Fréttatíminn - 02.12.2011, Qupperneq 36
Á sama hátt
og bestu
íþróttamenn
í heimi eru
með þjálfara
þykir orðið
eðlilegt að
stjórnendur
séu í þjálfun
V
ið ákváðum allar að venda
okkar kvæði í kross og
þaðan kemur nafngiftin á
fyrirtækinu. Okkur fannst
„Vendum“ líka táknrænt
þar sem talað er um að venda seglum
og nýta vindinn eða meðbyr til að ná
lengra. Það á einnig vel við starfsemina
þar sem við sérhæfum okkur í þjálfun
fyrir einstaklinga og fyrirtæki sem vilja
ná auknum árangri og nýtum til þess
þaulreyndar og árangursríkar aðferðir
markþjálfunar,“ segir Alda Sigurðardótt-
ir en hún starfaði sem aðstoðarmaður
rektors við Háskólann í Reykjavík áður
en hún fór í nám í stjórnendamark-
þjálfun.
„Ég var mjög ánægð í HR og fór í
námið til að efla mig enn frekar í starfi.
Í náminu upplifði ég hvað markþjálf-
unin er áhrifarík og mig langaði að
gefa fleira fólki tækifæri til að nýta sér
þessa aðferð. Það eru forréttindi að fá að
fylgjast með fólki koma hlutunum í verk
út frá sínum eigin forsendum og gildum
en þannig aukast líkurnar á góðum ár-
angri. Vegna þess hversu áhrifarík þessi
aðferðarfræði er hefur markþjálfun fest
sig í sessi og þykir í dag sjálfsagður hluti
í þjálfun leiðtoga- og stjórnendahæfni
víða um heim.“
Að efla frumkvæði
Vendum vinnur með leiðtogum, stjórn-
endum og starfsmönnum að einstak-
lingsmiðuðum verkefnum og einnig með
stjórnendateymum og hópum sem vilja
sameiginlega takast á við áskoranir og
ná markmiðum sínum. „Við vinnum með
fólki að því að móta markmið varðandi
framtíðina og því sem það vill fá áorkað.
Aðalatriðið er að vita hvert þú ert að
fara og hafa löngun til að framkvæma
það sem þarf til að ná þangað. Fólk sem
hefur náð miklum árangri sækir ekki
síður í markþjálfun en aðrir. Það sem er
eftirsóknarvert krefst oftast fyrirhafnar.
Fólk stendur því alltaf frammi fyrir ein-
hverskonar hindrunum og stundum
þarf að færa fjöll. Með því að fjarlægja
hindranir og vinna með markmiðin á
raunhæfan máta næst raunverulegur
árangur.“
Ástæðuna fyrir því hve markþjálfun
ber góðan árangur telja þær Alda,
Unnur og Sigrún vera að þjálfunin er
sérsniðin í hvert sinn og miðast við
aðgerðir. „Þú lýkur hverjum tíma með
verkefni,“ segir Unnur. „Þjálfunarferlið
felur í sér framþróun. Þú ert alltaf að
taka skref í áttina að markmiðinu þínu.
Markþjálfinn er ekki að segja þér hvað
þú átt að gera, heldur að hjálpa þér að
efla styrkleika og nýta þá þekkingu og
reynslu sem þú býrð yfir til að ná þeim
markmiðum sem þú setur þér. Kostur-
inn er að þú ert að nýta raunveruleg
verkefni í að þjálfa þig og efla sem stjórn-
anda eða sérfræðing. Eðli málsins sam-
kvæmt er mikil áhersla lögð á trúnað í
markþjálfun.
Alda segir að eitt aðalverkfæri mark-
þjálfans sé að spyrja kraftmikilla spurn-
inga. „Það er ekki okkar að ákveða hvað
er rétta leiðin fyrir þig, heldur að hjálpa
þér að taka ákvörðun með því að spyrja
krefjandi spurninga.“ Og Sigrún bætir
við: „Markþjálfun veitir aðhald og hjálp-
ar fólki að finna tilgang með því sem það
er að fást við. Kveikir á hvatningunni,
ef svo má að orði komast. Við vitum
flest að það er gott fyrir okkur að borða
hollt og fara í ræktina. En til þess að það
gerist verður okkur að langa til að gera
það. Finna löngun hjá sjálfum okkur því
ekki nægir að láta einhvern annan segja
þér hvað þú átt að gera. Oft kviknar
þessi löngun í þjálfunarferlinu og sjálfs-
traustið eykst.
Margir stjórnendur nýta sér svo
áfram aðferðir markþjálfunarinnar
við stjórnun og velja að spyrja starfs-
menn spurninga og hlusta í ríkara mæli,
frekar en að gefa fyrirskipanir.“
Fjarlægja hindranir
Að sögn Sigrúnar fá stjórnendur oft tak-
markaða endurgjöf sjálfir. „Fókusinn er
á að stýra fyrirtækinu og starfsfólkinu
en það gleymist oft að líta á stjórnend-
urna sjálfa og hvernig þeir geta þróast í
að verða enn betri. Markþjálfinn veitir
endurgjöf og skapar öruggt umhverfi
fyrir stjórnandann til að viðra nýjar hug-
myndir og hugsa upphátt. Með mark-
þjálfuninni fær stjórnandinn aðstoð frá
hlutlausum aðila. Á sama hátt og bestu
íþróttamenn í heimi eru með þjálfara
þykir orðið eðlilegt að stjórnendur séu
með markþjálfa.“
Unnur tekur dæmi um golfara sem er
með góða forgjöf en hefur samt tækifæri
til að bæta árangur. „Þjálfari getur hjálp-
að honum að bæta tæknina. Á sama hátt
getum við aðstoðað stjórnendur við að
efla færni sína og má því eiginlega segja
að við lækkum forgjöfina í stjórnun. Að
ná markmiðum og koma hlutum í verk
snýst oftar en ekki bara um það eitt að
fjarlægja hindranir. Hindranir skapast
til dæmis vegna fordóma eða af áhyggj-
um – og eiga til að vaxa okkur í augum
áður en við leggjum af stað. Oft nægir
að ræða málið við hlutlausan aðila til að
átta sig á að maður ræður fullkomlega
við viðfangsefnið.“
Stundum hafa stjórnendur svo margt
á sinni könnu að það er erfitt að hafa
yfirsýn. „Markþjálfinn auðveldar við-
komandi þá að skerpa sýnina, finna
leiðir til að forgangsraða og skapa meiri
tíma til að sinna þeim verkefnum sem
eru mikilvægust,“ segir Sigrún.
Markþjálfun getur líka nýst nýjum
stjórnendum sem hafa náð góðum
árangri í sínu fyrra starfi en vilja stíga
meira inn í leiðtogahlutverkið. „Leiðtog-
inn þarf að leggja áherslu á að efla aðra
og láta þá vaxa. Það er ekki öllum gefið
nema þeir hljóti þjálfun og ekki hægt að
ætlast til að það komi sjálkrafa,“ segir
Unnur og Sigrún útskýrir frekar: „Þó
að manneskja útskrifist með BSc. í við-
skiptafræði og MSc í stjórnun þá höfum
við ekki endilega tryggingu fyrir því að
sá eða sú hin sama sé góður stjórnandi.
Þó þú komir út með alla þekkinguna er
ekki þar með sagt að þú hafir hæfnina –
en markþjálfun getur hjálpað þér að nýta
þekkinguna til að verða hæfari.“
Mikilvægt að líta í spegilinn
Eigendur Vendum eru sammála því
að áskoranir sem stjórnendur standa
frammi fyrir séu fjölbreyttar og krefj-
andi. „Okkar styrkur er að hafa staðið í
þessum sporum sjálfar,“ en stjórnenda-
þjálfarar Vendum eiga það sameiginlegt
að hafa mikla reynslu af stjórnunarstörf-
um úr ólíkum geirum atvinnulífsins.
„Flestir stjórnendur vita hvað þeir þurfa
að gera, vita í hverju þeir þurfa að bæta
sig en vita kannski ekki alveg hvernig
þeir ætla að fara að því. Við auðveldum
þeim að finna leiðir og af því að áherslan
er ávallt á aðgerðir fer viðkomandi út
úr tímanum með verkfæri til að takast
á við áskorunina,“ segir Alda. „Góðir
stjórnendur eru sífellt að líta í spegil og
skoða hvernig þeir geta orðið betri og
þá um leið hvernig þeir geta laðað það
besta fram í fólkinu sem vinnur með
þeim. Það er svo auðvelt að gera það
sama og í fyrra eða sama og allir hinir
en góðir stjórnendur gera sér grein fyrir
mikilvægi þess að spyrja sig stöðugt
að því hvaða markmið fyrirtækið hefur
tækifæri til að setja sér og finna leiðir til
að ná þeim,“ segir Sigrún.
Þó þær stöllur hafi stofnað fyrirtæki
sitt í miðri kreppu hefur það farið vel
af stað. „Sumum fannst við snarbrjál-
aðar að leigja húsnæði og hoppa út í
djúpu laugina á þessum tímapunkti,“
en Vendum er í stórglæsilegu húsnæði í
Síðumúla 33. „Fagmennska, árangur og
ástríða eru okkar gildi og við styðjumst
við þau í rekstrinum,“ segir Alda. „Við
leggjum mikla áherslu á fagmennsku
og þegar unnið er að því að þjálfa fólk
í að þora að horfast í augu við sjálft sig
verðum við að sjálfsögðu að gera það
sjálfar svo við erum líka í markþjálfun til
að bæta okkar eigin árangur.“
Unnur bætir við: „Við förum varlega
í fjármálum en þurfum á sama tíma að
hafa kjark og áræði, festast ekki í smá-
atriðum og láta verkin tala“.
„Við viljum byggja upp til framtíðar“
segir Sigrún. „Áhuginn er mikill hjá ís-
lenskum fyrirtækjum og stjórnendum
og árangurinn er góður svo við höfum
trú á því að markþjálfun eigi eftir að
festa sig enn frekar í sessi hér á næstu
árum.“
fyrirtækið Vendum þjálfar stjórnendur og leiðtoga til að ná hámarksárangri
Lækka forgjöfina í stjórnun
Vinkonurnar Alda Sigurðardóttir, Unnur Valborg Hilmarsdóttir og Sigrún Þorleifsdóttir kynntust í námi í markþjálfun hjá Opna háskólanum í
Háskólanum í Reykjavík. Í kjölfarið stofnuðu þær fyrirtækið Vendum sem sérhæfir sig í stjórnenda- og leiðtogaþjálfun. Þær segja í viðtali við Þóru
Karítas að einkenni góðra stjórnenda sé skýr framtíðarsýn, hugrekki til að horfast í augu við sjálfa sig sem og þekkja styrkleika sína og veikleika.
Hvað er kraftmikil spurning?
Í markþjálfun fyrir stjórnendur og sér-
fræðinga eru notaðar kraftmiklar spurningar
(e. powerful question), en hvað er kraftmikil
spurning?
Þegar þú hugsar til baka og einhver, (sama
hver það var), spurði þig spurningar sem
gerði það að verkum að þú ákvaðst að taka
mikilvæga ákvörðun sem var þér eða fyrir-
tækinu í hag. Þetta getur hafa verið spurning
sem hafði þær afleiðingar að þú ákvaðst að
sækja um stöðuhækkun, efla teymisvinnuna
innan fyrirtækisins, efla stjórnendur og
starfsmenn, auðvelda ákvarðanatöku eða
annað þér sjálfum og/eða fyrirtækinu til
góðs. Sú spurning sem kemur upp í hugann
hjá þér, hún er svarið, það var kröftug
spurning.
Stjórnendaþjálf-
arar og eigendur
Vendum ehf:
Unnur Valborg
Hilmarsdóttir, Alda
Sigurðardóttir og
Sigrún Þorleifs-
dóttir.
Ljósm: Hari
36 viðtal Helgin 2.-4. desember 2011