Fréttatíminn


Fréttatíminn - 26.04.2013, Side 70

Fréttatíminn - 26.04.2013, Side 70
Fáðu meira út úr Fríinu Gerðu verðsamanburð á hótelum oG bílaleigum út um allan heim oG bókaðu sértilboð á GistinGu á túristi.is T Ú R I S T I S ellóhljómsveit St. Péturs-borgar leikur í Eldborgarsal Hörpu föstudaginn 3. maí næstkomandi. Hljómsveitin, sem er þekkt í heimalandi sínu Rússlandi, kemur til landsins á vegum Odd- fellowstúkunnar nr. 5, Þórsteins í Reykjavík. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem stúkan stendur fyrir slíkri uppákomu en á liðnu ári lék rússneski píanóleikarinn Alexand- er Ganshin fyrir fullu húsi í Norður- ljósasal Hörpu. Átta sellóleikarar eru í hljóm- sveitinni og píanisti. Hljóðfæraskip- anin þykir sérstök en hún kallar fram afar djúpan og fallegan hljóm sem blönduð leikgleði og ákafa tón- listarmannanna mun án efa njóta sín vel í Hörpu. Hljómsveitin leikur fjölbreytta tónlist sem spannar allt frá klassík og djass til samtíma- og kvikmyndatónlistar. Olga Rudneva stofnaði hljóm- sveitina árið 2000 og er sveitin skipuð úrvalsnemendum hennar. Hljómsveitin hefur komið víða fram, bæði innanlands og utan. Er ekki að efa að hér er á ferðinni skemmtileg tónlistarupplifun. Á laugardeginum leggur hljóm- sveitin land undir fót og heldur í Skagafjörðinn til að leika á sælu- dögum í Skagafirði. Sérstakur gestur tónleikanna verður Helga Rós Indriðadóttir sópransöngkona. Að venju renna allar tekjur tón- leikanna til góðgerðarmála. Hægt er að nálgast miða í Hörpu á www. harpa.is eða www.midi.is. Nánari  SellóhljómSveit St. PéturSborgar leikur í hörPu Átta sellóleikarar og píanisti Sellóhljómsveit St. Pétursborgar leikur í Eldborgarsal Hörpu eftir viku, föstudaginn 3. maí. Hljómsveitin er þekkt í heimalandi sínu. Hljóðfæraskipan þykir sérstök en átta sellóleikarar eru í hljómsveitinni og píanisti. upplýsingar eru á http://thour- steinn.oddfellow.is/is/harpan-20 um hljómsveitina og fleira. Fram kom í viðtali við Pétur Óla Pétursson í Morgunblaðinu nýverið að Rudneva væri þekktur sellóleikari í heimaborg sinni. Pétur Óli er búsettur í St. Péturs- borg og hefur um árabil tekið á móti Íslendingum. „Þegar svona hópar koma,“ sagði Pétur Óli þar, „er gjarnan haldin veisla í einhverri af þeim höllum sem þar eru og þá hefur Sellóhljómsveit St. Péturs- borgar gjarnan komið og leikið fyrir fólkið.“ 70 menning Helgin 26.-28. apríl 2013

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.