Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.11.2011, Qupperneq 38

Fréttatíminn - 18.11.2011, Qupperneq 38
Alvarlegt umferðarslys á Siglufirði Ung stúlka lést, önnur slasaðist alvarlega og sú þriðja brákaðist á fæti í umferðar- slysi á Siglufirði á miðvikudagskvöld. Stúlkurnar voru farþegar í rútu sem var að koma frá Ólafsfirði. Þær gengu aftur fyrir hana og út á Langeyrarveg en urðu fyrir bíl sem var á suðurleið. Sú sem brákaðist fékk að fara heim eftir skoðun en hinar tvær voru fluttar með sjúkra- bifreiðum á Sjúkrahús Akureyrar. Þar var önnur úrskurðuð látin. Hin er alvarlega slösuð, illa brotin en ekki í lífshættu. Stúlkan sem lést var13 ára gömul, fædd árið 1998 og nemandi í 8. bekk Grunn- skólans á Siglufirði. Kyrrðarstund var í Siglufjarðarkirkju í gærkvöldi. Fjáraukalög samþykkt í fjarveru stjórnarandstöðu Alþingi samþykkti í gær, fimmtudag, fjáraukalög með 29 atkvæðum. Einn þingmaður sagði nei og fjórir greiddu ekki atkvæði. Enginn þingmaður Sjálf- stæðisflokksins var viðstaddur atkvæða- greiðsluna, aðeins tveir þingmenn Framsóknarflokksins og enginn úr Hreyfingunni. Þingmenn stjórnarand- stöðunnar höfðu gagnrýnt að afgreiða ætti fjáraukalagafrumvarpið áður en þeir fengju tækifæri til að kynna sér gögn, meðal annars í í tengslum við sölu á eignarhluta Byrs hf. til Íslandsbanka. Þá væri beðið skýrslu Ríkisendurskoðunar um Vaðlaheiðargöng. Til að atkvæða- greiðsla geti farið fram á Alþingi þurfa að lágmarki 32 þingmenn að vera viðstaddir þingfund. Sá fjöldi var fyrir hendi. Rúmir 1300 milljarðar endurheimtir Endurheimtur þrotabús Landsbankans nema nú um 1.344 milljörðum króna. Það er 25 milljörðum króna meira en sem nemur forgangskröfum í búið, það er að segja Icesave og heildsöluinnlán. Ekki hefur verið ákveðið hvenær greiðslur úr búinu til Breta og Hollendinga hefjast. Slitastjórn Landsbankans efndi til kröfuhafafundar á Hótel Nordica í gær, fimmtudag. Þar kynnti hún afstöðu til lýstra krafna. Vilja endurbyggja miðalda kirkju Hugmyndir eru uppi um að endurbyggja miðaldakirkjuna sem stóð í Skálholti á sínum tíma. Henni er ætlað að hafa slíkt aðdráttarafl að aðgangseyrir standi undir byggingunni. Kirkjan sem menn vilja reisa í Skálholti er stækkuð mynd af líkani sem varðveitt er á Þjóðminjasafninu og byggist á rannsóknum á staðnum. Kirkjan sem stóð í Skálholti var engin smásmíði. Hún var tæplega 50 metra löng, 12 metra breið og voru 14 metrar upp í mæni. Hún var sögð stærsta timburbygging á Norðurlöndum á sínum tíma. Slæm vika fyrir Jón Ásgeir Jóhannesson athafnamann Góð vika fyrir Jón Gnarr borgarstjóra Grét ekki einu sinni Eftir tíma erfiðra og sársauka- fullra aðgerða í Reykjavíkur- borg gat Jón Gnarr loksins gerst boðberi góðra tíðinda af fjármálum Reykjavíkurborgar. Hann lagði fram fjárhags- áætlun borgarinnar fyrir árið 2012 í vikunni og var svo ánægður með hana að hann lýsti því yfir að hann hafi ekki grátið við gerð hennar líkt og í fyrra þar sem hann felldi meðal annars tár á opinberum vettvangi. Borga og brosa Athafnamaðurinn Jón Ásgeir Jóhann- esson var í vikunni dæmdur til að greiða 70 milljónir í kostnað vegna kyrrsetningar skilanefndar Glitnis á eigum hans í Bretlandi. Jón Ásgeir hafði þegar greitt tæpar 30 milljónir og taldi sig ekki þurfa að standa skil á afgangi kostnaðarins. Héraðs- dómur Reykjavíkur var því ósammála og þarf Jón Ásgeir að grafa djúpt ofan í galtóma (að eigin sögn) vasa sína til að finna 70 milljónirnar. Hann gæti þó sloppið ef áfrýjun hans til Hæstaréttar fer á annan veg. 15 vikan í tölum Bjarni vs. Hanna Birna Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hófst á fimmtudaginn og vitaskuld eru vangaveltur um hvort hafi betur í formannskjörinu á sunnudaginn fyrirferðarmiklar. En sumum á Facebook er þó slétt sama. Kristján B Jónasson Landsfundur Sjálfstæðisflokks hefst í dag! Jeiii! Heil helgi framundan af fréttum af ályktunum um að gervihnettir ESB megi ekki vera á sporbaug yfir Íslandi. Stefán Pálsson Bjarni eða Hanna Birna? Frekar fúll samkvæmisleikur að giska á hvort vinnur. Ég er með betri leik - hver lendir í þriðja sæti? Björgvin Valur Guðmundsson Ég vona að annarhvort Bjarni eða Hanna Birna vinni í formannskjör- inu. Eða einhver annar sem kann að bjóða sig fram á síðustu stundu. Eða Mikki mús. Orri Björnsson Mun mæta á landsfund Sjálf- stæðisflokksins og styðja Bjarna Benediktsson til formennsku, vafningalaust! Sigurjón Egilsson Tvísýnt um hvort verður formaður. íslendingar tæma tuskubúð Íslendingar virðast hafa náð vopnum sínum og greiðslukortum eftir áföll hrunsins. Þeir sýndu í það minnsta hvers þeir eru megnugir þegar þeir tæmdu lager nýopnað- arar fataverslunar á þremur dögum - birgðir sem áttu að duga í þrjár vikur. Eiður Svanberg Guðnason Það er að rofa til. Ný fataverslun er tæmd á þremur dögum og verður verslunin lokuð þar til nýjar birgðir berast frá útlöndum eftir nokkra daga. Þetta er víst heimsmet hjá verslanakeðjunni. Lúxusbílar seljast á ný, skemmtigarðar eru opnaðir og nýjar líkamsræktarstöðvar taka til starfa. Það sér betur til sólar en áður. Nema á síðum Morgun- blaðsins og í Hádegismóum við Rauðavatn. Þar er kreppa á forsíðunni dag eftir dag, kreppa í Staksteinum, kreppa í leiðurum og fréttirnar kreppulitaðar. Þar sér enginn til sólar. Þokubakkar og svartagallsraus byrgja mönnum sýn. Björn Ingi Hrafnsson Verð að viðurkenna að þar til á dög- unum hafði ég aldrei nokkru sinni heyrt um fatabúðina Lindex... Lilja Katrín Gunnarsdóttir hætti mér á opnun Lindex....mesta fail sem ég hef orðið vitni að... plúsinn var að ég keypti tvær flíkur og hitti Sigríður Vala Vignisdóttir... Erótísk fjölskyldumynd? Uppi varð fótur í fit í vikunni þegar spurðist út að íslenskar mæðgur hefðu setið fyrir, fáklæddar, í undir- fataauglýsingu fyrir bandarískt fyrirtæki. Myndatakan varð umsvifalaust tilefni pistlaskrifa á netinu auk þess sem fólkið á Facebook lét mæðgurnar sig varða. Ingólfur Júliusson Fer ekki að verða aðkallandi að fá reglur t.d. fyrir listamenn, ljós- myndara, auglýsinga/ímyndarfólk og fjölmiðla um hvað ýtir undir klámvæðinguna? Sérstaklega varðandi klæðnað og stellingar? Fer ekki að koma tími á lög um þetta? Hverjir/hverjar mega vera saman á mynd og í hvernig klæðnaði? Sigfús Magnússon Afbrýðissemin að drepa fólk.Sé bara ekkert athugavert við þetta.. Arnar Logi Kristjansson Mér finnst þetta hvorki fallegt eða ljótt,heldur einfaldlega stórskrítið að sjá mæðgur í undirfataauglýsingu. Barn um borð í ruddaskipi Reiðialda fór yfir Facebook í kjölfar frétta af dómi yfir fjórum skipverjum sem skemmtu sér við að níðast á þrettán ára dreng um borð í netabát og höfðu meðal annars í frammi kynferðislega tilburði. Björn Ingi Hrafnsson Meiri vidbjodurinn. Rettast væri ad fjölmidlar nafngreini tessa nidinga! Baldur Hermannsson Hann var sjómaður dáðadrengur. Hér með er felld úr gildi gamla klisjan: þú ert ekki marktækur því þú hefur aldrei migið í saltan sjó. Jón H Hallgrímz það væri nú gaman að fá að sjá mynd af þessu föggum sem voru á sjó á bátnum Erlingi KE-140....... Ólöf Hugrún Valdimarsdóttir Hvaða mannleysur og aumingjar eru þetta eiginlega! Viðbjóðsleg og óafsakanleg hegðun. HEituStu kolin á Það fór á vel með þeim Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Birni Bjarnasyni á landsfundi Sjálfstæð- isflokksins sem hófst í Laugardalshöll í gær. Hann Birna býður sig fram til formanns á fundinum gegn Bjarna Benediktssyni en uppi hefur verið orðrómur um að Björn sé í stuðningsliði Hönnu Birnu þrátt fyrir ættartengsl sín við Bjarna. Ljósmynd/Hari Bækur sem metsöluhöfundurinn Arnaldur Indriðason hefur skrifað að meðaltalinni þeirri nýjustu, Einvíginu. 38 fréttir vikunnar Helgin 18.-20. nóvember 2011 512 Fjöldi skjálfta undir Mýrdals- jökli í október samkvæmt Veðurstofu Íslands. 150 Prósentin sem Reykja- víkurborg hyggst hækka leigugjald á handklæðin í Nauthólsvík. 1159 Ferðirnar sem farnar hafa verið erlendis á þessu ári á vegum vel- ferðarráðu- neytisins samkvæmt svari við fyrirspurn Ásmundar Einars Daðasonar þingmanns. 13 Sigrar lærisveina Alfreðs Gíslasonar í þýska hand- boltaliðinu Kiel í þrettán fyrstu leikjunum í þýsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Fallegt og fræðandi! Með myndum og nöfnum á yfir 200 ávaxta-, græmetis- og kryddtegundum, baunum, hnetum og berjum – bæði vel þekktum og framandi. Skemmtilegt að skoða fyrir unga sem aldna. Eldhúsdagatalið 2012 Pantanir og nánari upplýsingar á www.jola.is Veggskraut fyrir alla sem elska falleg eldhús!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.