Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.11.2011, Blaðsíða 20

Fréttatíminn - 18.11.2011, Blaðsíða 20
www.omnis.is444-9900 Dell Inspiron veitir þér innblástur. Opnunartilboð í tilefni af nýrri verslun í Ármúla 11, aðeins 109.900 kr. - Við þekkjum tölvur REYKJAVÍK Ármúli 11 REYKJANESBÆR AKRANES BORGARNES R úm tvö ár eru liðin frá því Ísland lagði fram aðildarum-sókn að Evrópusamband- inu. Rýnivinna hófst í nóvember 2010 og formlegar aðildarviðræður um mitt sumar í ár. Þegar umsókn- arferlið fór af stað sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra að markmiðið væri að kjósa um aðildarsamning fyrir kosningar vorið 2013. Undanfarnar vikur hafa þó ýmsir orðið til að gagnrýna meintan hægagang í viðræðunum og rakið hann til mótspyrnu við um- sóknina innan ríkisstjórnarinnar, ekki síst af hálfu Jóns Bjarnasonar landbúnaðarráðherra, sem er ein- beittur andstæðingur Evrópusam- bandsins. Stefán Haukur Jóhannesson, aðalsamningamaður Íslands, er á hinn bóginn sáttur við gang við- ræðnanna. „Viðræðurnar og allt þetta ferli hefur gengið vel fram að þessu. Ef horft er til viðræðna þeirra ríkja sem hafa gengið í Evrópusam- bandið á síðustu árum hefur þetta gengið miklu betur og hraðar en í þeim tilvikum,” segir Stefán og vill ekki kannast við að það trufli við- ræðurnar að ekki skuli vera sam- staða innan ríkisstjórnarinnar um málið. „Nei, í sjálfu sér ekki. Þetta hefur gengið vel. Við munum hefja við- ræður um sex samningskafla til viðbótar núna í desember og þá eru þeir orðnir tólf sem við höfum opnað á árinu. Raunin sýnir að þetta hefur gengið mjög vel og verið vandað og veglegt ferli.“ En hefur hann þá trú að það náist að ljúka viðræðunum svo kjósa megi um samning vorið 2013? „Aðalatriðið í þessum viðræðum er að ná sem bestum samningi fyrir Ísland. Hraðinn mun fyrst og fremst stjórnast af því hversu vel okkur gengur að greiða úr þeim málum sem eru flóknust og finna á þeim lausnir sem báðir aðilar eru ánægðir með. Forsætisráðherra hefur sett fram það markmið að viðræðum verði lokið í tæka tíð svo hægt verði að kjósa vorið 2013 og að því er unnið. Það er metnaðar- fullt, en ekki útilokað að það náist. Við komum vel undirbúin til þess- ara viðræðna.“ Andspyrna í landbúnaðarráðu- neytinu? Ekki hefur farið á milli mála að inn- an landbúnaðargeirans er kerfis- læg mótsstaða við umsóknarferlið. Bændasamtökin gáfu tóninn strax í fyrra þegar þau neituðu að taka þátt í rýnivinnunni á seinni stigum áður en sjálfar viðræðurnar hófust. Og undir stjórn Jóns Bjarnasonar hefur landbúnaðarráðuneytið virst vægast sagt óviljugt að leggja sitt af mörkum eftir að formlegar við- ræður hófust í sumar. Fyrir örfáum vikum bárust svo þau tíðindi að Evrópusambandið telji Íslendinga ekki nægilega vel undirbúna til þess að hægt sé að hefja viðræður um landbúnaðar- kaflann. Þeir sem hafa fylgst með gangi viðræðnanna rekja þann skort á heimavinnu beint til land- búnaðarráðuneytisins. Þegar Stef- án er spurður hvort sú sé raunin fer ekki á milli mála að hann vill vanda mjög orð sín. „Þegar kom að því að opna land- búnaðarkaflann voru lögð fram svokölluð opnunarviðmið, sem fela í sér að Evrópusambandið kallar eftir ákveðnum upplýsingum áður en sambandið er tilbúið að opna kaflann. Við höfum átt ágæt samtöl við fulltrúa landbúnaðarráðuneyt- isins um hvernig eigi að nálgast þá vinnu og skapa sameiginlega sýn á málið. En þetta hefur tekið sinn tíma enda mjög umfangsmikið,“ segir Stefán. Að sögn Stefáns voru ofangreind viðbrögð Evrópusambandsins svar við því sem kom fram á rýnifundi um landbúnaðarkaflann. „Þar sögðum við að við myndum leggja fram tímasetta aðgerðaáætlun um hvaða skref þurfi að taka og hvenær til að undirbúa mögulega aðild. Það Metnaðarfullt en mögulegt að ljúka viðræðum fyrir 2013 má orða þetta þannig að ekki er hægt að ætlast til þess að við gerum Alþingi, almenningi og hagsmunaaðilum grein fyrir því hvað felst í mögulegri aðild ef það er ekki skoðað með markvissum hætti. Við þurfum líka að greina hvað felst í reglum Evrópusambandsins og hvað þær þýða fyrir okkur til þess að geta mótað og byggt undir okkar samn- ingsafstöðu. Það þarf að greina hvernig stefna sambandsins snertir okkar hags- muni, hvað passar illa við okkar veru- leika og þá hvaða sérlausnir við þurfum að semja um.“ Séraðstæður í landbúnaði Stefán bendir á að í opnunarviðmiðunum Samningaviðræðurnar skiptast upp í 35 efniskafla. Þar af hefur Ísland þegar tekið yfir löggjöf Evrópu- sambandsins (ESB) og gert að sinni innanlandslöggjöf að mestu eða öllu leyti í 21 kafla. Þátttaka Íslands í EES samstarfinu ræður þarna mestu en við Íslendingar erum búin að að taka nú þegar upp svo mikið af lögum og reglugerðum sambandsins í gegnum þann samning. Útaf standa enn 12 kaflar. Í sumum af þeim erum við líka í nánu samráði við ESB, þar á meðal til dæmis í tengslum við Schengen. Í öryggismálum er Ísland nú þegar í sambandi við 21 af 27 ESB ríkjunum á vettvangi NATO. Útaf standa hins vegar enn helstu málin sem eru utan EES, þar á meðal eru sjávarútvegur, landbúnaður, vegamál og gjaldmiðilsmálin. 21 kafla af 35 er að mestu lokið Stefán Haukur Jóhannesson er formaður samninganefndar Ís- lands í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið, en alls koma um 200 manns að þeim. Í viðtali við Jón Kaldal segir hann að samningaviðræðurnar hafi hingað til gengið betur og hraðar en þær gerðu hjá ríkjum sem hafa gengið í sambandið undanfarin ár. Viðræður um veigamestu málin, sjávarútveginn og land- búnaðinn, eru hins vegar ekki enn hafnar. Stefán Haukur Jóhannesson er formaður samninganefnd- ar Íslands í aðildarviðræð- unum við Evrópusambandið Ljósmynd/Hari sé einmitt sérstaklega tekið fram að taka skuli tillit til séraðstæðna Íslands í landbúnaðarmálum. Aðspurður um hvort sérlausnir á borð við þær sem Svíþjóð og Finnland sömdu um verði hafðar til fyrirmyndar rifjar Stefán upp að þær lausnir séu sniðnar að sænsk- um og finnskum landbúnaðarhéruðum norðan 62. breiddargráðu. „Þetta er sérstök lausn fyrir land- búnað á norðurslóðum og fordæm- in eru fleiri. Írar og Bretar ruddu brautina á sínum tíma og sömdu um sérstakan stuðning við harðbýl svæði og öll aðildarríkin njóta nú góðs af. Vissulega er lausnin fyrir landbúnað- inn fyrir norðan 62. breiddargráðu eitthvað sem búið er að skoða ofan í 20 viðtal Helgin 18.-20. nóvember 2011
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.