Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.12.2011, Page 46

Fréttatíminn - 02.12.2011, Page 46
Slæm vika fyrir bankastjórann fyrrverandi Lárus Snorrason Góð vika fyrir knattspyrnumanninn Aron Einar Gunnarsson Leiðin til Wembley Miðjumaðurinn fílhrausti Aron Einar Gunn- arsson var í lykilhlutverki hjá Cardiff sem sló út úrvalsdeildarliðið Blackburn í átta liða úrslitum enska deildarbikarsins á þriðjudagskvöld. Aron Einar lék allan leikinn og lagði upp fyrra mark liðsins í 2-0 sigri. Cardiff mætir Crystal Palace í undanúrslitum en Palace leikur í Champions-deildinni líkt og Cardiff. Í undanúrslit- unum spila liðin tvo leiki og kemur í ljós eftir seinni leikinn, sem er 23. janúar, hvort Aron Einar fer á Wembley. Veit enginn af nafnabreytingunni? Lárus Snorrason átti ekki eina af sínum bestu vikum. Ekki bara var bankastjórinn fyrrverandi úrskurð- aður í viku gæsluvarðhald vegna rann- sóknar embættis sérstaks saksóknara á margvíslegum málefnum Glitnis, hvar Lárus var við stjórnvölinn frá miðju ári 2007 til falls bankans haustið 2008, heldur virðist enginn fjölmiðill taka mark á því að Lárus er búinn að breyta um nafn. Í öllum fjölmiðlum var (og er) talað um Lárus Welding hitt og og Lárus Welding þetta. Sem er auðvitað ekki rétt þar sem hann hefur kastað Weldings-nafninu og er nú kenndur við föður sinn Snorra. 0,1 vikan í tölum kögun, klögun og dónaleg SmS Gunnlaugur M. Sigmundsson stendur í meiðyrðamálaferlum gegn bloggaranum Teiti Atlasyni vegna skrifa þess síðarnefnda um Kögunarmálið. Teitur kom með krók á móti bragði þegar hann kærði Gunnlaug fyrir ruddalegar SMS-sendingar. Gunnlaugur játaði sendingarnar í aðsendri grein og iðrast en stríðið heldur áfram. Eiður Svanberg Guðnason Nú væri Kögunareigandanum líklega sæmst að falla frá öllum málaferlum, hafa hægt um sig í svolítinn tíma. Svo gæti hann sagt okkur hreinskilnislega frá því hvernig hann fór að því að að eignast þetta fyrirtæki sem áður var í almannaeigu. Var kannski allt satt og rétt sem Agnes Bragadóttir skrifaði í frægum greinaflokki hér um árið? Illugi Jökulsson Getur enginn haft vit fyrir Gunn- laugi M. Sigmundssyni? Ha? Lára Hanna Einarsdóttir Þetta er nú enn eitt galna málið sem er í gangi á Íslandi. Teitur Atlason birtir 13 ára gamla grein úr Mogganum eftir Agnesi Braga, skrifar nokkur orð um augljósa hluti tengda greininni og er lögsóttur fyrir að skaða æru Gunnlaugs Sigmundssonar. Teitur Atlason Sá einhver mig í fréttunum á Stöð2? Hvernig kom ég út? Var þetta í lagi eða þarf ég að láta renna í bað og opna á mér æðarnar? Jón Bjarnason er aðalmað- urinn, eins og þið sjáið Jón Bjarnason, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, átti þessa viku skuldlaust og verður með þessu áframhaldi maður allra árstíða. Þótt Jóhanna Sigurðardóttir telji tíma hans í ríkisstjórninni liðinn telur hann stöðu sína sterka og allt er brjálað á Facebook. Jónas Kristjánsson Jón Bjarnason ráðherra er mesti ódráttur stjórnmálanna. Fari hann sem fyrst í stjórnarand- stöðu. Verði henni að góðu. Heimir Már Pétursson Mér segir svo hugur að Jón Bjarnason sé á leið í Framsóknarflokkinn. Auglýsing í blöðunum og allt háttarlag manna bendir til þess. Bergsteinn Sigurðsson Eina ástæðan fyrir því að Jón Bjarnason heldur að hann sé enn ráðherra er sú að Bjarni Harðarson kann ekki að ýta á refresh-takkann. Njördur Sigurjonsson Jón Bjarnason hefur mikinn stuðning á Syðri Löngumýri - hreinan meirihluta jafnvel? Sigurður Bogi Sævarsson Stuðningsmenn Jóns Bjarnason birta stuðningsyfirlýsingu honum til handa í blöðum í dag. Frekar hallærislegt þegar systkini og nánasta skyldulið ráðherrans er haft með í þessu klappliði! Stefán Pálsson Fréttalestur fyrir byrjendur: Hver sá sem segir stöðu sína vera sterka í opinberri umræðu - er nánast undantekningarlaust ekki í sterkri stöðu. Omar R. Valdimarsson Sagt er að þjóðir eigi valdhafa sína yfirleitt skilið. Ég er ekki viss... HeituStu kolin á Framhaldsskólanemarnir Joshua og Guðmundur voru fljótir að bregða á leik fyrir ljósmyndara Fréttatímans á snævi- þaktri Tjörninni í gær. Þeir virtust kunna vel við fannfergið sem veðurguð- irnir buðu upp á. Ljósmynd/Hari prósent Íslendinga hafa stöðu sakbornings í rannsóknum embætti sérstaks saksóknara. 46 fréttir vikunnar Helgin 2.-4. desember 2011 147,8 milljónir er tap Sjálfstæðis- flokksins á undanförnum fjórum árum. 633 milljónir er hagnaður lög- mannsstofunnar Logos á árinu 2010. 36 tímar sem líða milli þess að barni er nauðgað á Fílabeinsströndinni sam- kvæmt skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. 9 eru nafnlausu smáskila- boðin sem athafnamaðurinn Gunnlaugur M. Sigmundsson sendi bloggaranum Teiti Atlasyni en Gunnlaugur hefur kært Teit fyrir meiðyrði. Glitnismenn í haldi Sérstakur saksóknari fór á miðviku- dag fram á gæsluvarðhaldsúrskurð yfir fjórum fyrrverandi starfs- mönnum Glitnis vegna rannsóknar á lánveitingum og hlutabréfa- viðskiptum Glitnis í viðskiptum tengdum FL Group og Stími. Þrjár beiðnanna voru samþykktar og voru þremenningarnir, þar á meðal Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri, úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald. Minna fangelsi á Hólms- heiði Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, for- maður fjárlaganefndar, segir að heimild um að byggja nýtt fangelsi á Hólmsheiði verði ekki samþykkt að óbreyttum forsendum. Að öllum líkindum verði byggingin minni en fyrirhugað var. Tugmilljóna króna tjón í bruna Húsið Drífandi í Vestmannaeyjum er mjög illa farið, ef ekki ónýtt, eftir eldsvoða. Tjónið nemur tugum milljóna króna. Auk Hótels Eyja var Bókaverslun Eymundsson til húsa í Drífanda. Ríkislögreglustjóri afhendi upplýsingar Innanríkisráðuneytið hefur farið fram á það við Ríkislögreglustjóra, að embættið afhendi þær upp- lýsingar sem Ríkisendurskoðun hefur beðið um. Ráðuneytið tekur ekki afstöðu til þess hvort ríkis- endurskoðandi skuli víkja sæti. Auglýsing til stuðnings Jóni Hundrað og fimmtíu manns, stuðn- ingsfólk Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs, birtu heilsíðuaug- lýsingu í dagblöðunum þar sem lýst var yfir stuðningi við Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra. Hann hafi ekkert það aðhafst sem réttlætt gæti brottvikningu úr starfi. Skynsamlegt að draga úr vægi verðtryggingar Árni Páll Árnason efnahags- og við- skiptaráðherra segir skynsamlegt að draga úr vægi verðtryggingar. Efnahags- og viðskiptanefnd boðar frumvarp sem kveður á um slíkt. Fallið frá álagningu kolefnisgjalds Fjármálaráðherra leggur til hliðar áform um breikkun stofns kolefnis- gjalds sem var í frumvarpi til laga um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Um sjötíu missa vinnuna í hópuppsögnum Um sjötíu manns var sagt upp störfum í tveimur hópuppsögnum í nóvember. Um þrjátíu misstu vinn- una í uppsögnum hjá iðnaðarfram- leiðslufyrirtæki á landsbyggðinni. Hagar keyptu í 365 Hagar keyptu um áramótin 2008- 2009 hlutafé í 365 miðlum fyrir 810 milljónir króna sem síðar var selt til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og 365 miðla. Hagnaður Arion 13,6 milljarðar Hagnaður Arion banka á fyrstu níu mánuðum ársins nam 13,6 milljörðum króna samanborið við 8,9 milljarða króna á sama tímabili í fyrra. F í t o n / S Í A Nánari upplýsingar á expressferdir.is eða í síma 5 900 100 Aðventuferðir til Berlínar á frábæru verði! Borgarferðir 9.–12. desember / 16.–19. desember Fararstjóri: Eirik Sördal Verð á mann í tvíbýli 69.900 kr. Innifalið: Flug með sköttum og öðrum greiðslum, gisting á 4* hóteli í 3 nætur ásamt morgunverði. Íslensk fararstjórn. EINSTAKTJÓLATILBOÐ!

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.