Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.04.2013, Page 8

Fréttatíminn - 26.04.2013, Page 8
Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@ frettatiminn.is www.volkswagen.is Volkswagen Caddy Caddy er áreiðanlegur, sparneytinn og þægilegur í allri umgengni. Lipur vinnuþjarkur með frábæra aksturseiginleika og ríkulegan staðalbúnað. Hann er fáanlegur með bensín-, dísil- og metan- vélum frá framleiðanda. *Miðað við Caddy TSI bensín, 86 hestöfl, beinskiptur. Aukahlutir á mynd, álfelgur og þokuljós. Góður vinnufélagi Atvinnubílar Til afgreiðslu strax Fæst einnig fjórhjóladrifinn Caddy* kostar aðeins frá 3.090.000 kr. (2.642.151 kr. án vsk) HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · hekla.is · umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði Guðrún Dadda Ásmundardóttir Saman getum við tryggt arð af auðlindum og haldið þeim í þjóðareigu V ið byrjum á því að opna fyrir 35 nemendur og erum í samstarfi við gistihúsin á svæðinu þar sem heimavistin verður. Þannig getum við nýtt það sem er til staðar og styrkt núverandi rekstur fyrirtækja,“ segir Björt Sigfinnsdóttir, einn aðstandenda Lungaskólans. Aðal- bækistöðvar Lungaskólans verða í félagsheimili Seyðisfjarðar en starfsemin verður meðal annars í samstarfi við Listaháskólann, Seyðisfjarðarbæ, Kaospilot skólann í Árósum í Danmörku, Skaftfell og Tækniminjasafnið á Seyðisfirði, svo margir koma að verkefninu. Afsprengi Listahátíðar unga fólksins Að sögn Bjartar þróaðist hug- myndin um skólann í framhaldi af LungA, Listahátíð unga fólksins, sem haldin hefur verið árlega frá árinu 2000 og verið vel sótt af ungu fólki alls staðar að úr heiminum.  Menntun Afsprengi LungA hátíðArinnAr Stofna lýðháskóla á Seyðisfirði Lýðháskóli mun taka til starfa á Seyðisfirði í byrjun næsta árs. Kennslan verður byggð á hinni klassísku lýðháskóla hugmynda- fræði Grundtvig frá miðri 19. öld þar sem áhersla er lögð á að örva vitsmunalíf nemenda og þeir undirbúnir fyrir lífið. Auk þess sækir skólinn innblástur í LungA hátíðina og Kaospilot skólann í Árósum í Danmörku. Mikill stuðningur ríkir í samfélaginu. Nemendur Lungaskólans munu geta valið um að stunda nám í eina eða tvær annir og verður kennslan þannig upp byggð að nemendur ljúka fimm námskeiðum á önn og hvert námskeið stendur yfir í tvær til þrjár vikur. „Haldin verða nám- skeið með listamönnum sem eru að fást við spennandi hluti sem koma til með að dvelja í styttri tíma á Seyðisfirði. Þar sem námskeiðin verða stutt verður auðveldara að fá stærri listamenn, alls staðar að úr heiminum, til að koma,“ segir Björt. Einnig verður boðið upp á fyrirlestra og minni námskeið. Á hinum Norðurlöndunum er rík hefð fyrir starfsemi lýðháskóla en Lungaskólinn verður sá eini sinnar tegundar á Íslandi. Aðstandendur skólans sjá fyrir sér að stofnun skól- ans muni laða ungt fólk til Seyðis- fjarðar og auðga þannig mannlíf í bænum. Námið er bæði ætlað þeim sem hyggja á frekara listnám og öðrum – aðalatriðið er að fólk sé fullt lærdómslöngunar og opið fyrir óvæntum áskorunum. Skólinn er ætlaður fólki átján ára og eldra. Vinna með sjálfsmyndina Að sögn Bjartar byggist hug- myndafræði Lungaskólans á því að menntun sé þróun. „Fyrir okkur er menntun ekki aðeins þróun á hæfi- leikum og akademískri þekkingu heldur líka þróun manneskjunnar sem heildar. Því þykir okkur svo mikilvægt að vinna með sjálfsmynd nemenda og þann kraft sem innra með þeim býr. Sá kraftur er grunnurinn að öllu því sem við fram- kvæmum. Þessi kraftur snýst líka um að fólk geti látið hugmyndir sínar verða að veruleika. Markmiðið er að verkefni nemenda Lungaskólans hjálpi þeim að kynnast sjálfum sér betur og þekkja veikleika sína og styrkleika." Nánari upplýsingar eru á heimasíðu skólans, lunga.is Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is „...menntun er ekki að- eins þróun á hæfileikum og akadem- ískri þekk- ingu heldur líka þróun menneskj- unnar sem heildar. Því þykir okkur svo mikil- vægt að vinna með sjálfsmynd nemenda og þann kraft sem innra með þeim býr.“ Björt Sigfinnsdóttir undirbýr nú, ásamt fleiri, stofnun Lungaskólans á Seyðisfirði. Fyrstu nemendurnir hefja nám í byrjun næsta árs. Ljósmynd/Hari  sAMningur innAnríkisráðuneytið Rauði krossinn veitir hælisleitendum aðstoð Samningur milli innan- ríkisráðuneytisins og Rauða krossins um aðstoð og þjónustu við hælisleitendur var undirritaður í vikunni, að því er fram kemur á vef ráðu- neytisins. Samningurinn hljóðar upp á þrjár milljónir og gildir til næstu áramóta en þá er stefnt að endur- skoðun hans. Samningurinn er liður í átaksverkefni sem ríkisstjórnin efndi til í mars síðastliðnum vegna aukins fjölda hælisleitenda. Samningurinn felur í sér að Rauði krossinn veiti hælis- leitendum aðstoð og þjón- ustu. Sú aðstoð felst meðal annars í hlutlausri og óháðri hagsmunagæslu, reglulegu samráði og samstarfi við stjórnvöld, viðtalstímum, heimsóknarþjónustu, fataút- hlutun, félagsstarfi og fleira. Fjöldi hælisumsókna jókst um 66% á milli áranna 2011 og 2012. Frá áramótum hefur 81 sótt um hæli á Íslandi. Vegna þessarar aukningar hefur málsmeðferðartími lengst. Í mars síðastliðnum efndi ríkisstjórnin til tíma- bundins átaks til að stytta málsmeðferðartíma hælis- umsókna og tryggja búsetu og aðbúnað hælisleitenda. Ráðinn hefur verið verkefna- stjóri yfir átakinu og starfs- mönnum fjölgað tímabundið hjá innanríkisráðuneyti og Útlendingastofnun. Samn- ingurinn er liður í því átaki. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. Samningurinn er liður í átaksverkefni sem ríkis- stjórnin efndi til í mars síðastliðnum vegna aukins fjölda hælisleitenda. 8 fréttir Helgin 26.-28. apríl 2013

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.