Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.12.2011, Qupperneq 15

Fréttatíminn - 02.12.2011, Qupperneq 15
Bjartsýni eykst á ný Landsmenn virðast vera að jafna sig á svartsýniskasti októbermánuðar, ef marka má nýja Væntingavísitölu Capacent Gallup. Vísitalan hækkaði um 10 stig og mælist nú 62,9 stig. Hækk- unin á vísitölunni kemur í kjölfar þess að í síðasta mánuði tók vísitalan dýfu og lækkaði um 16,5 stig á milli mánaða. Þá eru landsmenn einnig bjartsýnni nú en í sama mánuði fyrir ári. Vísitalan nú er nú 12,3 stigum hærri en í nóvember í fyrra. Enn er þó nokkur bölmóður í fólki en þegar vísitalan er undir 100 stigum eru fleiri neytendur svartsýnir en bjartsýnir. Vísitalan fór síðast yfir 100 stig í febrúar 2008. Undanfarna 12 mánuði hefur vísitalan verið að meðaltali 58 stig. Meirihluti stjórnenda fyrirtækja er svartsýnn en 60 prósent þeirra segja ástand efnahagslífsins slæmt. - jh Már gerir ráð fyrir óbreyttum stýrivöxtum Már Guðmundsson seðlabankastjóri sat fyrir svörum á opnum fundi efna- hags- og viðskiptanefndar Alþingis fyrr í vikunni. Á fundinum sagði hann meðal annars að stýrivextir væru hæfilegir við núverandi efnahagsaðstæður og að mikið þyrfti að koma til ef bankinn hækkaði eða lækkaði vexti á næst- unni. Næsti vaxta- ákvörðunarfundur Seðlabankans verður á miðvikudaginn, 7. desember. Seðlabankinn hækkaði vexti bankans um 0,25 prósentur á síðasta vaxta- ákvörðunardegi, 2. nóvember. Stýrivextir bankans urðu í kjölfarið 4,75 prósent. Greining Íslandsbanka segir að verðbólga á síðasta fjórðungi þessa árs verði minni en Seðlabankinn spáði í byrjun mánaðar. - jh Aukning í sölu atvinnuhúsnæðis Velta með atvinnuhúsnæði á höfuð- borgarsvæðinu heldur áfram að aukast, að því er fram kemur í tölum Þjóðskrár Íslands. Alls var 65 kaupsamningum og afsölum með atvinnuhúsnæði þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í október miðað við 45 samninga í sama mánuði í fyrra. Aukningin nemur 45 prósentustigum á milli ára. Ekki er sömu aukningu að sjá á markaði með atvinnuhúsnæði utan höfuðborgarsvæðisins. Í október var 56 kaupsamningum og afsölum um atvinnuhúsnæði þinglýst utan höfuðborgarsvæðisins og er það sami fjöldi og í október í fyrra. Á fyrstu 10 mánuðum þessa árs hefur veltan aukist um 33 prósent á höfuðborgarsvæðinu miðað við sama tímabil fyrra árs en veltan á landsbyggðinni hefur dregist saman um fimm prósent. - jh Í frímínútum á skólalóðinni á miðvikudag. Mynd/Hari  Skólamál leiktæki í ÖldutúnSSkóla ekki lagfærð Börnin ganga iðjulaus í hringi á skólalóðinni Auðvitað skilur maður að allt er á hausnum en börnin eiga að hafa forgang á öllum sviðum. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir gag@ frettatiminn.is Skólaráð Öldutúnsskóla hefur sent bæjar- yfirvöldum harðort bréf og krefst þess að kastali á skólalóð verði tafarlaust lagaður eða fjarlægður vegna slysahættu. Vegna þess hve aðbúnaður á skólalóðinni sé slæmur og fábreyttur lýsi börn, sem hafi ekki gaman af boltaíþróttum, því hvernig þau gangi í hringi í frímínútum, þar sem ekkert sé við að vera. Í bréfinu kemur fram að skemmdir voru unnar á skólalóðinni í sumar og hafa ekki verið lagfærðar. Einu leiktækin við skólann, sem ekki tilheyra heilsdags- skólanum, standa í polli flesta daga. Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir hafi ekki verið hugað að frárennsli vatns. Harmað er að hætt hafi verið við byggingu íþrótta- húss við skólann, eins og áformað var í góðærinu. Friðrik A. Brekkan, fulltrúi foreldra í skólaráði, gagnrýnir að þegar börnin þurfa að fara í íþróttir fjarri skólanum séu dæmi þess að þau missi af hádegismatn- um vegna tímaskorts. „Auðvitað skilur maður að allt er á hausnum en börnin eiga að hafa forgang á öllum sviðum. Það skortir alls staðar á það,“ segir Friðrik: „Það er ekki stórmál að laga þetta og það þarf að byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í hann.“ HELLNAR ÁSBYRGI VATNSVÍK LANGISJÓR EINIFJALLFJALLABAK ELDGOS Í EYJAFJALLAJÖKLI HVANNADALSHNJÚKUR SELJALANDSFOSS fréttir 15 Helgin 2.-4. desember 2011
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.