Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.11.2011, Síða 8

Fréttatíminn - 18.11.2011, Síða 8
Þurfum við nokkuð að spara orku? Hvernig er vistvænt skipulag og hvaða hlutverki þjóna einstakar byggingar í því sam- hengi? Er vistvænt skipulag ekki framtíðin? Þurfum við Íslendingar nokkuð að spara orku? Reynt verður að svara þessum spurningum og öðrum álíka á opnum fundi Vistbyggðarráðs um orkunýtnar byggingar í vistvænu skipulagi í dag, föstudaginn 18. nóvember. Að fundinum standa tveir af vinnuhópum ráðsins sem hafa verið að fjalla um orkunýtni vistvænna bygginga og vistvænt skipulag. Markmiðið er að koma af stað umræðu um orkuvænar bygg- ingar og hlutverk þeirra í skipulagi. Fundurinn hefst klukkan 8.30 og stendur til klukkan 10 og verður í fyrirlestrarsal Listasafns Reykjavíkur, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. - jh Tónleikar Óperukórsins í Langholtskirkju Óperukórinn í Reykjavík verður með fjölbreytta tónleika á morgun, laugardaginn 19. nóvember klukkan 18 í Langholtskirkju. Þar flytur kórinn ásamt sinfóníuhljómsveit og tveimur ungum ein- söngvurum, Karin Björg Torbjörnsdóttur og Aroni Axel Cortes, tónlistardagskrá sem samanstendur af íslenskum og sænskum tónlistarperlum. Þar á meðal er Messa eftir kunnan sænskan tónlistarmann, Robert Sund. Hann verður viðstaddur þennan frumflutning hér á landi. Við stjórnvölinn er Garðar Cortes. Einnig verða flutt íslensk kórverk eftir Pál Ísólfsson, Jón Ásgeirsson og Atla Heimi Sveinsson. Karin Björg og Aron Axel eru bæði við nám í Tónlistarhá- skólanum í Salzburg og undir stjórn Garðars Cortes. -jh Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Reykjavík - Reykjanesbæ Akureyri - Húsavík Vestmannaeyjum í Múrbúðinni VEGLEG VERKFÆRI DURATOOL Rafhlöðuborvél 18V 2.990 kr. NOVA 18V Rafhlöðuborvél 2 hraðar 4.990 kr. NOVA TWISTER 4,8V Skrúfvél og skrúfbitar 1.790 kr. Flísasög 800w, sagar 52 cm 19.900kr. Þóra Friðriksdóttir og Guðrún Heimisdóttir. Sprotafyrirtæki þeirra, „Puzzled by Iceland“, keppti um athygli erlendra fjárfesta í hollenskum sjónvarpsþætti á miðvikudaginn.  PúslusPil FjárFestar í hollenskum sjónvarPsþætti áhugasamir Getur skipt sköpum fyrir sprotafyrirtæki Puzzled by Iceland, sprotafyrirtæki tveggja íslenskra kvenna, keppti í hollenskum sjónvarpsþætti og vakti athygli erlendra fjárfesta. Möguleiki er á allt að milljón evra fjárfestingu. Fyrirtækið býður minjagripi sem byggjast á púsluspilum. v ið erum mjög ánægðar enda vilja tveir af þeim fimm fjárfestum sem tóku þátt í keppninni ræða frekar við okkur,“ sagði Guðrún Heimisdóttir í samtali við Fréttatímann og talaði frá Rotterdam. Fyrirtæki hennar og Þóru Friðriksdóttur, Puzzled by Iceland, var fulltrúi Íslands í viðburðinum „Meet the Dragons“ í Rotterdam á miðvikudaginn. Um er að ræða hollenskan sjónvarpsþátt sem byggður er á sjónvarpsþáttunum „Dragons Den“ á sjónvarpsstöðinni BBC. Þar kynna sprotafyrirtæki hugmynd sína fyrir fimm erlendum fjárfestum og fá til þess þrjár mínútur. Fjárfestarnir fá í kjölfarið fimm mínútur til að spyrja fulltrúa sprotafyrirtækjanna spjörunum úr og semja við þá um kaup á hlut í fyrirtækinu ef áhugi er á. Möguleiki er á fjárfestingu frá 100.000 til 1.000.000 evra. Sjónvarpsþátturinn var opnunarviðburður alþjóðlegrar athafnaviku í Hollandi. Guðrún og Þóra stofnuðu fyrirtækið í ágúst í fyrra en þá voru þær báðar í fæðingarorlofi. Hlutverk þess er að hjálpa ferðamönnum að varðveita minningar frá ferðalögum sínum um allan heim með því að bjóða upp á vandaða minjagripi sem byggðir eru á hinni klassísku vöru, púsluspili. „Tækifæri á borð við þetta getur skipt sköpum fyrir sprotafyrirtæki eins og okkar. Að komast í alþjóðleg tengsl og fjárfestingar getur ráðið úrslitum um hversu hratt og örugglega lítil hugmynd getur orðið að stóru, alþjóðlegu fyrirtæki,“ sagði Þóra. Guðrún tók undir það en þær stöllur hafa lagt nótt við dag að undanförnu til þess að undirbúa keppnina: „Auðvitað er þetta stressandi en svona tækifæri eru fátíð,“ segir hún. Það kemur síðar í ljós hvernig samningar milli hugsanlegra fjárfesta og íslenska sprotafyrirtækisins takast. Púslin frá Puzzled by Iceland eru seld í Duty Free versluninni á Keflavíkurflugvelli, Minju, Epal, Rammagerðinni og í fleiri verslunum. Þá býður Puzzled by Iceland fyrirtækjum upp á sérframleiðslu púsluspila. Fyrirtækið er með aðstöðu í frumkvöðlasetrinu Toppstöðinni í Elliðaárdalnum. Það lenti í öðru sæti í Gullegginu, frumkvöðlakeppni Innovit, í vor og hlaut veglegan styrk frá Atvinnumálum kvenna stuttu síðar. Vörumerki fyrirtækisins, „Puzzled by“, hefur verið skrásett á Íslandi, í Noregi, Evrópusambandinu og Bandaríkjunum. Það býður upp á ótal möguleika í vöruþróun þar sem laga má vöruna að hvaða landi sem er. Nú þegar hafa verið framleidd púsl undir nöfnunum „Puzzled by Denmark“ og „Puzzled by Norway“. „Frá því við stofnuðum fyrirtækið fyrir rúmu ári höfum við unnið hörðum höndum við að byggja það upp. Við fengum í upphafi hugmynd og ákváðum að láta reyna á hana. Núna fáum við þetta tækifæri vegna þess að við erum duglegar. Ég ætla ekki að halda því fram að síðastliðið ár hafi verið auðvelt því töpin eru vissulega sár en sigrarnir eru þeim mun sætari,“ segir Guðrún. Svona tækifæri eru fátíð. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is Taktu stjórnina með Tímon tímaskráningarkerfi www.timon.is VILTU VITA Í HVAÐ TÍMINN FER? FÍ T O N / S ÍA 8 fréttir Helgin 18.-20. nóvember 2011 Réttur aðila getur hafið störf 1. desember. Fyrirspurnir og frekari upplýsingar fást með því að senda tölvupóst í netfangið asar@hjalli.is eða hjá skólastýrum í síma 564-0200. Matur, börn, heilbrigði og vellíðan Leikskólinn Ásar í Garðabæ leitar af einstaklingi sem matreiðir með hjartanu. Í boði er áhugavert og krefjandi starf fyrir einstakling með metnað fyrir matargerð og heilbrigðum lífsstíl. Leikskólinn Ásar er rekinn af Hjallastefnunni og starfar eftir hugmyndafræði hennar. Í skólum Hjallastefnunnar er mikið lagt upp úr gæðum og hollustu matar, heilbrigði og vellíðan. Í skólanum eru um eitthundrað börn og þrjátíu starfsmenn.

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.