Fréttatíminn


Fréttatíminn - 18.11.2011, Síða 80

Fréttatíminn - 18.11.2011, Síða 80
Bók Baggalúts á topplista Riddararaddir, fyrsta bókin í vís- dómsritflokki Baggalúts, er í níunda sæti á metsölulista Íslenskra bókaút- gendanda yfir íslensk skáld- verk fyrir síðustu viku. Riddararadd- irnar skjóta meðal annars nýjustu bók Vigdísar Grímsdóttur ref fyrir rass og sýna svo ekki verður um villst að vinsælir Baggalúts liggja ekki bara á tónlistarsviðinu. -óhþ Gefa bók um guð Bókaútgáfan Urður í Hafnarfirði hefur ákveðið að gefa öllum ferm- ingarbörnum í Hafnarfirði, 400 talsins, bókina Um guð eftir sænska rit- höfundinn Jonas Gardell í jólagjöf. Bókin rekur sögu og guðs- mynd Gamla testamentis- ins og þykir byltingarkennd í framsetningu og túlkun. Bókin varð strax metsölu- bók er hún kom út í Svíþjóð. Með gjöfinni vonast bókaútgáfan til að áhugi fermingarbarna á Biblíunni vakni og hvetji þau frekar til lesturs hennar. -óhþ Syngjandi markmaður í Salnum Þórarinn Jóhannes Ólafsson ein- söngvari heldur sína fyrstu ein- söngstónleika í Salnum næst- komandi sunnudags- kvöld. Þór- arinn er menntaður í söngfræðum frá Parma á Ít- alíu og Mont- real í Kanada en margir muna eftir honum frá því að hann stóð á milli stanganna hjá handboltaliði Vals. Liðsfélagar hans voru ekki ómerk- ari menn en tveir af bestu hand- boltamönnum þjóðarinnar, Ólafur Stefánsson og Dagur Sigurðsson. Ólíklegt er þó að félagar Þórarins geti komið og hlýtt á hann í Salnum því þeir búa báðir erlendis. Ólafur sem leikmaður í Kaupmannahöfn og Dagur sem þjálfari í Berlín. -óhþ HELGARBLAÐ Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is Hrósið … ... fær rithöfundurinn Kristín Marja Baldursdóttir sem fékk afhent verðlaun Jónasar Hall- grímssonar á degi íslenskrar tungu á miðvikudag. Hvaða spurningar brenna á vörum íslenskra stelpna? Þegar Kristín og Þóra Tómasdætur kynntu í fyrra metsölubók sína Stelpur! í skólum og félagsmiðstöðvum söfnuðu þær spurningum sem stelpur leituðu svara við. Í bókinni Stelpur A-Ö er að finna svör við öllum þessum spurningum um allt milli himins og jarðar. Ómissandi bók fyrir allar stelpur! BÓK FYRIR ALLAR STELPUR! Ástin, útlitið, vinkonur, peningar, áhugam ál, fjölskyldan og allt hitt líka „Dásamlegarspurningar frá íslenskumstelpum sem svarað erá fallegan ogheiðarlegan hátt.“ILMUR KRISTJÁNSDÓTTIR,LEIKKONA. „Meinholl les ning fyrir stelpur á öllum aldri, hispurslaus og einlæg.“ SIGRÍÐUR THO RLACIUS, SÖNGKONA D Y N A M O R E Y K JA V ÍK „HISPURSLAUS OG EINLÆG“ fyrstu hæð Sími 511 2020 Erum á FLOTT FYRIR VETURINN 32.490,-

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.