Heimilisritið - 01.06.1946, Page 27

Heimilisritið - 01.06.1946, Page 27
„Lagaleg aðstoS" — Smásaga eftir Harold Channing Wire — EINS OG svo oft á&ur hvarflaði það nú að Dick Argerry, að ef hann gæti 'komið rét'tum orðum að hugs- unum sínum, þá myndi hann geta sætzt við konuna sína. Þegar hann kynntist Joey, þá hafði hann ó- sjálfrátt alltaf fundið réttu orðin, og þau alltaf haft undraáhrif. Svo þegar þau urðai fyrst lítið eitt ó- sátt í hjónabandinu, hafði hann fljótlega getað sagt eitthvað það við hana, sem sætti þau aftur. En hvernig sem á því stóð, þá var honum horfinn þessi hæfiieiki. Nú í heilt ár hafði hann reynt að segja allt, sem honum gat hugsazt, til að gera sambúð þeirra bærilega, en árangurslaust. Samt gat hann ekki varizt þess- arar hugsunar enn, er hann ók eft- ir veginum fyxir utan San Diego, rétt áður en hann beygði upp í hæðadrögin í Mexico. Dick einblíndi á veginn fyrir framan bílinn og forðaðist að líta á Joey. Augu hans voru blá og andlitið unglingslegt og sólbrennt. Vindurinn lék um ljóst hár hans. Við hlið hans í framsætinu og í hæfilegri fjarlægð, sat Joey, lítil og „Ég get ekki að þvi gert, en ég elska þig! Meira veit ég ekki“. kyrrlát. Hún sneri andlitinu til sjávar. Ilann sá dökka hárið henn- ar — ekkert annað. Þau höfðu ekki talað saman í klukkutíma. Ur því að þau höfðu ekki getað HEIMILISRITIÐ 25

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.