Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.04.2013, Side 12

Fréttatíminn - 26.04.2013, Side 12
- snjallar lausnir heitir nú Við hlökkum til ánægjulegs samstarfs. Wise lausnir ehf. Borgartún 26, Reykjavík » Hafnarstræti 102, Akureyri sími: 545 3200 » wise@wise.is » www.wise.is Ólöf Guðný Valdimarsdóttir Saman getum við knúið fram afdráttarlaust uppgjör við hrunið Ekki er tekið tillit til þátta sem geta haft áhrif á laun einstaklinga, starf, menntun, aldur, starfsaldur og fleira. Heimild/Hagstofan A lifugla- og svínarækt skapa um 1.500 störf víða um land. Þessar tvær greinar standa undir um helmingi fram- leiðslu þess kjöts sem neytt er í landinu og eru mikilvægur hlekk- ur, bæði í íslenskum landbúnaði og  Vífilfell MAnnAuðsdeild til leigu Attentus stýrir mannauðsmálum Vífilfell og Attentus – mann- auður og ráðgjöf hafa gert með sér samning um að sérfræðingar Attentus stýri starfsmannamálum hjá Vífilfelli hf. á Íslandi sem mann- auðsdeild til leigu, að því er fram kemur í tilkynningu. Markmiðið er að Vífilfell fái bestu mögulega þjónustu og ráðgjöf í mannauðs- stjórnun. Með samstarfinu vill Vífilfell sjá mannauðsmál sem enn öflugri þátt í að ná markmiðum fyrirtækisins. Vífilfell er markaðs- og þjónustufyrirtæki sem starfar fyrst og fremst á sviði drykkjarvöru. Fyrirtækið stefnir að því að auka frekar vöruval innanlands, þá einkum með áherslu á heilnæmar lausnir. Attentus veitir ráðgjöf um allt sem snýr að rekstri og stjórnun út frá áherslum mannauðsstjórnunar. Árið 2012 fékk fyrirtækið hvatningarverðlaun FKA m.a. fyrir að eiga frumkvæði að því að bjóða fyrirtækjum og stofnunum lausnina „mannauðsstjóri til leigu“. Mannauðsdeild til leigu felur í sér enn umfangsmeiri aðkomu að starfsmannamálum. -jh Guðríður Sigurðardóttir, Inga Björg Hjalta- dóttir, Árný Elíasdóttir og Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir, ráðgjafar hjá Attentus, Árni Stefánsson forstjóri Vífilfells og Þóra G. Þóris- dóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs.  HAgstofAn ÁstAndið sVipAð MeðAltAli eVrópusAMbAndsríkjAnnA Óleiðréttur launamunur kynjanna 18,1 prósent Óleiðréttur launamunur kynjanna á Íslandi reiknaður samkvæmt að- ferðafræði evrópsku hagstofunnar Eurostat var 18,1% árið 2012, að því er fram kemur hjá Hagstofu Íslands. Munurinn var 18,5% á almennum vinnumarkaði en 16,2% hjá opin- berum starfsmönnum. Frá árinu 2008 hefur óleiðréttur launamun- ur farið minnkandi og var lægri árið 2012 en 2008. Á almennum vinnumarkaði fór launamunurinn lækkandi til ársins 2010 en hækk- aði aðeins árið 2011. Óleiðréttur launamunur hjá opinberum starfs- mönnum lækkaði allt tímabilið. Útreikningar á óleiðréttum launa- mun kynjanna byggja á aðferða- fræði launarannsóknar evrópsku hagstofunnar. Sú rannsókn er fram- kvæmd á fjögurra ára fresti, síðast árið 2010. Í evrópskum samanburði var óleiðréttur launamunur á Ís- landi sá níundi hæsti árið 2010 í samanburðarhópum eða tæplega 18%. Það er svipaður launamunur og að meðaltali í Evrópusambandinu. Hlutfall yfirvinnustunda af greidd- um stundum var hæst á Íslandi árið 2010 en hlutfallið var 10% hjá ís- lenskum körlum og 5% hjá konum. Við útreikning er stuðst við mán- aðarlaun í októbermánuði á hverju ári. Reiknað er tímakaup karla annars vegar og kvenna hins vegar og mismunur þess sem hlutfall af heildartímakaupi karla er túlkað sem óleiðréttur launamunur. Hagstofan segir að launamun- urinn sé skilgreindur sem óleið- réttur þar sem ekki er tekið tillit til skýringarþátta sem geta haft áhrif á laun einstaklinga. Dæmi um slíka skýringarþætti eru starf, menntun, aldur, starfsaldur og fleira. -jh 25 20 15 10 5 0 % 2008 2009 2010 2011 2012 Óleiðréttur launamunur eftir launþegahópi 2008-2012  Alls  Almennur vinnumarkaður  Opinberir starfsmenn  MAtVælAVerð fuglA- og sVínAbændur gAgnrýnA MÁlflutning sVþ „Ekki eru tollar að þvælast fyrir þar“ Formaður Svínaræktafélags Íslands segir vísitölu neysluverðs hafa hækkað um 45% frá því í janúar 2008. Föt hafi hækkað um 75% og raftæki um 72% en á sama tíma hafi svínakjöt hækkað um 15% og alifuglakjöt um 33%. Formaður Svína- ræktarfélags Ís- lands segir svína- og alifuglakjöt hafa hækkað hlut- fallslega minna undanfarin fimm ár en nemur vísitölu neysluverðs og verði á fötum og raftækj- um. Ljósmynd/Hari atvinnu- og efnahagslífi þjóðarinn- ar. Svo sagði í auglýsingu Félags kjúklingabænda og Svínaræktar- félags Íslands í kjölfar umræðu um búgreinarnar tvær, sem ekki hefur síst verið leidd af talsmönnum Samtaka verslunar og þjónustu. Alfugla- og svínabændur telja umræðuna villandi og fullyrðingar misvísandi og oft rangar. Í Fréttatímanum síðastliðinn föstudag var vísað til ummæla Margrétar Kristmannsdóttur, formanns Samtaka verslunar og þjónustu, um að lækka mætti mat- arútgjöld hvers íslensks heimilis um tugi þúsunda með því að draga úr innflutningshöftum og auka viðskiptafrelsi. Varnarmúr sé hins vegar um innlenda landbúnaðar- framleiðslu og einokunarsölu. Tjörvi Bjarnason, sviðsstjóri út- gáfu- og kynningarsviðs Bænda- samtakanna, bendir vegna þessa á þá umræðu sem meðal annars hafi verið í Bændablaðinu. Sam- kvæmt nýjum tölum frá Eurostat, evrópsku hagstofunni, eyði Íslend- ingar hlutfallslega lægra hlutfalli launa sinna til matvörukaupa en margar aðrar Evrópuþjóðir. Hlut- fall útgjalda til matvörukaup sýni að Íslendingar verji 13% heildar- útgjalda sinna til kaupa á mat- og drykkjarvörum en meðaltal ESB-ríkja er 14%. „Þessar tölur,“ segir Tjörvi, „stangast mjög á við fullyrðingar Samtaka verslunar og þjónustu í fjölmiðlum að undan- förnu um hlutfallslega hátt mat- vælaverð á Íslandi miðað við önnur Evrópulönd.“ Forsvarsmenn alifugla- og svína- bænda segja það skjóta skökku við að Samtök verslunar og þjónustu höggvi nú í íslenska alifugla- og svínarækt sem skapi atvinnu, spari gjaldeyri og séu mikilvægur þáttur í þjónustu við íslenska neytendur og verslunina. Í yfirlýsingu Félags kjúklingabænda frá því í aprílbyrj- un var málflutningur Margrétar Kristmannsdóttur og Samtaka verslunar- og þjónustu gagnrýnd- ur. Í yfirlýsingunni kom meðal annars fram að gæði íslensks alifugla- og svínakjöts og kröfur um framleiðsluaðferðir í grein- unum séu meðal þeim mestu sem gerðar eru í heiminum. Fjöldi fólks hafi atvinnu sína af alifuglarækt og afleiddum störfum. Í Bændablaðinu var haft eftir Herði Harðarsyni, svínabónda í Laxárdal og formanni Svína- ræktarfélags Íslands, að á landinu séu ellefu starfandi svínarækt- endur sem reki bú á nær tuttugu stöðum. Hann bendir jafnframt á að stór hluti svínafóðurs sé innlent korn. Til að mynda sé allt upp í 80 prósent fóðurs á hans búi íslenskt bygg og íslenskt hveiti. Þá bendir Hörður á að frá því í janúar 2008 hafi vísitala neysluverðs hækkað um 45 prósent. Á sama tíma hafi svínakjöt hækkað um 15 prósent og fuglakjöt um um 33 prósent. Hins vegar hafi föt hækkað um 75 prósent og raftæki um tæp 72 pró- sent. „Ekki eru tollar að þvælast fyrir þar,“ var haft eftir Herði. Vilhjálmur Svansson dýralæknir á Keldum, sagði einnig í Bænda- blaðinu að sjúkdómastaða ís- lenskra búfjárstofna væri í mörgu tilliti einstök og auðlegð sem bæri að verja með öllum tiltækum ráðum. Á fundi Bændasamtakanna 3. apríl síðastliðinn benti hann á að einn þáttur í því að verja þá stöðu væri að sem minnst væri flutt inn af hráum ómeðhöndluðum dýraaf- urðum sem hugsanlega gætu borið með sér smit. Jónas Haraldsson jonas@frettatimin.is 12 viðskipti Helgin 26.-28. apríl 2013

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.