Fréttablaðið - 10.11.2012, Page 95

Fréttablaðið - 10.11.2012, Page 95
LAUGARDAGUR 10. nóvember 2012 Skrípó er nýtt borðspil sem inniheldur 150 teikningar eftir nokkra færustu skop- teiknara Íslands. Spilið er eftir höfunda Fimbulfambs og er ætlað allri fjölskyld- unni. Skrípó er nýtt borðspil eftir höf- unda Fimbulfambs og er ætlað allri fjölskyldunni. Spilið inni- heldur um 150 skopteikningar eftir Hugleik Dagsson, Halldór Baldurs- son, Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur og Sigmúnd og eiga þátttakendur að semja brandara við teikningarnar. Spilið er samið af bræðrunum Kjartani Erni og Ragnari Helga Ólafssonum, en þeir einnig höfund- ar hins vinsæla spils Fimbulfamb. „Þetta er gömul hugmynd í grunninn; að skapa myndatexta við mynd. Spilið gengur ekki út á að keppa í þekkingu, heldur að virkja sköpunargleðina. Í þau skipti sem við prófuðum spilið kom það oft á óvart hverjir áttu fyndnustu skýr- ingarnar. Ömmur hafa til dæmis slegið í gegn og yngstu börnin eru sömuleiðis stórkostlega hug- myndarík og skemmtileg,“ útskýrir Ragnar Helgi. Teikningarnar í spilinu eru um 150 talsins og eru eftir nokkra fær- ustu skopmyndateiknara landsins. Að sögn Ragnars Helga fór mikil vinna í að velja þær myndir sem þóttu henta best í spilið. „Það var skemmtileg vinna en ansi drjúg að fara í gegnum öll þessi verk og finna myndir sem voru nógu opnar til að vera gott hráefni í spilið. Við vildum ekki hafa pólitískar myndir með enda er pólitík leiðinleg og óþarfi að draga hana inn í skemmtilegt spil. Þannig standa líka allir spilararnir jafnfætis.“ Ragnar Helgi segir þá bræður líta meira á sig sem ritstjóra Skrípó en höfunda í venjulegum skilningi þess orðs og tekur fram að raun- verulegir höfundar spilsins séu skopteiknararnir. En hvað fékk þá bræður til að setjast niður og semja spil? „Við teflum ekki og spilum ekki golf, þetta er því aukavinna sem gott er að grípa til þegar við bræð- urnir hittumst. Þetta kemur líka til af því við hittumst alltaf á jólunum og spilum með stórfjölskyldunni og þá vakna þessar pælingar,“ segir Ragnar að lokum. Skrípó fæst í öllum helstu bóka- búðum og stórverslunum. sara@frettabladid.is Ömmur slá í gegn í Skrípó SKEMMTUN FYRIR ALLA Skrípó er nýtt fjölskylduspil sem inniheldur teikningar eftir nokkra færustu skopteiknara landsins. Hér má sjá myndir úr spilinu.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.