Heimilisritið - 01.06.1946, Síða 19

Heimilisritið - 01.06.1946, Síða 19
íbyggnir á svip, og ég held, að hafi nokkur maður gert sér það Ijóst, að hann væri algerlega kveðinn í kútinn, þá hafi það verið hann. Hann hafði sig sem skjótast burt og fór niður, en skipstjóri hélt yfir okkur lítinn ræðustúf, og minntist á það, sem hann kallaði að lenda i slagsmálum að ástæðulausu. Svo sendi hann báða surtana niður og sagði þeim að leggja sig og hvílast. Hann var svo nærgætinn við þá alla leiðina heim og fylgdist af slíkum áhuga með litbreytingum þeirra, úr svörtu í brúnt, ljósbrúnt, gulflekkótt og svo framvegis, að stýrimaður þorði ekki að gera þeim neitt. Hinsvegar fengum við hinir það velútilátið hjá honum, sem hann þóttist skulda þeim og auk þess okkar eigin skammt, ósvik- inn“. ENDIE Frumlegir hjúskaparsiðir I>AÐ ER EKKI afbrýðiseminni fyrir að fara hjá sumum ættflokkum Ástra- líunegranna. Þar er að vísu ekki leyft að vera giftur nema einni konu, en eigin- maðurinn má eiga nokkrar hjákonur eða frillur ef hann getur séð fyrir þeim. Hjákonur hans eru ef til vill eiginkonur annarra manna og eiginkona hans er ef til vill hjákona annars manns. Þegar góðan og fáséðan gest ber að garði býður Ástralíunegrinn aðkomumann- inum að sofa hjá konu sinni og telur það mikla móðgun og lítilsvirðingu fyrir sig og konu sína, ef maðurinn þiggur ekki boðið. Sama sið hafa Eskimóar haft, ef þeir vilja sýna einhverjum sérstaka gestrisni. I Tíbet er hinsvegar hörgull á konum og þar er þeim því leyft að eiga fleiri en einn eiginmann. Stundum kvænast nokkrir bræður sömu stúlkunni og er þá elsti bróðirinn talinn faðir allra þeirra bama, sem hún kann að fæða. Sagt er að þeim innfæddu falli prýðilega við þetta fyrirkomulag og að aldrei beri á afbrýðisemi. nokkur maður getur þanist eins út, án þess að rifna. ,.Ég trúi ekki einu orði af þessu“, segir hann loksins. „Hvers vegna ekki?“ spyr skip- stjóri hvasst. „O, ég bara trúi þeim ekki“, svarar stýrimaður og röddin skelf- ur af niðurbældri geðshræringu, „ég hef mínar ástæður“. „Iíeldurðu kanski, að þessir tveir meinlej>singjar hafi litað sig svarta sér til gamans?“ segir skip- stjóri. Stýrimaður gat engn svarað. „Og svo farið að berja sig sjálfa sér til enn meira gamans?“ segir skipstjóri háðslega. Stýrimaður svaraði engu. Hann leit í kringum sig úrræðalaus, og ég sá þriðja stýrimann senda öðrum stýrimanni skrítið augnatillit, og allur mannskapurinn virtist skemmta sér prýðilega. Allir voru HEIMILISRITIÐ 17

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.