Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.12.2011, Page 15

Fréttatíminn - 02.12.2011, Page 15
Bjartsýni eykst á ný Landsmenn virðast vera að jafna sig á svartsýniskasti októbermánuðar, ef marka má nýja Væntingavísitölu Capacent Gallup. Vísitalan hækkaði um 10 stig og mælist nú 62,9 stig. Hækk- unin á vísitölunni kemur í kjölfar þess að í síðasta mánuði tók vísitalan dýfu og lækkaði um 16,5 stig á milli mánaða. Þá eru landsmenn einnig bjartsýnni nú en í sama mánuði fyrir ári. Vísitalan nú er nú 12,3 stigum hærri en í nóvember í fyrra. Enn er þó nokkur bölmóður í fólki en þegar vísitalan er undir 100 stigum eru fleiri neytendur svartsýnir en bjartsýnir. Vísitalan fór síðast yfir 100 stig í febrúar 2008. Undanfarna 12 mánuði hefur vísitalan verið að meðaltali 58 stig. Meirihluti stjórnenda fyrirtækja er svartsýnn en 60 prósent þeirra segja ástand efnahagslífsins slæmt. - jh Már gerir ráð fyrir óbreyttum stýrivöxtum Már Guðmundsson seðlabankastjóri sat fyrir svörum á opnum fundi efna- hags- og viðskiptanefndar Alþingis fyrr í vikunni. Á fundinum sagði hann meðal annars að stýrivextir væru hæfilegir við núverandi efnahagsaðstæður og að mikið þyrfti að koma til ef bankinn hækkaði eða lækkaði vexti á næst- unni. Næsti vaxta- ákvörðunarfundur Seðlabankans verður á miðvikudaginn, 7. desember. Seðlabankinn hækkaði vexti bankans um 0,25 prósentur á síðasta vaxta- ákvörðunardegi, 2. nóvember. Stýrivextir bankans urðu í kjölfarið 4,75 prósent. Greining Íslandsbanka segir að verðbólga á síðasta fjórðungi þessa árs verði minni en Seðlabankinn spáði í byrjun mánaðar. - jh Aukning í sölu atvinnuhúsnæðis Velta með atvinnuhúsnæði á höfuð- borgarsvæðinu heldur áfram að aukast, að því er fram kemur í tölum Þjóðskrár Íslands. Alls var 65 kaupsamningum og afsölum með atvinnuhúsnæði þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í október miðað við 45 samninga í sama mánuði í fyrra. Aukningin nemur 45 prósentustigum á milli ára. Ekki er sömu aukningu að sjá á markaði með atvinnuhúsnæði utan höfuðborgarsvæðisins. Í október var 56 kaupsamningum og afsölum um atvinnuhúsnæði þinglýst utan höfuðborgarsvæðisins og er það sami fjöldi og í október í fyrra. Á fyrstu 10 mánuðum þessa árs hefur veltan aukist um 33 prósent á höfuðborgarsvæðinu miðað við sama tímabil fyrra árs en veltan á landsbyggðinni hefur dregist saman um fimm prósent. - jh Í frímínútum á skólalóðinni á miðvikudag. Mynd/Hari  Skólamál leiktæki í ÖldutúnSSkóla ekki lagfærð Börnin ganga iðjulaus í hringi á skólalóðinni Auðvitað skilur maður að allt er á hausnum en börnin eiga að hafa forgang á öllum sviðum. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@ frettatiminn.is Skólaráð Öldutúnsskóla hefur sent bæjar- yfirvöldum harðort bréf og krefst þess að kastali á skólalóð verði tafarlaust lagaður eða fjarlægður vegna slysahættu. Vegna þess hve aðbúnaður á skólalóðinni sé slæmur og fábreyttur lýsi börn, sem hafi ekki gaman af boltaíþróttum, því hvernig þau gangi í hringi í frímínútum, þar sem ekkert sé við að vera. Í bréfinu kemur fram að skemmdir voru unnar á skólalóðinni í sumar og hafa ekki verið lagfærðar. Einu leiktækin við skólann, sem ekki tilheyra heilsdags- skólanum, standa í polli flesta daga. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir hafi ekki verið hugað að frárennsli vatns. Harmað er að hætt hafi verið við byggingu íþrótta- húss við skólann, eins og áformað var í góðærinu. Friðrik A. Brekkan, fulltrúi foreldra í skólaráði, gagnrýnir að þegar börnin þurfa að fara í íþróttir fjarri skólanum séu dæmi þess að þau missi af hádegismatn- um vegna tímaskorts. „Auðvitað skilur maður að allt er á hausnum en börnin eiga að hafa forgang á öllum sviðum. Það skortir alls staðar á það,“ segir Friðrik: „Það er ekki stórmál að laga þetta og það þarf að byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í hann.“ HELLNAR ÁSBYRGI VATNSVÍK LANGISJÓR EINIFJALLFJALLABAK ELDGOS Í EYJAFJALLAJÖKLI HVANNADALSHNJÚKUR SELJALANDSFOSS fréttir 15 Helgin 2.-4. desember 2011

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.