Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.04.2013, Síða 38

Fréttatíminn - 26.04.2013, Síða 38
Í ríki Al Thani É Ég leit fyrir tilviljun út um gluggann á flugvélinni og sá þá pálmana sérkenni- legu, landfyllingarnar sem gerðar hafa verið í Dúbaí. Þær eru dæmi um brjál- æðislega hugmynd sem varð að veru- leika, þegar peningar voru taldir nægir og byggt var á færustu sérfræðingum frá Belgíu og Hollandi, þar sem menn hafa náð hvað lengst í gerð sjóvarnargarða. Upphaflega hugmyndin var að lengja strandlengju Dúbaí um 520 kílómetra, með lúxushúsnæði við sjávarsíðuna, glæsihótelum og afþreyingarstöðum af öllu tagi. Sumt er komið í gagnið, annað ekki en Dúbaí fór illa út úr fjármálakrepp- unni. Framkvæmdir við pálmana stór- brotnu hafa því tafist en upphaflega stóð til að ljúka þessum framkvæmdum á 10- 15 árum en grjótflutningar út í Persa- flóann hófust árið 2001. Við hjónin vorum á leið til Kaupmanna- hafnar frá Katmandu í Nepal, með milli- lendingu í furstadæminu Katar við Persa- flóa, það löngu stoppi þó í höfuðborginni Doha að tími átti að vera til þess að fá vegabréfsáritun inn í landið og dvelja þar dagpart. Töf á fluginu frá Katmandu setti þó strik í reikninginn en nægur tími var samt til þess að skreppa í bæinn. Fimm tíma flug er frá Katmandu til Doha og óhætt er að segja að þar stigi maður inn í allt annan heim. Ríkidæmið lekur bein- línis af þessu olíuríki sem er á nesi sem skagar út í Persaflóann. Ekki er það stórt, Ísland er um það bil tíu sinnum stærra en Katarar eru svipað margir og Íslendingar – en íbúar landsins hins vegar til muna fleiri. Leigubílstjórinn sem keyrði okkur í bæinn sagði að þeir væru 1,7-1,8 milljónir. Viðbótin er innflutt vinnuafl frá nálægum Arabaríkjum, Indlandi, Nepal, Pakistan, Sri Lanka, Filippseyjum og fleiri ríkjum. Bílstjórinn sem keyrði okkur frá flugvell- inum var frá Túnis, sá sem ók okkur til baka var frá Nepal. Katarar eru því yfir- stétt í eigin landi, ríkasta landi í heimi samkvæmt lista Forbes. Hvorki meira né minna en 94 prósent af vinnuafli landsins er aðkeypt. Katar á ekki landamæri að öðru landi en Sádi-Arabíu en skammt undan strönd- um þess er eyríkið Bahrein. Áður en olía og gas fannst í jarðlögum Katar voru fisk- veiðar og perluleit helstu atvinnugreinar. Landið var undir breskum yfirráðum til 1971 en Al Thani fjölskyldan hefur verið ráðandi í landinu frá miðri 19. öld. Emírinn þar er Hamad bin Khalifa Al Thani. Al Thani nafnið tengist íslenskri viðskiptasögu, eins og margir þekkja, en frændi emírsins, Mohammed bin Kha- lifa Al Thani, kom við sögu Kaupþings á síðustu dögum fyrir fall bankans er hann keypti milljarðahlut í honum. Það mál er fyrir dómstólum hér en sérstakur saksóknari telur að um sýndarviðskipti hafi verið að ræða. Það er önnur saga og ótend heimsókn okkar til Katar. Við og önnur hjón í ferðahópi okkar spurðum leigubílstjórann einfaldlega hvort hann tæki dollara og hvort hann vildi skutla okkur í miðbæinn. Hann vildi dollarana og brunaði með okkur áleiðis að háhýsahverfi miðborgar Doha þar sem hvert húsið er öðru glæsilegra um leið og hann fræddi okkur um risavaxna verslunarmiðstöð sem vert væri að skoða. Taldi sennilega að við ættum fleiri dollara en raunin var og er kannski vanur að aka slíku fólki. Við þekktum ekkert til í Doha en spurðum þó, þegar við nálguðumst skýjakljúfana, hvort ekki væri gamlan miðbæ að finna. Hann hélt það nú og sneri þegar frá glitrandi háhýsunum að lægri byggð, nær flugvellinum. Það var vel valið – við vorum ekki svikin af hinum gamla miðbæ Doha. Þar var dásamlegt að rölta um innan um smáverslanir og mark- aðstorg af öllu tagi auk veitingastaða sem buðu upp á alls konar lystisemdir. Minn betri helmingur stóðst ekki mátið og splæsti í teppi. Prútt frúarinnar á þessum arabíska markaði tókst eftir atvikum. Þótt konur hafi öðlast nokkurn rétt í Katar, meðal annars kosningarétt árið 1999, eiga þær enn langt í jafnræðisland. Arabísku karlarnir gengu um í hvítum kuflum en konur í þeirra fylgdarliði voru svartklæddar frá toppi til táar með hulin andlit, stundum nokkrar með einum hvít- klæddum. Þeir bönduðu frá sér forvitnum Kópavogsbúum sem vildu mynda hjörð- ina. Alls staðar sat fólk á veitingastöðum og reykti vatnspípur, einkum karlar en þó slæðingur af konum. Við fjögur sem fórum saman í bæinn fundum okkur góðan veitingastað og pöntuðum forvitnilega rétti, í nokkurri óvissu þó, eins og stundum gerist þar sem maður þekkir sig ekki. Ég lét vaða á lambakjöt, þóttist vita að Arabar væru þar á heimavelli. Mér brá nokkuð þegar þjónninn kom með diskinn. Þar virtist í fyrstu aðeins vera viskustykki en reynd- ist, þegar að var gáð, pönnukaka. Undir henni var prýðilegur lambaréttur, krydd- aður með einhverju sem ég kann ekki skil á. Ekki þýddi að biðja um áfengan drykk með ljúfmetinu. Það er bannað. Vatn eða gos varð það að vera – eða vatns- pípa sem við létum eiga sig. Nepalinn sem ók okkur aftur á flugvöll- inn ræddi líka um Katarana og aðflutta vinnuaflið, ekki síður en bílstjórinn frá Túnis. Það var aðeins tónn í báðum gagn- vart yfirstéttinni, Katörunum sjálfum, sem borga ekki einu sinni tekjuskatt – og vita varla ekki aura sinna tal. Katar verður væntanlega meira í frétt- um þegar nálgast árið 2022. Þá verður heimsmeistarakeppnin í fótbolta haldin þar. Einhvers staðar heyrði ég að fótbolta- vellirnir, sem þeir ætla að byggja fyrir hátíðina miklu, verði kældir – og veitir víst ekki af. Hitinn er nálægt 40 stigum í maí og september og vel yfir 40 gráðum sumarmánuðina, júní, júlí og ágúst. En Al Thani, það er að segja emírinn en ekki Kaupþingsfrændinn, á víst fyrir slíkum smámunum. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i 38 viðhorf Helgin 26.-28. apríl 2013 Hamraborg – Nóatún 17 – Hr ingbraut – Austurver – Grafarho l t KjúKlingamáltíð fyrir 4 Grillaður kjúklingur – heill Franskar kartöflur – 500 g Kjúklingasósa – heit, 150 g Coke – 2 lítrar* *Coca-Cola, Coke Light eða Coke Zero 1990,- Verð aðeins + 1 flaska af 2 L GLÆNÝTT FRÁ UMBRA Gerum hús að heimili TEKK COMPANY og HABITAT Kauptúni | Sími 564 4400 www.habitat.is | Vefverslun á www.tekk.is Opið mán.–lau. kl. 11-18 og sun. kl. 13-18 MANTRA veggskraut 6.700 kr. CONCEAL ósýnilega hillan small 2.900 kr. large 3.900 kr. ULove myndarammi 3.900 kr. BIRDIE 3 snagar í pk. 4.500 kr. Gísli Tryggvason Saman getum við tryggt arð af auðlindum og haldið þeim í þjóðareigu

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.