Fréttablaðið - 10.11.2012, Side 102

Fréttablaðið - 10.11.2012, Side 102
10. nóvember 2012 LAUGARDAGUR KRAFTLYFTINGAR Kópavogs tröllið Auðunn Jónsson gerði sér lítið fyrir og varð heimsmeistari í rétt- stöðulyftu á HM sem fram fór í Púertó Ríkó. Auðunn lyfti 365,2 kílóum, sem dugði til sigurs. Frá- bær árangur hjá Kópavogs búanum, sem er nýorðinn fertugur. „Ég fór með þær væntingar í mótið að vinna réttstöðulyftuna en ég vissi að þetta yrði gríðar- lega hörð keppni,“ sagði Auðunn og glotti við tönn. Þegar hann var að æfa í sumar með hinum 19 ára gamla Júlían Jóhannssyni settu þeir sér báðir háleit markmið. „Þá ákváðum við báðir að taka gull í réttstöðulyftu í ár. Júlían fer svo út á HM unglinga og vinnur gull. Þá var kominn pressa á kall- inn. Það var því virkilega sætt að ná að landa þessu.“ Var ekki á neinum lyfjum er ég féll á lyfjaprófi Auðunn varð heimsmeistari árið 2006 en missti titilinn eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Hann var í kjölfarið dæmdur í tveggja ára bann. Auðunn var aldrei sáttur við hvernig prófið var framkvæmt og ekki síður ósáttur við niður- stöðuna. Hann náði þó ekki að hnika henni. „Ég var ekki á neinum ólög- legum lyfjum á þessu móti. Ég var mjög ósáttur við allt þetta ferli. Ég var ósáttur við hvernig ég var tekinn í lyfjapróf. Mér leið strax eftir prófið eins og ég hefði gert eitthvað af mér. Mér leið eins og ég væri glæpamaður,“ sagði Auð- unn. Hvernig fór þetta umdeilda próf fram? „Ég er nýkominn til Noregs á HM. Kem seint um kvöld og fer beint að sofa. Fyrir átta um morgun inn er bankað á hurðina. Félagi minn fer til dyra og þeir koma hlaupandi inn í herbergi að mér. Ég er svo tekinn upp í eitthvað herbergi. Ekki á einhvern ákveð- inn stað þar sem lyfjapróf fara fram. Mér var svo brugðið að það lá við að mig langaði heim aftur. Þetta var ömurleg framkoma við íþróttafólkið,“ sagði Auðunn, sem kvartaði yfir meðferðinni og móts- haldarar fengu skömm í hattinn. Hefur slík uppákoma ekki átt sér stað síðan á þessum mótum. Það breytti samt ekki niður- stöðunni. Auðunn var dæmdur fyrir að falla á lyfjaprófinu og þurfti að taka út tveggja ára bann. „Í lyfjaprófinu var ekki hægt að sýna fram á beina lyfja notkun heldur vildu þeir meina að það hefðu verið einhver niðurbrotsefni í sýninu sem ég er dæmdur fyrir. Ég hafði ekki tekið ólögleg lyf og fór með málið eins langt og ég gat, alla leið í íþróttadómstólinn í Sviss, en hafði ekki erindi sem erfiði. Ég efast um að nokkur íþrótta maður hafi farið með sitt mál svona langt. Ég hef alltaf verið ósáttur við þessa niðurstöðu.“ Held að margir trúi því að ég neyti ekki ólöglegra lyfja Auðunn segist gera sér grein fyrir því að fullt af fólki líti á hann sem manninn sem féll á lyfjaprófi og telji að hann noti stera. Heldur hann að fólk trúi því að hann hafi aldrei neytt ólöglegra lyfja? „Ég veit það ekki. Ég held að margir trúi því samt. Margir halda að þetta snúist bara um lyf en ekki að æfa vel, borða vel, sofa vel, lifa heilbrigðu lífi og vera náttúrulega sterkur. Ég hef alltaf lagt gríðar- lega mikið á mig og jafnvel meira en margur heldur. Það er ástæðan fyrir því að ég skara fram úr en ég veit að það trúa því ekki endilega allir. Ég get ekkert gert við því.“ Þar sem K raft lyft inga - sambandið er komið inn í ÍSÍ þarf Auðunn að gangast undir lyfjapróf á vegum ÍSÍ eins og aðrir íslenskir íþróttamenn. Hann er líka í lyfja- prófunarhópi ÍSÍ og þarf því alltaf að láta vita hvar hann er. Það þarf alltaf að vera hægt að ná í hann í próf. „Ég þarf að gefa upp hvern klukkutíma á hverjum degi hvað ég sé að gera. Ef það breytist þarf ég að láta vita af því. Á þessu ári er ég búinn að fara í þrjú lyfja próf. Tvö á vegum ÍSÍ og svo úti á heims- meistaramótinu. Ég hef staðist þau öll. Ég hef líklega farið í tíu eða tólf próf hjá ÍSÍ á síðustu árum og allt- af staðist,“ sagði Auðunn en hefur hann aldrei neytt ólöglegra lyfja á ferlinum? „Nei, það hef ég aldrei gert. Ég hef alltaf verið hreinn og get sagt það blákalt. Það var því ekki gott að fá þennan stimpil. Ég get ekki neitað því. Nú hef ég öll þessi lyfja- próf og þennan árangur á bak við mig núna. Það talar sínu máli og gott að geta sýnt fram á að það er hægt að vera stór og sterkur án þess að nota ólögleg lyf.“ Vil hafa allt uppi á borðum Auðunn segist hafa fagnað því manna mest er Kraftlyftinga- sambandið fór inn í ÍSÍ og hann væri því samþykktur íþrótta maður og gjaldgengur í öll kjör. „Það er rosalega sætt að ná þessu eftir það sem á undan er gengið. Sérstaklega þar sem nú erum við inni í ÍSÍ. Ég vildi óska þess að þannig hefði það alltaf verið. Ég væri líklega ekki enn að lyfta ef við hefðum ekki farið inn í ÍSÍ. Ég vil styðja það góða starf sem Kraftlyftingasambandið er með. Ég hef oft svekkt mig á því að vera ekki gjaldgengur í nein kjör eins og til að mynda íþróttamaður Kópavogs þar sem ég bý. Þetta er sem betur fer allt annað og betra umhverfi í dag og ég er þakklát- ur fyrir það. Það skiptir mig miklu máli að geta haft allt upp á borði og fólk sjái að ég er að ná þessum árangri á heiðarlegan hátt.“ henry@frettabladid.is sport@frettabladid.is ENGUM STJÓRNMÁLAMÖNNUM var boðið á fund Kraftlyftinga- sambandsins í gær þar sem tveimur heimsmeisturum var hampað. „Við viljum ekki að stjórnmálamenn séu að skreyta sig með fjöðrum afreksmanna okkar á meðan við fáum litla styrki,” sagði Sigurjón Pétursson, formaður sambandsins. Það er gott að geta sýnt fram á að það sé hægt að vera stór og sterkur án þess að nota ólögleg lyf. AUÐUNN JÓNSSON KRAFTLYFTINGAMAÐUR Hef alltaf verið hreinn Auðunn Jónsson varð á dögunum heimsmeistari í réttstöðulyftu. Hann hlaut því uppreisn æru eftir að hafa fallið á lyfjaprófi á HM árið 2006. Hann er enn ósáttur við þá niðurstöðu og segist aldrei hafa neytt ólöglegra lyfja. HRIKALEGUR Kópavogströllið Auðunn Jónsson er á hátindi ferilsins fertugur að aldri og hefur gengið í gegnum margt á ferlinum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Bílabúð Benna dekkjaþjónusta Dekkið sem kemur þér lengra
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.