Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.04.2013, Qupperneq 14

Fréttatíminn - 26.04.2013, Qupperneq 14
J ens Hjartarson réðist á fjölmargar ungar konur á síðasta ári, ári sem hjá honum einkenndist af fíkniefnaneyslu og ofbeldi. Hann er 33ja ára gamall en um­ gekkst mikið af mun yngra fólki, bæði stelp­ um og strákum. Ein af stúlkunum sem hann hefur verið dæmdur fyrir að ráðast á segir í samtali við Fréttatímann að hann hafi sótt í að hanga með ungum stelpum, boðist til að skutla þeim um allan bæ og keypt handa þeim sígarettur. Þetta voru brotnar stelpur sem sumar vissu af ofbeldisfullri fortíð Jens en trúðu því að hann myndi ekki koma jafn illa fram við þær. Fyrrverandi unnusta Jens fékk nálgunar­ bann á hann þann 15. október 2012. Þá hafði hún á undanförnum tíu mánuðum ítrekað þurft að kalla til lögreglu og leita sér læknis­ aðstoðar eftir að hann réðist á hana. Í byrj­ un febrúar óskaði hún eftir að lögregla fjar­ lægði hann af heimili sínu og í lok febrúar var hann handtekinn heima hjá henni eftir að eyðileggja húsgögn og tæki. Það sama var uppi á teningnum í byrjun ágúst þegar hún kallaði til lögreglu eftir að hann eyði­ lagði sjónvarp, stofuborð og rúðu heima hjá henni. Í lok ágúst mætti Jens síðan óboðinn á heimili hennar. Jens var ekki dæmdur fyrir brot gegn fyrrverandi unnustu sinni. Jens Hjartarson var fyrir tíu árum dæmd­ ur í sjö ára fangelsi fyrir ófyrirleitna líkams­ árás og tilraun til manndráps. Alls réðist hann á þrjá menn vopnaður hnífi. Ástæðan voru samskipti mannanna við unnustu Jens, þá sömu og framan er getið. „Þegiðu krakki“ Daginn sem hún fékk nálgunarbann á hann réðist Jens á aðra konu sem hann bjó hjá um hríð. Hann gerði tilraun til að kyrkja hana, kýldi hana í andlitið og hélt áfram að sparka í hana eftir að hún féll í gólfið. Hún missti meðvitund en þegar hún komst aftur til meðvitundar fór hún að hlúa að tveggja ára dóttur sinni. Jens sló konuna þar sem hún hélt á barninu og fór barnið að gráta. Föt barnsins lituðust af blóði móðurinnar, hún lét það á rúmið og ætlaði að skipta um föt á telpunni. Jens öskraði þá: „Þegiðu krakki!,“ gerði sig líklegan til að ráðast á barnið en móðirin gekk fyrir og fékk í bakið hnefa­ högg sem ætlað var barninu. Barði hana meðvitundarlausa Tveimur mánuðum fyrr, 20. ágúst, gerðist Jens sekur um hrottafengna nauðgun á enn annarri ungri konu. Hún hafði farið út að hitta vin sinn sem vildi hitta Jens. Unga konan hafði heyrt sögur af Jens og vildi síður hitta hann en af varð að þau sóttu hann. Til ósættis milli Jens og vinar hennar kom heima hjá henni og á endanum um var hún ein eftir með honum. Eftir árangurs­ lausa tilraun hans til að útvega sér meira amfetamín réðist hann skyndilega á hana og nauðgaði henni hrottalega. Enn ein árásin átti sér stað 29. október þegar Jens réðist með ofbeldi á 17 ára stúlku sem bað hann að biðja sig afsök­ unar á að kalla sig öllum illum nöfnum. Jens er kunningi föður stúlkunnar og var í heimsókn hjá henni. Jens var þá órólegur í leit að kveikjara. Stúlkan sagðist vera með kveikjara en vildi ekki láta hann af hendi fyrr en Jens bæði sig afsökunar á þeim illu nöfnum sem hann kallaði hana. Jens snög­ greiddist þá og sló hana í höfuðið þannig að hún missti meðvitund um tíma. Þegar hún rankaði við sér reyndi hún að fá hann út úr íbúðinni en hann þá ýtt henni ofan í  Dómsmál Þekktur ofbelDismaður gekk laus mánuðum saman Stöðvaður allt of seint Fjórir mánuðir liðu frá því Jens Hjartarson nauðg- aði ungri konu á hrottafenginn hátt þar til hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald. Á því tímabili hafði hann beitt þrjár aðrar ungar konur alvarlegu ofbeldi og fyrr- verandi unn- usta hans fengið nálgunarbann á hann. Jens var nýverið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir brot sín. Föt barns- ins lituðust af blóði móður- innar, hún lét það á rúmið og ætlaði að skipta um föt á telp- unni. sturtubotn og þrýst fast að hálsi hennar svo áverkar hlutust af. Dró hníf undan koddanum Síðust í þessari árásahrinu var líkamsárás Jens á átján ára stúlku á gistiheimili á Snorrabraut þann 13. desember. Stúlkunni hafði hann kynnst þegar þau voru bæði inni á meðferðarstofnun og hún búið hjá honum í nokkra daga eftir að hún kom þaðan út. Jens vændi stúlkuna um að hafa verið að fikta í símanum sínum og réðist á hana. Hún missti meðvitund við barsmíðarnar en rankaði við sér þegar Jens var enn að berja hana. Þá kæfði hann hana nánast í rúminu, dró eldhúshníf undan koddanum, lagði að hálsi hennar og spurði hvort hún væri tilbúin að deyja. Eigandi gistiheimilis­ ins og nágrannar heyrðu til þeirra þar sem stúlkan hrópaði: „Nei, ekki gera þetta. Ég skal gera hvað sem er.“ Þeir kölluðu til lög­ reglu sem handtók Jens. Stúlkan var stór­ slösuð, í miklu áfalli og leitaði sér aðstoðar á geðdeild. Í framhaldi af þessu fór lögregla fram á gæsluvarðhald yfir Jens sem Hæstiréttur staðfesti síðan þann 17. desember. Ákærur gegn Jens vegna þessara mála voru gefnar út í janúar. Rótin, félag um málefni kvenna með áfengis­ og fíknivanda, hefur sent landlækni erindi um öryggi kvenna á meðferðarstöð­ um í framhaldi af þessari síðustu árás. Þar er þess krafist að skapaðar verði aðstæður í heilbrigðiskerfinu til að konur geti leitað sér meðferðar við alkóhólisma án þess að eiga á hættu að lenda í klóm ofbeldismanna. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Ekki forsendur fyrir síbrotagæslu „Ég tel að ekki hafi verið brugð­ ist of seint við,“ segir Karl Ingi Vilbergsson, aðstoðarsaksókn­ ari og sviðsstjóri á ákærusviði lögreglunnar, spurður hvort lögreglan hafi of seint tekið Jens Hjartarson úr umferð. Þrátt fyrir hrottafengna nauðg­ un í ágústmánuði segir Karl Ingi að lögreglan hafi ekki haft forsendur til að óska eftir því að Jens yrði hnepptur í varðhald. „Menn hafa ekki verið teknir úr umferð fyrir viðlíka brot,“ segir hann. Karl Ingi bendir á að brotamenn hafi verið settir í gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna vegna nauðgunar á almannafæri en málin séu erfiðari þegar um er að ræða nauðgun í heimahúsi. Þá er og oftar en ekki um að ræða orð gegn orði og sönn­ unarstaðan því erfið. Skilyrði fyrir almannagæslu er að uppi sé sterkur grunur um sekt sak­ bornings. Það kom því ekki til álita í þessu máli að óska eftir slíku,“ segir hann. Þá bendir Karl Ingi á að nánast sé óþekkt að menn séu settir í síbrotagæslu vegna of­ beldisbrota. „Ég man ekki eftir þannig máli,“ segir hann. „Skil­ yrði fyrir að fá mann í síbrota­ gæslu er að allar líkur séu á að hann haldi áfram afbrotum. Til þess þurfum við að hafa röð af afbrotum, eitt eða tvo fullnægja ekki þessum skilyrðum,“ segir hann. Það var síðan þegar síðasta árás Jens átti sér stað, um miðjan desember, sem lög­ reglan hafði nægjanleg gögn í höndunum til að óska eftir varð­ haldi. Héraðsdómur samþykkti varðhald. Hæstiréttur staðfesti þann úrskurð. Ákærur gegn Jens voru gefnar út í janúar og hann dæmdur 13. apríl 2013. -eh Afbrotaferill Jens frá því hann nauðgar ungri konu og þar til hann er handtekinn 20. ágúst - Nauðgun 15. október - Nálgunarbann 15. október - Árás á móður með barn 29. október - Árás á dóttur kunningja síns 13. desember - Árás á meðferðarfélaga 14 fréttir Helgin 26.-28. apríl 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.