Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.11.2011, Blaðsíða 68

Fréttatíminn - 18.11.2011, Blaðsíða 68
Helgin 18.-20. nóvember 201168 tíska Vanmat á afrískri útlitsdýrkun Það vakti með mér mikla undrun þegar allt fallega hár úgönsku móður minnar var skyndilega horfið yfir nóttu. Stuttklipptur drengjakollur var kominn í staðinn og lét hún eins og ekkert væri sjálfsagðara. Um kvöldið fékk ég athyglisverða útskýringu. Þegar ég kom heim þennan sama dag sat hún í stofunni með hárgreiðslukonu yfir sér sem fléttaði í hana nýtt hár. Þær höfðu verið að síðan um morguninn og við það að klára. Ég spurði hana hvort að þetta hafi verið hennar alvöru hár sem ég sá í morgun og játaði hún því. Hún bætti svo við að hárið hennar vex ekki meira en nokkra sentímetra. ,,Konur frá Úganda og víðar geta ekki safnað hári. Ekki nema að þær séu með blandað blóð.” Ég rak upp stór augu og spurði hana hvort að allar þær konur með sítt hár hér í Úganda séu þá með hárlengingar? Aftur fékk ég jákvætt svar og sagði hún að þær þyrftu að gera þetta einu sinni í mánuði – og kostar hálf mánaðarlaun. Ég hafði greinilega vanmetið afrískar konur. Við megum ekki halda að útlitsdýrkun ríki aðeins í vestrænum heimi. Það er í eðli okkar að vilja líta vel út og auðvitað er þessi dýrkun sterk í Afríkulöndum líka. Hér gengur fólk kannski ekki eins langt og við þekkjum heima en er engu að síður staðreynd. tíska Kolbrún Pálsdóttir skrifar 5 dagar dress Blandar saman áratugum Mánudagur Skór: Nostalgía Samfestingur: Spúútnik Belti: Gamalt frá mömmu Peysa: Aftur Þriðjudagur Skór: Sonja Rikkel, Kron Kron Buxur: Zara Skyrta: Nostalgia Vesti: Rauða Kross búðin Kolla með úganskri fósturmóður sinni. Ljósmynd/Haakon Broder Lund Föstudagur Skór: Marc Jacobs Pils: Cheap Monday Peysa: Zara Kápa: Kolaportið Fimmtudagur Skór: Rauða kross búðin Kjóll: Spúúntik Úr: Meba Miðvikudagur Skór: Rauða kross búðin Buxur: Nostalgía Bolur: H&M Hálsmen: Spúútnik og Oasis Hanna Soffía Formar fagnar 22 ára afmæli sínu í dag, 18. nóvember. Hún stund- ar nám á öðru ári á viðskiptafræðibraut í Háskóla Íslands og vinnur samhliða því í versluninni Spúútnik. „Stundum er ég rosalega venjuleg til fara en það kemur fyrir að ég klæði mig í mynstr- aðar og litaðar flíkur. Ég elska að blanda áratugum saman þegar kemur að klæðnaði og nýt ég mín einstaklega vel í vinnunni minni þar sem ég get gramsað eftir allskon- ar skemmtilegum og einstökum fatnaði. Ég er mest fyrir þessi „vintage“ föt, þá veit ég að enginn á eins og versla þau helst hérna heima. En þegar ég fer til útlanda kemur að því að ég versla alla þessar „beisik“ flíkur eins og hlýraboli, gallabuxur eða sokka. Innblástur í tísku fæ ég mikið frá bloggum um götutísku. Einnig finnst mér Olsen syst- urnar alltaf flottar og einnig hin breska Alexa Chung sem er með mjög afslappaðan en öðruvísi stíl.“ Reynir að höfða til sem flestra Raunveruleikaþáttastjarnan og tískugyðjan Nicole Richie hefur stjórnað tískuhúsinu House of Harlow af miklum krafti síðustu ár og tilkynnti hún í vikunni að ný lína væri væntanleg í febrúar á næsta ári. Hún hefur fengið heitið QVC Collection og mun höfða til beggja kynja á öllum aldri og kemur í fjölbreytilegum stæðum. Línan verður seld víða um Bandaríkin og Evrópu og er stefnt að því að verðlagningin verði þannig að flestir ættu að hafa efni á. -kp Tímarit frumkvöðla Á þriðjudaginn síðasta gaf tímaritið Vogue út sérstakt tölublað tileinkað best klæddu einstaklingum heims, en þetta er í annað skipti sem slíkt eintak er gefið út. Þetta árið Louboutin bjargaði ferlinum Victoria’s Secret engillinn og nú leikkonan Rosie Huntington-White- ley tjáði sig á dög- unum við tímaritið People að hún eigi feril sinn að þakka skóhönnuðinum Christian Loubo- utin. „Ég komst ekki í snertingu við mitt kvennlega eðli fyrr en ég eignaðist mitt fyrsta par af Louboutin skóm. Þá tók jörðin að snúast og mér fannst ég vera kynþokkafull í fyrsta skipti. Það var þá sem mér fór að vegna vel sem fyrirsæta. Allar konur ættu að eiga eitt par. Þeir eru dýrir, en þess virði að eignast. Byrjið snemma að safna fyrir Louboutin.” -kp er þemað áhrifamiklar systur í tískuheiminum og hlutu Olsen-syst- urnar þann heiður að prýða forsíðunna. Einnig er að finna í blaðinu ítarlega umfjöllun um stíl þeirra Middleton-systra ásamt þeim Beyonce og Solange Knowels. Ekki vantar þó hefð- bundnu dálka tímaritsins eins og best klæddu einstaklinganna og þá áhrifamestu árið 2011 auk þess sem finna greinar um nýja hönnuði og rísandi stjörnur innan tískuheimsins. -kp Rosie ásamt skóhönnuð- inum Louboutin. Ljósmynd/ Nordicphotos Getty-Images Dásamlega þægilegir og vandaðir skór!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.