Fréttatíminn


Fréttatíminn - 02.12.2011, Side 86

Fréttatíminn - 02.12.2011, Side 86
Helgin 25.-27. nóvember 2011 É g er himneskt harður og fer í ræktina sex sinnum í viku,“ segir tónlistarmað- urinn Herbert Guðmundsson, fjallbrattur að vanda. Hann og Svanur, sonur hans, verða með lag í forkeppni Sjónvarpsins fyrir Eurovision og Herbert ætlar að mæta bjartsýnn í slaginn í janúar. „Ég hef aldrei tekið þátt í svona áður og aldrei fundist ég vera svona Eurovision-gæi. Þannig að þetta er frekar óvænt,“ segir Herbert. Herbert og Svanur gáfu á dög- unum út plötuna Tree of Life og hafa fylgt henni eftir af nokkrum krafti. Herbert segir þá vera á kafi í að undirbúa dansplötu og þaðan kemur Eurovision-lagið þeirra. „Mér fannst vera svo mikil Eurovision-lykt af grunn- inum af einu laganna þannig að við fórum að vinna eitthvað í því. Ég datt inná svona svakalega góða melódíu og heyrði strax að það var svona Eurovision-fílíngur í þessu. Ég leitaði svo til Örlygs Smára, sem er náttúrlega snill- ingur og hann gerði rosalega fína útgáfu sem við sendum inn. Ég er mjög bjartsýnn fyrir hönd þessa lags.“ Herbert segist vera meira en til í að leggja á sig langt ferða- lag til Aserbaídsjan fari svo að lagið hans beri sigur úr býtum hér heima. „Já, já. Ég er til í allt enda hef ég gaman að öllu sem ég geri. Og það er svo gaman að geta starfað við tónlist.“ Feðgarnir fóru nýlega til Kali- forníu þar sem þeir spiluð tónlist sína í þrjár vikur við góðar undir- tektir að sögn Herberts sem var leystur út með gjöf, forláta Sam- sung-snjallsíma, þegar hann hélt heim á leið. „Við bjuggum þarna hjá manni sem heitir Darren Goodman og þegar við vorum að fara vildi hann endilega gefa mér þennan síma. Hann hlýtur að hafa verið svona ánægður með mig eða eitthvað,“ segir Herbert og hlær. -þþ Aldrei fundist hann vera Eurovison-gæi  herbert horfir harður til aserbaídsjan Herbert syngur alltaf á ensku og naut sín því í botn við hljóðnemann í Kaliforníu. „Maður er alltaf með ættjarðarvinina á bakinu tuðandi yfir að maður syngi á ensku en þarna kom það sér mjög vel.“ Fékkstu ekki Fréttatímann heim? Fréttatímanum er dreift á öll heimili á höfuðborgar- svæðinu. Ef þú fékkst ekki blaðið heim, láttu okkur þá vita með tölvupósti á dreifing@frettatiminn.is Sjáðu blaðið líka á frettatiminn.is Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu mánudaginn 5. desember, kl. 18 í Galleríi Fold, á Rauðarárstíg Jóhannes S. Kjarval Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna svo og fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna. Verkin verða sýnd í dag föstudag 10–18, laugardag 11–17, sunnudag 12–17, mánudag 10–17 Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is Jólauppboð í Galleríi Fold Uppboð nr. 70

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.