Heimilisritið - 01.06.1946, Síða 17

Heimilisritið - 01.06.1946, Síða 17
segir timburmaður, þegar friður var kominn á, „ef mig hefði grun- að að þeir myndu hegða sér svona, en þeir báðu mig um það“. „Stýrimaður er vís til að drepa þá“, segir Ted HUl. „Hann lætur setja þá í steininn, það er klárt mál“, segir Smith. „Það er alvarlegt mál að fara í land til að berja stýrimann“. „Þið eruð allir samsekir“, heyr- ist í Bill úti í horni. „Eg ætla að segja eins og er. Jói Smith átti uppástunguna, timburmaðurinn litaði ok'kur, og þið hinir hvöttuð okkur á allan hátt“. „Jói útvegaði fötin“, segir Bob. „Ég veit livar hann fékk þau“. Vanþakklæti þessara tveggja manna var slíkt, að við ákváðum fyrst að skipta okkur ekki af þeim meir, en svo fengu betri tilfinning- ar yfirhöndina, og við héldum eins- konar ráðstefnu, til þess að athuga, hvað hægt væri að gera. En við hverja tillögu, sem fram var borin, heyrðust athugasemdir úr horninu frá öðrum hvorum þeirra, og loks urðum við að fara upp á þilfar, án þess að hafa á- kveðið nokkuð, nema að sverja og sárt við leggja, að við vissum ekk- ert. , Eina ráðið, sem við getum gef- ið ykkur“, segir Jói, „er að halda ýkkur kyrrum niðri, eins lengi og þið mögulega getið“. Fyrsti maður, sem við sjáum á þilfari er stýrimaður og það var falleg sjón. Það var búið að binda yfir vinstra augað og kringum það hægra var fagurlitaður baugur. Nefið var bólgið og varirnar sprungnar, en hinir stýrimennirn- ir gerðu slíkt veður út af honum, að ég held hann hafi stórslegið sér upp á þessu. „Hvar eru hinir tveir?“ segir hann allt í einu og glápir á okkur með glóðarauganu. „Niðri, held ég“, segir timbur- maðurinn skjálfandi á beinunum. „Sendið þá upp“, segir stýri- maður við Smith. „Já“, segir Jói, án þess að hreyfa sig í þá átt. „Farðu og náðu í þá“, hrópar stýrimaður aftur. „Eg hugsa að þeir séu ekki vel frískir“, segir Jói. „Sendu þá upp, bölvaður asninn þinn“, segir stýrimaður og haltrar í áttina til hans. Jói yppir öxlum vandræðalega, labbar svo og öskrar niður í há- setaklefann. „Þeir eru alveg að koma“, segir hann, og gengur til stýrimanns, og rétt í því kemur skipstjóri upp á þilfar. Við keppumst allir við vinnu okkar eins og við ættum lífið að leysa. Skipstjóri var að tala við stýri- mann um árverkana, og lét óþveg- in orð falla í garð Þjóðverja. Allt HEIMILISRITIÐ 15

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.