Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.04.2013, Side 60

Fréttatíminn - 26.04.2013, Side 60
60 bílar Helgin 26.-28. apríl 2013  Suzuki Stærri og betur búinn SX4 með nýrri gerð aldrifs  Sýning Fjögur þúSund mannS Skoðuðu vöðvabíla Mustang GT 2005 kosinn fallegasti bíllinn DODGE Viper v-10. Árgerð 1995, ekinn 16 Þ.KM, bensín, beinskiptur. Draumur allra karlmanna. Verð 6.900.000. Rnr.113137. AUDI A6 new quattro. Árgerð 2007, ekinn 80 Þ.KM, bensín, sjálfskiptur. Verð 4.990. Umboðsbíll gríðalega fallegur bíll Rnr.311101. Opið mánud til fös 10 til 18 ATH. Opið á fimmtud. til kl. 21 laugard frá 12 til 15 lokað á sunnud Sími 567 2277 • www.nyja.is Titilinn hlaut Ford Mustang GT 2005. Gísli Árnason, eigandi bílsins, breytti bílnum sjálfur í „Boss 302“ útlit. Ljósmynd/Síða Brimborgar Ford Mustang GT 2005 var kosinn fallegasti bíllinn á Ford Mustang sýningunni sem var haldin í Ford salnum síðastliðinn laugardag. Á síðu Brimborgar kemur fram að frábærlega hafi tekist til en um fjögur þúsund manns lögðu leið sína í salinn til að skoða glæsilegt úrval þessara vöðvabíla. Á sýningunni gafst gestum kostur á að kjósa fallegasta bílinn. Titilinn hlaut Ford Must- ang GT 2005. Gísli Árnason, eigandi bílsins, breytti bílnum sjálfur í „Boss 302“ útlit. Gísli, sem er bílamálari, málaði bílinn sjálfur í Ford Focus lit, þriggja laga „Electic Orange“ lit. „Gísli gerir breytingarnar eftir sínu eigin höfði og er ekki endilega að leitast við að hafa upprunalegt útlit eins og ef Ford hefði smíðað bílinn. Felgurnar undir bílnum eru krómaðar 20 tommu FR500 útlit sem gerir bílinn enn eftirtektarverðari. Vélin á bílnum hefur aðeins verið hresst við en hún er um 320 hestöfl,“ segir enn fremur á síðunni. Á næsta ári fagnar Ford Mustang 50 ára afmæli sínu og af því tilefni verður öllu tjaldað til. Stefnan er að hafa þá sýningu enn glæsilegri og veglegri. Rúbínrauður hugmyndajeppi Citroën Hugmyndajeppinn Citroën Wild Rubis verður frumsýndur á bílasýningunni í Shanghai nú í apríllok. Honum hefur verið lýst þannig, að því er fram kemur á síðu Brimborgar, umboðsaðila Citroën, að hann sé jafn villtur og hann er fágaður. Rubi stendur fyrir litinn sem einkennir bílinn, rúbínrauður. Liturinn breytist eftir því hvernig birtan fellur á bílinn. Liturinn er rúbínrauður og breytist eftir því hvernig birtan fellur á bílinn. Hyundai Santa Fe. Í bílnum er 197 hestafla dísilvél og sex þrepa sjálfskipting.  Hyundai öFlugur FjórHjóladriFSbíll Santa Fe er álitlegur kostur Hinn fjórhjóladrifni Hyundai Santa Fe er vinsæll og bílablaðamenn á Íslandi kusu hann jeppa ársins 2013. Bíllinn er því álitlegur kostur og hentar vel við íslenskar að- stæður. „Santa Fe er með nýja spar- neytna 197 hestafla dísilvél sem togar 437 Nm við 2000 snúninga á mínútu og er því með öflugri vél en er í mörgum stærri jeppum en eyðsla í blönduðum akstri er þó einungis 6,7 lítrar/100 km. með sjálfskiptingu. Santa Fe er með 6 þrepa sjálfskiptingu, sjálfvirka tölvustýrða stöðugleikastýringu og spólvörn, leðurinnréttingu með rafstýrðum sætum, sóllúgu, Bluetooth símabúnað, glæsileg hljómtæki, aksturstölvu, tvískipta miðstöð með lofthreinsibúnaði, álfelgur og síðast en ekki síst hefur hann rými sem fullnægir kröfuhörðum kaupendum,“ segir á síðu Hyundai, en umboðið er með sýningarsal að Kauptúni 1 í Garðabæ. Hyundai Santa Fe fæst í þremur útfærslum, Comfort sem kostar 7.650 þúsund, Style sem kostar 8.350 þúsund og Premium sem kostar 8.950 þúsund. Fimm ára verksmiðjuábyrgð er á Santa Fe, eins og öðrum Hyundai bílum. Akstur er ótakmarkaður út ábyrgðartímabilið. S uzuki SX4 var fyrst sýndur sem hugmyndabíllinn S-Cross á bílasýningunni í Frakklandi í fyrra. Nú er hann klár til framleiðslu, nýr frá grunni og var frumsýndur á bílasýningunni í Genf. „Suzuki ætlar sér stóra hluti í hinum vinsæla C-stærðarflokki. Þess vegna er nýr SX4 hannaður með það fyrir augum að vera í for- ystu innan stærðarflokksins bæði hvað varðar innanrými og lítinn út- blástur, að því er fram kemur í til- kynningu umboðsins; Suzuki Bíla. Bíllinn kemur í sölu í Evrópu næsta haust. Hann verður boð- inn með tveimur gerðum véla, bensínvél og dísilvél með sama 1,6 lítra slagrýminu. Bensínvélin verður boðin með fimm gíra bein- skiptingu en dísilbíllinn fær sex gíra beinskiptingu. Þá verður SX4 einnig fáanlegur með CVT sjálf- skiptingu. „SX4 hefur, eins og nafnið gefur til kynna, drif á öllum hjólum. Aldrifskerfið kallast AllGrip. Það er með fjórum mismunandi still- ingum sem ökumaður getur valið um, allt eftir vegaðstæðum hverju sinni og eigin óskum. Nýr SX4 er talsvert stærri en bíllinn sem hann leysir af hólmi. Fyrri gerðin var 4.135 mm á lengd og 1.755 mm á breidd en nýi bíll- inn er 4.300 mm á lengd og 1.765 mm á breidd. Þá fer hjólhafið úr 2.500 mm í 2.600 mm sem gerir það að verkum að farangursrýmið eykst úr 270 lítrum í heila 430 lítra. Þetta þýðir að farangursrými í nýjum SX4 er eitt hið mesta í bílum í C-stærðarflokki. Hönnun á innanrými SX4 tekur mið af þægindum á lengri ferðum. Þá verður hann fáanlegur með glerþaki með tvöfaldri, opnanlegri sóllúgu.“ Hönnun á innan- rými SX4 tekur mið af þægindum á lengri ferðum. Suzuki SX4, nýr frá grunni. Bíllinn er stærri og betur búinn er forverinn. Suzuki ætlar sér stóra hluti í hinum vinsæla C- stærðarflokki

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.