Fréttablaðið - 10.11.2012, Síða 97
LAUGARDAGUR 10. nóvember 2012 65
Dream Central Station hefur
gefið út sína fyrstu breiðskífu og
er hún samnefnd sveitinni. Hún
er skipuð Hallbergi Daða Hall-
bergssyni, fyrrum liðsmanni Jak-
obínarínu, og Elsu Maríu Blöndal,
sem hefur starfað með hljóm-
sveitinni The Go Go Darkness.
Dream Central Station er tíu
laga plata þar sem hægt rokk
er leyst úr læðingi, rokk sem er
iðulega líkt við tónlistarstefnuna
Shoegaze. Öll lög og textar eru
eftir Hallberg Daða fyrir utan
ábreiðu af laginu Feel So Good
með Brian Jonestown Massacre.
Hljómsveitin hyggur á útgáfu-
tónleika um miðjan desember.
Fyrsta platan
frá Dream
FYRSTA PLATAN Dream Central Station
hefur gefið út sína fyrstu plötu.
Leikkonan Ariel Winter verður
tímabundið í forsjá systur sinnar
eftir að móðir hennar var dæmd
fyrir að beita leikkonuna andlegu
og líkamlegu ofbeldi. Winter leik-
ur Alex Dunphy í gamanþáttunum
Modern Family.
Mál Winter hófst fyrir mán-
uði síðan þegar leikkonan sóttist
eftir sjálfræði og sagði móður sína
beita sig líkamlegu og andlegu
ofbeldi. Dómari dæmdi Winter í
vil og skipaði móður hennar jafn-
framt að halda sig fjarri Winter
þar til málið verður tekið aftur
upp síðar í mánuðinum.
Winter er fjórtán ára gömul og
samkvæmt frétt Tmz.com beitti
móðir hennar eldri börn sín einn-
ig ofbeldi, þar á meðal Shanelle
Workman, sem nú hefur forræði
yfir Winter.
Kærir of-
beldi móður
Í MÁL Ariel Winter fór fram á sjálfræði
frá ofbeldisfullri móður.
NORDICPHOTOS/GETTY
Bíó ★★★★ ★
Argo
Leikstjórn: Ben Affleck. Leik-
arar: Ben Affleck, Bryan Cran-
ston, Alan Arkin, John Goodman,
Clea DuVall, Victor Garber, Tate
Donovan.
Hin sannsögulega Argo segir frá
fífldjörfum leiðangri árið 1980 þar
sem leyniþjónustumaðurinn Tony
Mendez dulbjó sig sem kvikmynda-
gerðarmann í þeim tilgangi að
smygla sex starfsmönnum banda-
ríska sendiráðsins í Teheran út úr
borginni. Byltingarsinnar höfðu
tekið yfir sendiráðið og haldið rúm-
lega 50 manns þar í gíslingu í meira
en tvo mánuði. Kæmist upp um hina
sex sem náðu að flýja biði þeirra
bráður bani. Búin var til platbíó-
mynd, hallærisleg vísindaskáld-
saga sem framleiðendur vildu gera
í Íran, og sexmenningarnir áttu að
vera hluti af þeirri kvikmyndagerð.
Þessi lygilega saga á meira skylt
við skáldskap á borð við Arnar-
borgina og Inglourious Basterds en
raunveruleikann. Atburðarásin er
hrollvekjandi og hlægileg til skipt-
is, og þrátt fyrir að Affleck taki
sér ýmis skáldaleyfi hér og þar
eru ótrúlegustu hlutar myndar-
innar dagsannir. Það er helst enda-
spretturinn sem dregur aðeins úr
áhrifamættinum, en þar leyfir
myndin sér einmitt að fara frjáls-
legar með staðreyndir en áður, og
verður fyrir vikið eilítið klisju-
kennd.
Tíðarandi ársins 1980 er endur-
skapaður af mikilli nákvæmni og
fyrir fólk með fortíðarblæti er Argo
sannkallaður hvalreki. Tónninn er
sleginn strax í byrjun þar sem eld-
gamalt Warner-lógó er sótt upp í
hillu og splæst framan við mynd-
ina. Yfirskeggin flæða af tjaldinu
við ljúfa tóna Dire Straits og seinni
tíma Led Zeppelin. Í lokin sjáum við
síðan alvöru ljósmyndir teknar af
sexmenningunum og sjálfri gísla-
tökunni. Þjónar svo sem litlum til-
gangi öðrum en þeim að monta sig
af nákvæmnisvinnunni. Það er líka
bara allt í lagi.
Affleck er þó enn jafn stirður
sem leikari og synd að hann fékk
ekki einhvern flinkari í aðalhlut-
verkið. Nú þegar hann hefur sannað
sig sem frábær leikstjóri ætti hann
að halda sig þeim megin vélar. Argo
er hins vegar það spennandi og vel
gerð að við fyrirgefum leikaranum
Ben Affleck. Svei mér ef manni er
ekki bara farið að þykja eilítið vænt
um hann. Haukur Viðar Alfreðsson
Niðurstaða: Enn ein rós í hnappagat
leikstjórans Afflecks. Vönduð og
hörkuspennandi.
Fífldirfska og fortíðarþrá
ARGO „Þessi lygilega saga á meira skylt
við skáldskap á borð við Arnarborgina
og Inglourious Basterds en raunveru-
leikann.“