Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.12.2011, Síða 70

Fréttatíminn - 02.12.2011, Síða 70
70 matur Helgin 2.-4. desember 2011 A ð matreiða girnilegna mat hefur lengi verið mér hug-leikið. Fyrir meira en 3 áratugum (1980), þegar ég var að byrja að búa, kunni ég ekkert að elda. Um sama leyti fékk ég áhuga á jurtafæði og lærði því aldrei að elda hefðbundinn heimilismat. Ég var með mikið ofnæmi og breytti um mataræði. Á meðan vinkonur mínar voru að elda kjötbollur lærði ég að búa til grænmetisbuff og núna 30 árum síðar hef ég enn ekki prófað að búa til kjötbollur! En ég hef prófað ýmislegt annað og mig langar í þessari bók að miðla þeirri reynslu áfram. Ég er ekki vísindamaður. Ég hef leyft tilfinningunni og inn- sæinu að ráða því hvað ég legg mér til munns. Í gegnum árin hef ég kynnt mér og prófað margar stefnur og strauma í mataræði, á mínum yngri árum var ég rótæk og stakk mér á bólakaf í makróbíó- tík, hráfæði, lifandi fæði, sýru-basa fæði og svo mætti lengi telja. Með tímanum hef ég svo fundið út hvað lætur mér líða vel og heldur mér hraustri. Í dag vel ég úr öllu því sem ég hef lært og nota það sem hefur reynst mér best Þessi bók gefur innsýn í þá þætti sem hafa haft hvað mest áhrif á mína mat- reiðslu, því auk uppskriftanna má finna nytsamlegan fróðleik, t.d. um meðferð á baunum, hvernig á að spíra, rækta grænlinga, mjólk- ursýra grænmeti, breyta upp- skriftum og margt margt fleira. Fyrir mörgum árum síðan kynntist ég frábærri gourmet mat- reiðsluaðferð, hráfæði, sem mér finnst gera neysluna á grænmeti mjög skemmtilega. Með því að nýta sér þessa matreiðsluaðferð, hvort sem er við gerð aðalrétta eða meðlætis með elduðum mat, er leikur einn að ná lýðheilsu- markmiðinu um minnst 500g af grænmeti og ávöxtum á dag. Það er líka alltaf gaman að fá nýjar hugmyndir og breyta aðeins út frá þessu hefðbundna meðlæti sem við erum vön.  Matreiðsla Heilsuréttir Hollusta að hætti Sollu Sólveig Eiríksdóttir er höfundur einnar mest seldu matreiðslubókar landsins, Grænn kostur Hagkaupa, sem kom út árið 2003 og seldist í um 25 þúsund eintökum. Sólveig, eða Solla eins og hún er betur þekkt, og Hagkaup hafa aftur tekið saman höndum um bók með heilsusamlegum uppskriftum. Hún heitir Heilsuréttir Hagkaups. Hér birtist kafli úr inngangi Sollu í bókinni ásamt þremur uppskriftum að hennar hætti. Spínat og eggaldin-lasagna 2 dl kókosmjólk 2 dl kasjúhnetur sem hafa legið í bleyti í 6-8 klst (borgar sig að leggja í bleyti svo þær verði mjúkar og auðveldar að nota) ½ dl agavesýróp 1 dl hreint kakóduft 1 tsk vanilludropar eða duft 1 b kókosolía (í fljótandi formi - krukkan látin standa í skál með heitu vatni í smá stund) Allt sett í blandara og blandað þar til silkimjúkt. Sett inn í frysti í svona 2 klst, ef þið eruð ekki að fara að borða desertinn strax þá færi ég hann eftir 2 klst úr frystinum yfir í kælinn og geymi hann þar. Skreytt með fullt fullt af jarðaberjum úr garðinum. Kókossúpa 3-4 stk eggaldin 2 dl kókosmjólk fylling: 1-2 pokar ferskt spínat eða 1 poki frosið 1 dós kókosmjólk ½ tsk múskat 1 tsk cumin duft 1 tsk karrý 1 tsk salt 500g soðnar/bakaðar kartöflur Ofan á: 1 dl rifinn parmesan 1 dl malaðar hnetur/ möndlur smá himalaya salt og ný- malaður svartur pipar Blandið saman í skál Skerið eggaldinið í ½ cm þunnar sneiðar eftir endilöngu. Penslið með ólífuolíu og kryddið með smá saltið og nýmöl- uðum svörtum pipar. Stillið ofninn á 200°C. Setjið eggaldinsneið- arnar á bökunarpappír í ofnskúffu og bakið þar til þær hafa fengið á sig gullin brúnan lit. Takið út og látið aðeins kólna. Spinatið er sett smá stund í matvinnsluvél til að saxa það frekar smátt. Blandið síðan saman öllu sem á að fara í fyllinguna, þú getur sett þetta í skál og hrært þessu saman eða sett í hrærivél. Setjið til skiptist í ofnfast: fylling eggaldin smá kókosmjólk fylling eggaldin smá kókosmjólk Endið á að strá osta/ hnetublöndunni yfir lasagnað og bakið í ca 30 mín við 180°c 750 ml kókosvatn Safinn úr 2 lime 2 hvítlauksrif 2 cm biti ferskur engifer 1 daðla - hægt að sleppa 2 límónu lauf 10 cm sítrónugras 1-2 tsk karrý Smá biti ferskur chilipipar 2 msk kaldpressuð kókosolía 1 avókadó, í bitum 1 tsk himalayasalt Nýmalaður svartur pipar Ofan á: 2 gulrætur skornar þunna strimla ½ rauð paprika, í litlum teningum 1 avókadó, skorið í litla bita 2 vorlaukar, í þunnum strimlum Ferskur kóríander, smátt saxaður Allt sett í blandara og blandað vel. Sigtað í gegnum spírupoka. (hægt að sleppa því, en sítrónugrasið skilur eftir sig litla þræði sem sumir vilja losna við). Setjið 1-2 msk af skorna grænmetinu oná hverja súpu. Uppáhalds súkkulaði- „músin“ Sólveig Eiríksdóttir hefur eldað heilsurétti í 30 ár og rekur nú veitingastaðinn Gló Listhúsinu í Laugardal. Jólabjórinn rýkur út Sumar tegundir eru að seljast upp Gríðarleg sala hefur verið á jólabjór í ár. Seldir hafa verið 206 þúsund lítrar en á sama tíma í fyrra höfðu selst 138 þúsund lítrar sem er aukning um 48,8%. Heildarsalan á jólabjór í fyrra var 370 þúsund lítrar og óhætt að segja að salan í ár verði mun meiri og stefnir algjört metár. „Það er sérstaklega eftirtektarvert hvað salan hefur aukist á sérbjórum sem eru þá aðrir bjórar en hefðbundnir lagerbjórar,“ segir Gissur Kristinsson, vínsérfræðingur hjá ÁTVR. Sem dæmi má nefna að Einstök Doppelbock hátíðarbjórinn frá Vífilfelli er uppseldur og enn eru 3 vikur til jóla. Reyndar átti Einstök Doppelbock ekki að koma á Íslandsmarkað fyrr en á næsta ári því þessi bjór er bruggaður til útflutnings á Bandaríkja- og Bretlands- markað en á síðustu stundu var ákveðið að taka hluta af því sem átti að fara á Bandaríkjamarkað og leyfa Íslendingum að smakka. Viðtökurnar voru svo góðar að sögn Hreiðars Þórs Jónssonar, markaðsstjóra áfengis hjá Vífilfelli, að stefnt er að því að vera með mun meira magn á næsta ári. Einnig er jólabjórinn frá Ölvisholti Brugghúsi uppseldur og farið að þynnast í röðum fleiri bjórtegunda. Einstök jólabjór er uppseldur. MIÐASAL A HAFIN Á HARPA .IS OG Í SÍM A 528 50 50 HARPA 5. FEBRÚAR Dame Kiri Te Kanawa
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.