Heimilisritið - 01.06.1946, Page 32

Heimilisritið - 01.06.1946, Page 32
Þeir, sem óska ejtir rithandarskoð- un, skulu skrija 50—SO orS á óstrik- aða pappírsörk og scnda mér í ábyrgð- arbréji ásamt iO krónum í þóknun, najni og heimilisjangi. Utanáskrijt mín er: Ileimilisritið (Eva Adams), Garða- strceti 17, Reykjavík. HÚSNÆÐIS- OG SKÓLAMÁL. Sp.: Ég er í framhaldsskóla hér í bænum og mig langar til að leita álits þíns og ráða í málum, sem eru mér mjög hugstæð. 1. Ég og fjölskylda mín erum ein af mörgum, sem nú eru í húsnæðis- vandræðum. Við búum sex í tveggja herbergja íbúð, svo að þú getur í- myndað þér næðið, sem ég hef við lesturinn. Finnst þér þetta ekki bæði ranglátt og hörmulegt ástand? 2. Hvers vegna er lítið sem ekkert kennt í skólum af því sem viðkemur daglegri umgengismenningu? 3. Hvaða álit hefurðu á leikfimis- kennslunni í skólunum? V. J. Sv.: 1. Vissulega eru húsnæðismál okkar í slíku ófremdarástandi, að fátt er eins aðkallandi og það, að bæta úr þeim. Ég álít, að það sé ákaf- lega mikilvægt fyrir vellíðan hvers einstaklings, að hann hafi herbergi út af fyrir sig, þar sem hann getur sinnt sínum áhugamálum og verið einn um hugsanir sínar. 2. Þetta er mér einnig ráðgáta. Það ætti vissulega að setja skóla- kennsluna í nánara samband við hið daglega líf heldur en nú er gert. Fyrst og fremst þyrfti að kenna nemandanum að læra og kappkosta að vekja áhuga hans og skilning á námsgreinunum. Þá mætti og kenna honum leiðir til að sjálfmennta sig í þeim greinum, sem hann hefur mest- an áhuga á, m. a. með því að kenna honum að nota söfnin og spjaldskrá þeirra. Hann þarf að læra að vinna sjálfstætt. Ennfremur ætti að kenna honum raddbeitingu, engu síður en stíl eða skrift, mannasiði, viljaþjálfun, snyrt- ingu, reglusemi, hjálp í viðlögum og fræða hann um ýmislegt annað, sem við kemur daglega lífinu. Það er t.d. óverjandi, að ekki skuli vera haldið uppi neinni fræðslu í kynferðismál- um eins og tíðkast víða annars stað- ar, svo sem í Noregi. 3. Leikfimisæfingar geta eins orð- ið til ógagns eins og til gagns. Sumar leikfimisæfingar geta verið nauðsyn- legar fyrir einn en ónauðsynlegar og jafnvel skaðlegar fyrir annan. Þetta er ég hrædd um að leikfimis- kennararnir hafi oft ekki nógu hug- fast. Þú til dæmis situr mikið við lestur og nám. Þér hættir ef til vill við að sitja hnokinn og boginn í baki, sem 30 HEIMILISRITIÐ

x

Heimilisritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisritið
https://timarit.is/publication/976

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.