Fréttatíminn - 02.12.2011, Blaðsíða 55
F yrir mörgum árum kom til mín gömul kona sem vildi bóka tíma árlega það sem
eftir væri ævinnar. Ég taldi nú
ekki þörf á því, augun hennar litu
ljómandi út miðað við aldur og hún
væri ekki með neina af stóru augn-
sjúkdómunum sem þyrftu reglu-
lega eftirfylgni. Hún hvessti á mig
augunum og sagði hægt, svo jafn-
vel tregur augnlæknirinn myndi
skilja: „Ég missti allar tennurnar
og er búin að fá nýjar. En þetta eru
nú einu sinni augun, og þau get ég
ekki skipt um.“ Þar með var málið
útrætt. Svona röksemdafærsla fær
mann til að sjá málin í nýju ljósi.
Mikið er lagt upp úr tannheilbrigði
og gildi þess að fara reglulega til
tannlæknis. Á vef Tannlæknafélags
Íslands er mælt með skoðun heil-
brigðra tanna að minnsta kosti einu
sinni á ári og tvisvar á ári ef um
tannheilsuvanda er að ræða. Engar
slíkar reglur hafa verið settar fram
hér á landi um augun. Áherslumun-
inn má líka sjá á vefnum, þar sem
íslenskar greinar um augnheilsu,
augnheilbrigði og augnheilsugæslu
eru miklu færri en sambærilegar
greinar um tennur, og raunar fjalla
margar þeirra um það hversu oft á
að fara með hunda í augnskoðun.
Alþjóðlegar reglur mæla með eftir-
farandi tíðni á augnskoðunum:
Undir 40 ára aldri: Á 5-10 ára
fresti
40-54 ára: 2-4 ára fresti
55-64 ára: 1-3 ára fresti
65 ára og eldri: 1-2 ára fresti
Staðreyndin er sú að nú er hægt
að gera svo miklu meira til að
hindra sjónskerðingu og blindu
en áður var. Þótt augnsjúkdóm-
arnir séu margir má segja að stóru
augnsjúkdómarnir sem allir ættu
að þekkja séu þrír: Sá fyrsti er
aldursbundin augnbotnahrörnun,
sem margir þekkja sem kölkun í
augnbotnum. Í þessum sjúkdómi
skemmist hluti sjónhimnunnar
þar sem skarpa sjónin er. Sjón-
himnan er himnan sem þekur
augað að innan, einskonar vegg-
fóður úr taugavef. Annar er gláka,
þar sem þrýstingur inni í auganu
er oft of hár, skemmir sjóntaugina
og þar með sjón. Sá þriðji er ský á
augasteini, sem er eins og móða á
milli glerja í augasteininum, glæru
linsunni sem liggur framan til í
auganu. Þessa sjúkdóma er hægt
að greina snemma og oft hindra
sjónskerðingu af völdum þeirra.
Það kemur mér alltaf jafnmikið á
óvart hversu margir eiga ekki sinn
augnlækni. Augnlæknar hér á landi
eru nú rösklega þrjátíu talsins. Ef
þú átt ekki eigin augnlækni pant-
aðu tíma hjá einum þeirra og láttu
fylgjast reglulega með dýrgrip-
unum tveimur. Þetta eru nú einu
sinni augun.
Helgin 2.-4. desember 2011
Heilsa
Stóru augnsjúkdóm-
arnir þrír -
þekkir þú þá?
Jóhannes Kári
Kristinsson
augnlæknir
Einsöngvari: Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, mezzo sopran
Orgelleikari: Lenka Mátéová
Trompetleikarar: Ásgeir H. Steingrímsson
& Eiríkur Örn Pálsson
Slagverksleikari: Eggert Pálsson
Stjórnandi: Friðrik S. kristinsson
Miðaverð: 4.200 kr.
Miðasala á www.kkor.is eða á www.karlakorreykjavikur.is
í Hallgrímskirkju
Laugardaginn 10. desember kl. 17 og 20
Sunnudaginn 11. desember kl. 17 og 20
Aðventutónleikar
KARLAKÓR
REYKJAVÍKUR
Á aðventu 2011
Borgardekk
Leitið upplýsinga á auglýsingadeild
Fréttatímans í síma 531 3310 eða á
valdimar@frettatiminn.is
Fréttatímanum er dreift á heimili á
höfuðborgar-svæðinu og Akureyri og í lausa-
dreifingu um allt land. Dreifing á bæklingum
og fylgiblöðum með Fréttatímanum er
hagkvæmur kostur.