aftur til vinnu 2. janúar. Í þá daga kostaði jafn- réttisbaráttan þessar fórnir af hálfu kvenna en í dag áttar fólk sig betur á mikilvægi þess að vera með börnum sínum. Ég var einnig ráðin á Moggann gegn því að ætla ekki að leggjast í barneignir en það loforð sveik ég að sjálfsögðu,“ segir Sigrún og hlær. HOLLT AÐ KUNNA EKKI AÐ BAKA Um helgina ætlaði Sigrún til Akur- eyrar en veður hefti för. Þar er hún fædd og uppalin og þar eiga hjónin lögheimili í fallegu húsi í gamla innbænum. „Við notum helgarnar til úti- vistar, förum á flandur og búum til ævintýri. Mér þykir ganga í náttúrunni heilsubót fyrir líkama og sál og gott að leysa málin á göngu. Ég skil ekki fólk sem fer á bíl í líkamsræktarstöð til að púla í svitalykt og svo aftur á bílnum heim,“ segir Sigrún sem vegna mikillar hreyfingar getur borðað eins og hana lystir. „En ég get átt súkkulaði og kök- ur án þess að það freisti mín. Ég ákvað um þrítugt að tileinka mér viðhorf vinkonu sem afþakkaði konfekt því hún vildi eiga hitaein- ingaskammt dagsins fyrir góðan mat. Ég ákvað líka að ég kynni ekki að baka, sem er óskaplega hollur eiginleiki.“ ■ thordis@365.is FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir jmh@365.is s 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, s 512 5432 Elsa Jensdóttir elsaj@365.is s. 512-5427 ■ FRAMHALD AF FORSÍÐU 15-50% AFMÆLISHÁTÍÐ fögnum 8 ára afmæli með nýrri vörulínu afsláttur af öllum vörum Opið laugardag 11-16 Breakbeat laugardagskvöld kl. 22r skvöld l. FÓRNIR FORTÍÐAR „Mér fannst eðlilegt að fá sex vikur í fæðingarorlof með eldri syninum og tíu daga með þeim yngri.“ Skipholti 29b • S. 551 0770 NÝ SENDING! AF VINSÆLU KULDASKÓNUM MEÐ MANNBRODDUNUM FYRI R DÖ MUR OG H ERRA Verð :24.0 00.- Í uppáhaldi hjá mér núna í Oasis Þessa get ég notað við öll fínni tækifæri... must að eiga nýja glam tösku.. Verð kr. 5.990 Hrafnhildur Hafsteinsdóttir Jólakjóllinn fundinn... Verð kr. 11.990 Skvísulegir þessir.. Verð kr. 2.990 Verð kr. 16.990 Elska þetta peplum snið, flott og töff hversdags.. Verð kr. 8.990 Fíla þessar vaxbuxur ótrúlega vel, þær passa við allt og eru ótrúlega þægilegar... Verð kr. 13.990
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.