Heimilisritið - 01.06.1946, Síða 20

Heimilisritið - 01.06.1946, Síða 20
Drykkjuskapur er sjúkdómur Hér birtist grein, skrifuð af víðsýni og skilningi, um eitt alvarlegasta vandamál nútímans, drykkjuskaparbölið. Þótt hún hafi birzt í vikublaðinu „Look" og sé því fyrst og fremst ætluð amerískum lesendum, á hún alveg eins vel við hér á landi. Höfundar greinarinnar eru Emest R. Groves og Gladys Hoagland Groves. í DAG drekka 40.000.000 manns lí Bandaríkjunum, sem komnir eru yfir 15 ára aldur, áfenga drykki. Allt, sem viðkemur svona mörgu fólki, er opinbert velferðarmál. Drykkjuskapur er sjúkdómur. Hann hefur verið rannsakaður sem slíkur, svipað og geðveiki og kynsjúkdómar, svo að hægt væri að lækna hann á vísindalegum grundvelli. Til að aðgreina hann betur, hef- ur honum verið skipt í fjögur stig: 1. Tækifæris- eða hófdrykkju- maðurinn. Hann er venjulega hinn hamingjusami maður, án allra þungra rauna, sem drekkur við sérstö'k tækifæri, til þess að að- greina sórstaka gleðidaga, eða sá sem bergir á létta víni með mat. 2. Vana-drykkjumaðurinn. Þessi maður notar vínið, ekki aðeins sem gleðskaparvott, heldur til að losa sig við 'hugaræsingu, áhyggj- ur eða þreytu. í samkvæmislífinu og við vinnu, gefur vínið honum, um stund að minnsta kosti, sjálfs- trajust og losar hann við feimni. 3. Óhófs-drykkjumaðurinn. Þetta er sá maður, sem kemst ekki af án víns, allt að því marki, er hinn stöðugi drykkjuskapur hans getur endað með alvarlegum á- fengiseitrunum. Margir sölumenn og aðrir, sem þurfa að skemmta eða hafa atvinnu af því að skemmta öðrum, eiga á hættu að lenda í þessum flokk. 4. Hinn sannkallaði ofdrykkju- maður eða vanadrykkjumaður. Hann er svo háður víninu, jafnvel frá því hann drekkur fyrsta glasið, að hann getur ekki án þess verið. Hann er venjulega mjög óham- ingjusamur, jafnvel þótt öðrum fcunni að virðast hann lifa á- hyggjulausu lífi. Af hverju drekka menn? Flestir unglingar byrja að drekka af forvitni, þeir heyra sög- ur af hinum undursamlegu áhrif- 18 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.