Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.12.2011, Page 6

Fréttatíminn - 02.12.2011, Page 6
M argir líta eflaust hýru auga til fjög-urra lóða sem Reykhólahreppur áætlar að úthluta í náttúruperl- unni Flatey á Breiðafirði. Þar eru fyrir vel varðveitt hús sem sýna þorpsmynd 19. aldar, hús sem mörg hver hafa gengið í gegnum endurnýjun lífdaga og eru afar falleg. Lóð- irnar fjórar eru við svokallaðan Tröllenda, vinstra megin við veginn sem genginn er frá höfninni í átt að þorpinu, meðal annars gegnt sumarhúsi stjórnarráðsins sem byggt var á áttunda áratug liðinnar aldar. Deiliskipulag svæðisins hefur verið samþykkt en þar er gert ráð fyrir að lóðirnar verði um þúsund fermetrar að stærð. Strangar kröfur eru gerðar um útlit húsanna og taka ber mið af þeirri byggð sem fyrir er. Sveinn Ragnarsson, formaður skipulags-, bygginga-, húsnæðis- og hafnar- nefndar Reykhólahrepps, reiknar með því að meðal annars verði skilyrt standandi timburklæðning eða bárujárnsklæðning í einhverri mynd. Skipulagsefnd hefur lagt til við hreppsnefnd að farin verði útboðs- leið við úthlutun lóðanna í Flatey og sett lág- marksverð á hverja lóð. „Þær verða örugg- lega töluvert dýrar miðað við sambærilegar byggingarlóðir annars staðar,“ segir Sveinn. Árum saman hafa menn spurst fyrir um byggingarlóðir í Flatey og áhuginn hefur aukist nú eftir að úthlutun lóðanna fjögurra spurðist út. En ekki er sopið kálið þótt í ausuna sé komið. Eftir að skipulagið var auglýst bár- ust sextán athugasemdir vegna lóðaúthlut- unarinnar, frá einstaklingum sem eignir eiga í Flatey, Vatnsveitu Flateyjar, Forn- leifanefnd ríkisins, Breiðafjarðarnefnd og Framfarafélagi Flateyjar. „Það er full sterkt að orða það þannig að um andmæli gegn framkvæmdunum sé að ræða en athuga- semdirnar eru flestar nokkur samhljóða, til dæmis áhyggjur af vatnsbólum og frárennsli auk kröfu um sterka eftirfylgni með fram- kvæmdum. Þessar athugasemdir er ekki hægt að leggja til hliðar, þær verður að taka til skoðunar og það er það sem við erum að gera núna. Húseigendur sem fyrir eru leggjast alls ekki gegn því að þarna komi byggð en neysluvatn er takmörkuð auðlind og gæti- lega þarf að fara með frárennsli. Þeir vilja því að skýr grein sé gerð fyrir því að vatn sé takmarkað,“ segir Sveinn. Hann segir vatns- veitu vera í Flatey en sveitarfélagið sé ekki beinn aðili að henni. Þegar fólk er flest á sumrin er vatn flutt með flóabátnum Baldri út í Flatey. „Aðalatriðið er,“ segir Sveinn, „að ígrund- að sé áður en byrjað verður á framkvæmd- um hvernig ljúka á málinu. Ég þori því hvorki að svara því játandi né neitandi hvort þessi hús muni rísa. Málið verður að skoða. Komi fram við þá skoðun að vandamál, til dæmis við frárennsli, verði ekki leyst nema með mjög dýrum aðgerðum er ósennilegt að í framkvæmdirnar verið ráðist.“ Sveinn segir að skipulagsyfirvöld í Reyk- hólahreppi hafi verið bjartsýn á það, eftir samþykkt deiliskipulags, að hægt yrði að ganga frá útboðum lóðanna síðla vetrar eða næsta vor, „en ég held,“ segir hann, „að það muni dragast lengur en það.“ Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Andakt á Gallery-Bar 46 Frá því Leikfélagið Peðið var stofnað á kránni Grand Rokk við Smiðjustíg árið 2005 hefur félagið sýnt fjölda verka, flest eftir félagsmenn og auk þess hafa félagar Peðsins samið tónlist og söngva þegar við á. Þannig er það líka að þessu sinni en jólasýning Peðsins í ár er gamansöngleikurinn Andakt eftir Guðjón Sigvaldason í leikstjórn Vilhjálms Hjálmarssonar. Tónlistin er eftir Kormák Bragason, Inga Gunnar Jóhannsson, Ásgeir Jónsson, Magnús R. Einarsson og Tómas Tómasson. Andakt er eins konar hugleiðing um inntak jólanna en frá óvæntum hliðum. Gamanleikurinn verður frumsýndur á Gallery-Bar 46, Hverfisgötu 46, næstkomandi sunnudag, 4. desember, klukkan 18. Aðrar sýningar verða 11. og 18. desember og 8. janúar. - jh Skuldatrygg- ingarálag hækkar Skuldatryggingarálag á ríkissjóð Íslands hefur hækkað nokkuð síðustu vikur og náði sínu hæsta gildi á árinu síðast- liðinn föstudag þegar álagið stóð í 358 punktum, eða sem svarar 3,58 prósentum. Á miðviku- daginn hafði álagið hins vegar lækkað aðeins, í 342 punkta, samkvæmt gögnum Bloomberg. Til samanburðar var álagið 280 punktar um miðjan október. Álagið er nú á svipuðum stað og það var fyrir ári. Það sem veldur þessari hækkun, segir Greining Íslandsbanka, er almenn hækkun á þessum markaði vegna skulda- kreppunnar í Evrópu en ekki séríslenskir þættir. Í upphafi þessa árs var skuldatryggingarálag á ríkissjóð 255 punktar og hefur því hækkað um nær 100 punkta síðan. Á sama tíma hefur meðaltal Vestur-Evrópuríkja hækkað um tæplega 150 punkta, þegar Grikklandi er ekki talið með. Það er nú 330 punktar. - jh  Flatey á BreiðaFirði Deiliskipulag saMþykkt Lóðirnar verða örugg- lega töluvert dýrar. Sextán athugasemdir vegna fjögurra lóða Íbúar í Flatey leggjast ekki gegn nýbyggingum en vilja skýrar reglur um vatnsból og frárennsli. Framkvæmdir og tímasetningar ráðast eftir skoðun athugasemda, segir formaður skipulags- og bygginga nefndar. Lagt er til að farin verði útboðsleið við úthlutun lóðanna. Svæðið sem skipulagt hefur verið undir fjögur frístundahús í Flatey á Breiðafirði. Mynd Aðalskipulag Reykhólahrepps. Náðu árangri með Fréttatímanum *Capacent nóvember 2011 **Capacent september 2011 Dreifing með Fréttatímanum er ávísun á árangur - skilaboðin rata til sinna. 92,8% íbúa á höfuðborgarsvæðinu segjast vita að Fréttatíminn berst á heimilið * 65% blaðalesenda á höfuðborgar- svæðinu lesa Fréttatímann í viku hverri.** 6 fréttir Helgin 2.-4. desember 2011

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.