Heimilisritið - 01.06.1946, Síða 6

Heimilisritið - 01.06.1946, Síða 6
filmur eða 35 mm. filmur. Við er- um einuig að fá ágæt hljóðupp- tökutæki. Nú ætla öll stærri kvikmynda- félögin að fara að framleiða kvik- myndir sínar bæði á 16 mm. og 35 min. filmum. Teija þau, að í strjálbýli og kauptúnum, þar sem bíó eru ekki, eigi mjófilman mikla framtíð fyrir sér og jafnvel í einka- íbúðum. Nú er hægt að útvega sýningarvélar -fyrir mjófilmur og með góðum hljóðtækjum fyrir að- eins 4000 krónur, svo að það er mjög sennilegt, að kvikmyndasýn- ingar verði algengar í sveitum og einstökum heimilum áður en langt um líður“. íslenzkir mormónar í Ameríku — Dvaldirðu eingöngu í Kali- forníu, meðan þú varst í Banda- ríkjunum? „Nei, ég lauk námi í mynda- töku við „Institute of Photograph“ í New York. Að því búnu ókum við, ég og konan mín, í gamla Chevranum sem ég átti, yfir þver Bandaríkin frá austri til vesturs. Það var löng leið, en afar skemmti- legt ferðalag. Mjög víða hittir máður fyrir Vestur-íslendinga, sem fagna manni vel. Viðkomum til dæmis í kaupstað- inn Spanish Forth, sem er skammt fyrir sunnan Salt Lake City og er á stærð við Akureyri. Þar búa eitthvað um 800 manns af íslenzku 4 bergi brotnir. Eru þeir afkomend- ur 16 fyrstu íslenzku útflytjend- anna, er voru frá Vestmannaeyjum og Landeyjum. Eldra fólkið talar íslenzku ágæt- lega, en það yngra yfirleitt lítið, þótt það skilji málið. Mér var sagt, að fyrst hefði verið litið niður á íslendingana þar í byggðárkginu. En það fór brátt af, enda létu þeir ekki troða sér um tær og kom þá stundum í Ijós, að þeir voru engir veifiskatar þegar til kastanna kom. Fólk þetta er mormónatrúar, en það er rétt að taka það fram, að nú orðið eru mormónar einkvænis- menn, þótt upphaflega hafi þeir leyft fjölkvæni. Þar hefur nýlega verið reist glæsilegt minnismerki yfir hina sextán ættferður og nöfn þeirra letruð á fótstall þess“. í Kalifomíu — Svo hefurðu farið til Los Angeles? „Já. Þar átti ég líka vinum að fagna. Eins og kunnugt er dvelja þar margir námsmenn héðan að heiman og auk þess eru þar búsett- ir nokkrir Vestur-Islendingar. Guðmundur Jónsson, söngvari, kunningi minn, sem er þar við söngnám, er einskonar íslenzkur ræðismaður í borginni. Kaupsýslumaðurinn Gunnar Mafcthíasson, sem á heima þar, tekur opnum örmum á móti öllum íslendingum er til borgarinnar HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.