Fréttatíminn - 18.11.2011, Qupperneq 78
Fæddi barn á meðan
hún var í Kiljunni
Rithöfundurinn Guðrún Eva Mínervudóttir og
eiginmaður hennar, Marteinn Þórisson leikstjóri,
eignuðust sitt fyrsta barn á degi íslenskrar tungu
þann 16. nóvember. Svo skemmtilega vildi til að á
meðan Guðrún Eva fæddi litla stúlku sendi Egill
Helgason út viðtal sitt við hana þar sem þau ræddu
nýjustu skáldsögu hennar, Allt með kossi vekur, en
Kiljan var á dagskrá Sjónvarpsins þegar litla daman
ákvað að tímabært væri að koma í heiminn. Og
dagurinn var svo sannarlega vel valinn, fæðingar-
dagur listaskáldsins góða, Jónasar Hallgrímssonar,
og þar með og eins og áður sagði dagur íslenskrar
tungu.
Forsetinn skemmti
í afmæli
Hæstaréttarlögmaðurinn Sig-
urður G. Guðjónsson hét upp
á sextugsafmæli sitt um síðastu
helgi og að vonum samfagnaði
stór og góður hópur með
honum. Eftirherman sívinsæla,
Jóhannes Kristjánsson, var
í hópi þeirra sem steig á stokk
og skemmti afmælisgestum.
Jóhannes þótti stórgóður en
veislugestir voru almennt
sammála um að þrátt fyrir það
hefði forseti vor, Ólafur Ragnar
Grímsson, skyggt á kempuna
og verið besti skemmtikraftur
kvöldsins. Góður kunnings-
skapur er á milli Sigurðar og
Ólafs Ragnars og Sigurður var í
fremstu víglínu í kosningabar-
áttu Ólafs fyrir forsetakosning-
arnar árið 1996. Ólafur Ragnar
hélt leiftrandi skemmtilega
ræðu yfir afmælisbarninu og fór
með himinskautum í mælsku og
gríni. Blaðlaus að vanda.
Förgun
Flick ekki
sú fyrsta
Forlagið þurfti að
farga þrjú þúsund
eintökum af nýrri
bók Flick my life
vegna þess að svarti
flöturinn, sem átti
að hylja viðkvæmar
persónuupplýsingar
reyndist gegnsær
þegar bókin kom
úr prentun. Ekki er
algengt að bókum
á Íslandi sé fargað
en þetta er þó ekki
einsdæmi. Árið
2005 skrifaði sagn-
fræðingurinn og
blaðamaðurinn Guð-
mundur Magnússon
bók um Thorsarana.
Tvær síður í þeirri bók
hugnuðust Björgólfi
Guðmundssyni,
eigenda útgáfu
bókarinnar, engan
veginn og var fyrstu
prentun fargað. Bókin
kom síðan út eins og
eigandinn vildi hafa
hana – ritskoðuð að
hætti hússins.
B rakið, ný bók eftir glæpasagnadrottn-inguna Yrsu Sigurðardóttur, kemur út næstkomandi þriðjudag. Bókin er
sálfræðitryllir sem gerist að stórum hluta
á snekkju með þriggja manna áhöfn og
fjögurra manna fjölskyldu um borð og hryll-
ingsaðstæðum sem skapast úti á rúmsjó. Hún
kemur út óvenju seint á árinu en Yrsa segir í
samtali við Fréttatímann að á bak við það sé
ekki úthugsað markaðsplott heldur sé ástæð-
an einfaldlega sú að hún var lengi að skila
bókinni af sér. „Þetta er alltaf að lengjast hjá
mér og ég verð að fara að passa mig að missa
hreinlega ekki af jólabókaflóðinu,“ segir Yrsa.
Bókarinnar er með beðið með mikilli
eftirvæntingu enda hefur vegur Yrsu, innan
glæpasagnaheimsins, vaxið jafnt og þétt
undanfarin ár. Síðasta bók hennar, drauga-
sagan Ég man þig, fékk feikigóðar viðtökur
og seldist í um tuttugu þúsund eintökum.
Litlu munaði þó að hún kæmi ekki út þar
sem höfundurinn sjálfur vildi stoppa útgáfu
bókarinnar. „Ég ætlaði að biðja um að hún
kæmi ekki út þegar ég var búin með hana
en það var ekki hægt. Það var búið að prenta
kápuna og gera auglýsingar svo það var of
seint. Ég hélt að hún væri vonlaus þannig að
velgengni hennar kom mér hrikalega á óvart.
Ég er aldrei ánægð með bækurnar mínar og
er sjálfsagt ekki dómbær miðað við reynsl-
una. Það hefur gengið sífellt betur og betur
og ég nýt þess á meðan,“ segir Yrsa.
Í nýju bókinni mætir lögfræðingurinn Þóra
Guðmundsdóttir til leiks að nýju eftir að hafa
fengið frí í síðustu bók. „Ég þurfti að fá frí frá
Þóru. Ég var eiginlega komin á endastöð með
hana í bili. Það er erfitt að halda persónum
áhugaverðum ár eftir ár án þess hreinlega að
koma þeim í öfgakenndari aðstæður eftir því
árin líða. Ég kom fersk að Þóru núna og þótt
ég sé ekkert sérstaklega ánægð með þessa
bók þá eru þeir sem hafa lesið hana ánægðir.
Það skiptir öllu máli. Hvað gagnrýnendur
segja er síðan bara partur af þessu öllu.
Skrápurinn verði þykkari með árunum þótt
það sé auðvitað aldrei gaman að fá lélegan
dóm,“ segir Yrsa.
Nokkuð hefur verið ritað og rætt um stöðu
glæpasagna í bókmenntaheiminum og segir
Yrsa umræðuna vera ótrúlega asnalega.
„Þetta er á furðulegu plani. Það skortir allt
umburðarlyndi í þessa umræðu. Glæpasögur
eru ekki fyrir einum eða neinum. Þær ná til
breiðari hóps en aðrar bókmenntagreinar en
ég get ekki séð að þær taki neitt frá öðrum.
Þær höfða til stærri hóps og seljast betur.
Þær auka lestur og allur lestur er af hinu
góða. Ef íslenskir rithöfundar myndu ekki
skrifa glæpasögur þá væri einfaldlega meira
um erlendar bækur,“ segir Yrsa og bætir við
að sannarlega sé þá betra að íslenskir rithöf-
undar skrifi þær.
Yrsa hefur undanfarin ár verið á hælum
Arnaldar Indriðasonar á listum yfir met-
sölurithöfunda og hún segist vera sátt við
þær tekjur sem hún hafi af ritstörfum þótt
það séu ekki sömu upphæðir og Arnaldur
fær. Fréttatíminn greindi frá því í haust að
tekjur Arnaldar fyrir ritstörf frá árinu 2004
væru um hálfur milljarður en Yrsa segist ekki
komast nálægt því. „Maður er alveg orðinn
ruglaður í þessum tölum. Hvað er mikið og
hvað er ekki mikið? Ég gæti lifað af því í dag
að vera rithöfundur en það er ótraust tilvera.
Ég er ekki með neinn sjóð – engan lífeyris-
sjóð nema Lífeyrissjóð verkfræðinga og hann
er nú ekkert sérstakur eins og sakir standa,“
segir Yrsa og hlær.
Hún hefur gefið út eina bók á ári frá árinu
2005 og viðurkennir að það sé á köflum dálít-
ið mikið samhliða fullri vinnu sem verkfræð-
ingur. „Lokaspretturinn er alltaf erfiður. Ég
tók mér mánaðarfrí í vinnunni í september til
að klára bókina og ég fann það þegar ég kom
til baka í vinnuna mína að ég var sturluð úr
gleði. Alltof skemmtileg er í þeirri vinnu til
að hætta í henni,“ segir Yrsa og bætir við að
nú sé hún byrjuð að hugsa um að hún þurfi
að fara að hugsa um næstu bók. „Ég ætla að
byrja fyrr núna – strax í janúar svo ég brenni
ekki inni með hana,“ segir Yrsa.
oskar@frettatiminn.is
Vildi koma í veg fyrir
útgáfu Ég man þig
Yrsa Sigurð-
ardóttir hélt
að metsölubók
síðasta árs
væri vonlaus
og vildi ekki
að hún kæmi
út. Velgengnin
kom henni
hrikalega
óvart.
verðlaun nýsköpun samtaka ferðaþjónustu
KEX Hostel verðlaunað
„Þessi verðlaun breyta
í sjálfum sér engu fyrir
Kexið en það er alltaf
gaman að fá viðurkenn-
ingu. Síðan erum við allir
keppnismenn í grunninn
og þar gengur lífið út á að
vinna til verðlauna. Þessi
viðurkenning gaf okkur
þá örlítið af þeirri gömlu
góðu tilfinningu,“ segir
Pétur Marteinsson,
framkvæmdastjóri KEX
Hostel, sem hlaut nýsköp-
unarverðlaun Samtaka
ferðaþjónustu fyrir árið
2011 á dögunum.
„Við höfðum mjög
gaman að heyra rök-
stuðninginn fyrir því
að Kex Hostel varð fyrir
valinu því þar koma fram
hlutir, nánast orðrétt,
eins og við höfðum lagt
upp með í viðskiptaáætl-
un okkar. Þessi verðlaun
gefa okkur því kannski
helst sjálfstraust að halda
áfram á sömu braut,“
segir Pétur.
Í rökstuðningi dóm-
nefndar kom fram að það
fyrirtæki sem hlaut verð-
launin í ár sé vissulega
nýtt af nálinni, en hefur
engu að síður sannað
gildi sitt og vinsældir.
„Í öllu kynningarefni og
markaðsskilaboðum Kex
Hostel kemur skýrt fram
hvað þar er á ferðinni og
þegar á staðinn er komið
undirstrikar heildstæð
hönnun og vel útfærð
þjónustusamsetning það
sem auglýst hefur verið.
Þetta samræmi er til
fyrirmyndar og undir-
strikar gildi góðrar hönn-
unar til að tryggja gæði í
íslenskri ferðaþjónustu.
Kex Hostel hefur tekist
þar einstaklega vel upp
og þannig skapað sér
hillu á markaði grein-
arinnar, sem enginn
annar sat og laðar að
jafnt erlenda gesti sem
heimafólk,“ segir í rök-
stuðningnum. -óhþ
Bækur Yrsa sigurðardóttir
„Ég hélt að
hún væri
vonlaus
þannig að
velgengni
hennar kom
mér hrika-
lega á óvart.“
Pétur Marteinsson, Ásberg Jónsson og Kristinn Vilbergsson frá KEX
Hosteli ásamt Árna Gunnarssyni, formanni Samtaka ferðaþjónustu,
til vinstri og Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra til hægri.
Yrsa Sigurðardótt-
ir er mætt til leiks
með nýja bók,
sjöundu bókina á
sjö árum. Ljósmynd/
Sigurjón Ragnar
Fallegt og fræðandi!
Með myndum og nöfnum á yfir 200
ávaxta-, græmetis- og kryddtegundum,
baunum, hnetum og berjum – bæði
vel þekktum og framandi. Skemmtilegt
að skoða fyrir unga sem aldna.
Eldhúsdagatalið 2012
Pantanir og nánari upplýsingar
á www.jola.is
Veggskraut fyrir alla
sem elska falleg eldhús!
78 dægurmál Helgin 18.-20. nóvember 2011